Viðskipti innlent

Straumur: Kröfuhafar hittast á Hilton í dag

Fundur kröfuhafa í Straumi verður á Hilton hótelinu í Reykjavík í dag. Í breska blaðinu the Guardian er því haldið fram að sumir smærri kröfuhafa séu óánægðir með sinn hlut í goggunarröðinni en Georg Andersen forstöðumaður samskiptasviðs Straums segir að þvert á móti sé mjög gott samkomulag við kröfuhafana.

Georg segir að á fundinum í dag verði ekki fjallað um málefni dótturfélaga Straums eins og CB Holding sem á knattspyrnuliðið West Ham, heldur afmarkast fundurinn við málefni móðurfélagsins.

Á föstudag verður tekin ákvörðun í Héraðsdómi Reykjavíkur um áframhaldandi greiðslustöðvun Straums. Að sögn Georgs hefur Straumur lokið sinni vinnu en lengri tíma þurfi til þess að dómskerfið geti klárað þau mál sem tengjast félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×