Viðskipti innlent

Vandræðaástand skapast um áramótin vegna nýja skattkerfisins

Garðar Valdimarsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri.
Garðar Valdimarsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri. Mynd/GVA
Garðar Valdimarsson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, óttast að vandræðaástand muni skapast um áramótin þegar farið verði að greiða laun eftir nýju skattkerfi. „Þetta eru gríðarlega miklar breytingar vegna þessa að við höfum verið með eitt skattþrep undanfarin ár," segir Garðar en rætt var við hann í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins.

Hann furðar sig á því að áhrif breytinganna hafi ekki verið kannaður betur. Auk þess sé undirbúningstíminn of skammur. Breytingar séu þær mestu í áratugi.

Garðar telur að snúnara verði að finna út hve mikinn skatt eigi að greiða. Einkennilegt sé að gera launþegann ábyrgan fyrir því að reikna út í hvaða skattþrepi viðkomandi eigi að vera.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×