Óvarinn hópur í niðurskurði Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2009 06:00 Háskólamenntaðir launamenn standa nú frammi fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu í tengslum við niðurskurð í opinberum rekstri. Við undirritun stöðugleikasáttmála síðastliðið sumar lögðu fulltrúar launamanna ríka áherslu á að sá gjörningur gæfi innsýn í komandi tíð. Framlag launamanna til stöðugleikasáttmála var að bíða með kjaraleiðréttingar á meðan óvissuástand ríkti í fjármálum landsins. Slík viljayfirlýsing var háð því af hálfu Bandalags háskólamanna (BHM) að stöðugleiki í öðrum kjörum félagsmanna væri sýnilegur og yrði að veruleika. Hvorki ríki né sveitarfélög treystu sér til að fastbinda mikið annað en fyrirheit sem nú er farið að fjara undan á mörgum sviðum. Sveitarfélög hækka gjaldskrár, stytta opnunartíma stofnana og opinberar stofnanir boða nú launaskerðingar. Neyðaraðgerðir eða launastefna?Boðaðar sparnaðaraðgerðir í launakostnaði snúast um að hlífa lægst launuðu hópunum á meðan hærra launaðir axli þyngri byrðar. BHM tók undir þessi sjónarmið hins opinbera við gerð stöðugleikasáttmála með vísan til þeirra stærða sem þá voru til skoðunar, nefnilega að laun upp að 210-220 þúsundum yrðu hækkuð ef svigrúm leyfði.Strax þarna mátti segja að þeir launahærri létu af hendi rakna, enda þeim ætlað að glíma aðstoðarlaust við minnkandi kaupmátt. Ríkið og flest sveitarfélög hafa lagt fram áherslur í skerðingu kjara þeirra hærra launuðu sem beita skal ef nauðsyn krefur. Ríkið setti 400 þúsund króna heildarlaun sem viðmið og hafa sambærileg mörk verið ívið lægri hjá sveitarfélögum.Báðir aðilar leggja til grundvallar að hærri laun skerðist meira en þau lægri. Í öllum tilfellum getur skerðing aðeins náð til ráðningartengdra kjara sem ekki er samið um í kjarasamningi eða stofnanasamningum.Í síðustu kjarasamningum ríkisins við ASÍ og BSRB teygðu launahækkanir sig upp að 310 þúsundum. Þar með var bilið milli skilgreindra lágra og hárra tekna þrengt allverulega, enda annars vegar um að ræða 310 þúsund króna grunnlaun og hins vegar 400 þúsund króna heildarlaun. Samkvæmt viðmiðum hins opinbera í aðhaldsaðgerðum teljast flestir háskólamenntaðir launamenn þola skerðingar, eða í það minnsta frystingu launa. Þetta viðhorf leiðir til þess að menntun, þekking og fagmennska er gengisfelld.BHM varar við þessari þróun og krefst þess að stjórnvöld gæti þess að ekki fjari undan fagmennsku og mannauði við niðurskurð. Ummæli Ögmundar Jónassonar, þá heilbrigðisráðherra, í Fréttablaðinu hinn 23. september síðastliðinn, um að hann hygðist við niðurskurð sérstaklega vernda störf og kjör þeirra sem lægri laun hefðu, vöktu undirritaða til umhugsunar um sýn ráðamanna á þjónustu hins opinbera, ef fagmenntun gæti á einhverjum tímapunkti orðið of dýr í þeirra huga til að standa um hana vörð.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kallar stighækkandi álögur og skerðingar upp eftir tekjustiganum réttláta og sanngjarna stefnu sem fylgi norrænni fyrirmynd. Í slíkum skilgreiningum saknar BHM umfjöllunar um verðmæti þekkingar sem vissulega er aðalsmerki norræns velferðarkerfis og ekki síður metnaðar fyrir hönd fagmennsku í opinberri þjónustu. Samfélagsþjónusta?Meðal leiða sem opinberir aðilar sjá færar til að draga úr launakostnaði er að minnka greiðslur fyrir yfirvinnu. Það er afstaða BHM að þegar yfirvinnugreiðslur skulu skertar, þurfi samsvarandi skerðing vinnuframlags að koma fram. Það sé með öðrum orðum ekki hægt að krefja starfsmann um vinnuframlag sem ekki stendur til að greiða fyrir.Í umræðu um niðurskurð og aukna tekjuöflun hins opinbera virðast tveir aðilar áberandi aflögufærir, lífeyrissjóðir og millitekjufólk. Hafa ber í huga að skuldsetning fólks helst oft í hendur við tekjur. Heimili sem áður höfðu svigrúm í fjármálum sínum og jafnvægi milli tekna og greiðslubyrði eru nú mörg komin á ystu nöf.Ef sífellt verður þrengt að heimilum með meðaltekjur, þannig að ráðstöfunartekjur fólks með framhaldsmenntun verði umtalsvert lægri en í þeim löndum sem næst okkur liggja, er yfirvofandi atgervisflótti. Fólki í framhaldsnámi erlendis verður gert ókleift að flytjast heim og þanþol háskólamenntaðra launamanna er ekki takmarkalaust.Allt frá hruninu síðastliðið haust hafa ráðamenn hampað því að Ísland búi yfir auðlindum sem fleyta muni þjóðinni gegnum erfiðleikaskeið, þar á meðal menntun og mannauði. Varla getur talist ásættanlegt að slíkar auðlindir verði á næstu árum í auknum mæli nýttar og ávaxtaðar fjarri Íslands ströndum.Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Háskólamenntaðir launamenn standa nú frammi fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu í tengslum við niðurskurð í opinberum rekstri. Við undirritun stöðugleikasáttmála síðastliðið sumar lögðu fulltrúar launamanna ríka áherslu á að sá gjörningur gæfi innsýn í komandi tíð. Framlag launamanna til stöðugleikasáttmála var að bíða með kjaraleiðréttingar á meðan óvissuástand ríkti í fjármálum landsins. Slík viljayfirlýsing var háð því af hálfu Bandalags háskólamanna (BHM) að stöðugleiki í öðrum kjörum félagsmanna væri sýnilegur og yrði að veruleika. Hvorki ríki né sveitarfélög treystu sér til að fastbinda mikið annað en fyrirheit sem nú er farið að fjara undan á mörgum sviðum. Sveitarfélög hækka gjaldskrár, stytta opnunartíma stofnana og opinberar stofnanir boða nú launaskerðingar. Neyðaraðgerðir eða launastefna?Boðaðar sparnaðaraðgerðir í launakostnaði snúast um að hlífa lægst launuðu hópunum á meðan hærra launaðir axli þyngri byrðar. BHM tók undir þessi sjónarmið hins opinbera við gerð stöðugleikasáttmála með vísan til þeirra stærða sem þá voru til skoðunar, nefnilega að laun upp að 210-220 þúsundum yrðu hækkuð ef svigrúm leyfði.Strax þarna mátti segja að þeir launahærri létu af hendi rakna, enda þeim ætlað að glíma aðstoðarlaust við minnkandi kaupmátt. Ríkið og flest sveitarfélög hafa lagt fram áherslur í skerðingu kjara þeirra hærra launuðu sem beita skal ef nauðsyn krefur. Ríkið setti 400 þúsund króna heildarlaun sem viðmið og hafa sambærileg mörk verið ívið lægri hjá sveitarfélögum.Báðir aðilar leggja til grundvallar að hærri laun skerðist meira en þau lægri. Í öllum tilfellum getur skerðing aðeins náð til ráðningartengdra kjara sem ekki er samið um í kjarasamningi eða stofnanasamningum.Í síðustu kjarasamningum ríkisins við ASÍ og BSRB teygðu launahækkanir sig upp að 310 þúsundum. Þar með var bilið milli skilgreindra lágra og hárra tekna þrengt allverulega, enda annars vegar um að ræða 310 þúsund króna grunnlaun og hins vegar 400 þúsund króna heildarlaun. Samkvæmt viðmiðum hins opinbera í aðhaldsaðgerðum teljast flestir háskólamenntaðir launamenn þola skerðingar, eða í það minnsta frystingu launa. Þetta viðhorf leiðir til þess að menntun, þekking og fagmennska er gengisfelld.BHM varar við þessari þróun og krefst þess að stjórnvöld gæti þess að ekki fjari undan fagmennsku og mannauði við niðurskurð. Ummæli Ögmundar Jónassonar, þá heilbrigðisráðherra, í Fréttablaðinu hinn 23. september síðastliðinn, um að hann hygðist við niðurskurð sérstaklega vernda störf og kjör þeirra sem lægri laun hefðu, vöktu undirritaða til umhugsunar um sýn ráðamanna á þjónustu hins opinbera, ef fagmenntun gæti á einhverjum tímapunkti orðið of dýr í þeirra huga til að standa um hana vörð.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kallar stighækkandi álögur og skerðingar upp eftir tekjustiganum réttláta og sanngjarna stefnu sem fylgi norrænni fyrirmynd. Í slíkum skilgreiningum saknar BHM umfjöllunar um verðmæti þekkingar sem vissulega er aðalsmerki norræns velferðarkerfis og ekki síður metnaðar fyrir hönd fagmennsku í opinberri þjónustu. Samfélagsþjónusta?Meðal leiða sem opinberir aðilar sjá færar til að draga úr launakostnaði er að minnka greiðslur fyrir yfirvinnu. Það er afstaða BHM að þegar yfirvinnugreiðslur skulu skertar, þurfi samsvarandi skerðing vinnuframlags að koma fram. Það sé með öðrum orðum ekki hægt að krefja starfsmann um vinnuframlag sem ekki stendur til að greiða fyrir.Í umræðu um niðurskurð og aukna tekjuöflun hins opinbera virðast tveir aðilar áberandi aflögufærir, lífeyrissjóðir og millitekjufólk. Hafa ber í huga að skuldsetning fólks helst oft í hendur við tekjur. Heimili sem áður höfðu svigrúm í fjármálum sínum og jafnvægi milli tekna og greiðslubyrði eru nú mörg komin á ystu nöf.Ef sífellt verður þrengt að heimilum með meðaltekjur, þannig að ráðstöfunartekjur fólks með framhaldsmenntun verði umtalsvert lægri en í þeim löndum sem næst okkur liggja, er yfirvofandi atgervisflótti. Fólki í framhaldsnámi erlendis verður gert ókleift að flytjast heim og þanþol háskólamenntaðra launamanna er ekki takmarkalaust.Allt frá hruninu síðastliðið haust hafa ráðamenn hampað því að Ísland búi yfir auðlindum sem fleyta muni þjóðinni gegnum erfiðleikaskeið, þar á meðal menntun og mannauði. Varla getur talist ásættanlegt að slíkar auðlindir verði á næstu árum í auknum mæli nýttar og ávaxtaðar fjarri Íslands ströndum.Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun