Tekjur upp um 18 milljarða, gjöld jukust um 65 milljarða 1. október 2009 14:44 Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 79 milljarða kr., sem er 95 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust 18 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 65 milljarða kr. Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins voru rúmlega 276 milljarða kr. sem er 18 milljarða kr. minna en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að tekjur tímabilsins yrðu rúmlega 282 milljarðar kr. og er frávikið því neikvætt um 6 milljarða kr. Þetta kemur fram í greinargerð með greiðsluafkomu ríkissjóðs sem birt hefur verið á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Innheimtan hefur verið minni en reiknað var með í áætlun fjárlaga allt frá ársbyrjun. Frávikið það sem af er ári er þó minna nú en áður þar sem innheimta ágústmánaðar var óvenjumikil eða 49,4 milljarða kr. Tvær meginskýringar eru á því: Eindagi fjármagnstekjuskatts af staðgreiðsluskyldum fjármagnstekjum á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins var í byrjun ágúst. Hin skýringin á mikilli innheimtu í ágústmánuði liggur í innheimtu virðisaukaskatts Virðisaukaskattur, sem er stærsti hluti veltuskattanna, nam 16,1 milljarði kr. í ágúst sem er hið langmesta í einum mánuði frá ársbyrjun. Árstíðarbundin sveifla tengd neyslu ferðamanna er óvenjusterk í ár vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna og meiri ferðalaga Íslendinga innanlands en undanfarin sumur. Greidd gjöld nema 346,7 milljarði kr. og hækka um 64,8 milljarða kr. frá fyrra ári, eða 23%. Milli ára hækka vaxtagjöld ríkissjóðs mest eða 22,7 milljarða kr. Þá hækkuðu útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála um 20 milljarða kr. sem skýrist að mestu með 15,5 milljarða kr. hækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára, 3,3 milljarða kr. hækkun á vaxtabótum og 1,1 ma.kr. hækkun á barnabótum. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,5 milljarða kr. milli ára þar sem útgjöld til Sjúkratrygginga skýra 6,3 milljarð kr. Útgjöld til menntamála aukast um 2,9 milljarða kr. þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um 1,1 milljarð kr. milli ára og útgjöld til framhaldsskóla um 1,8 milljarð kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 2,7 milljarða kr. og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 0,6 milljarð kr. og Hafnarbótasjóður 1,0 milljarð kr. Þá aukast útgjöld til Ábyrgðasjóðs launa um 646 milljónir króna á milli ára. Útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála aukast um 2,0 milljarða kr. milli ára þar sem fjárfesting Landhelgissjóðs í varðskipi og flugvél skýra aukninguna að langstærstu leyti. Breytingar í öðrum málaflokkum eru minni en þau sem áður hafa verið talin. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 79 milljarða kr., sem er 95 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust 18 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 65 milljarða kr. Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins voru rúmlega 276 milljarða kr. sem er 18 milljarða kr. minna en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að tekjur tímabilsins yrðu rúmlega 282 milljarðar kr. og er frávikið því neikvætt um 6 milljarða kr. Þetta kemur fram í greinargerð með greiðsluafkomu ríkissjóðs sem birt hefur verið á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Innheimtan hefur verið minni en reiknað var með í áætlun fjárlaga allt frá ársbyrjun. Frávikið það sem af er ári er þó minna nú en áður þar sem innheimta ágústmánaðar var óvenjumikil eða 49,4 milljarða kr. Tvær meginskýringar eru á því: Eindagi fjármagnstekjuskatts af staðgreiðsluskyldum fjármagnstekjum á fyrstu tveimur ársfjórðungum ársins var í byrjun ágúst. Hin skýringin á mikilli innheimtu í ágústmánuði liggur í innheimtu virðisaukaskatts Virðisaukaskattur, sem er stærsti hluti veltuskattanna, nam 16,1 milljarði kr. í ágúst sem er hið langmesta í einum mánuði frá ársbyrjun. Árstíðarbundin sveifla tengd neyslu ferðamanna er óvenjusterk í ár vegna mikils fjölda erlendra ferðamanna og meiri ferðalaga Íslendinga innanlands en undanfarin sumur. Greidd gjöld nema 346,7 milljarði kr. og hækka um 64,8 milljarða kr. frá fyrra ári, eða 23%. Milli ára hækka vaxtagjöld ríkissjóðs mest eða 22,7 milljarða kr. Þá hækkuðu útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála um 20 milljarða kr. sem skýrist að mestu með 15,5 milljarða kr. hækkun útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára, 3,3 milljarða kr. hækkun á vaxtabótum og 1,1 ma.kr. hækkun á barnabótum. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,5 milljarða kr. milli ára þar sem útgjöld til Sjúkratrygginga skýra 6,3 milljarð kr. Útgjöld til menntamála aukast um 2,9 milljarða kr. þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um 1,1 milljarð kr. milli ára og útgjöld til framhaldsskóla um 1,8 milljarð kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 2,7 milljarða kr. og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 0,6 milljarð kr. og Hafnarbótasjóður 1,0 milljarð kr. Þá aukast útgjöld til Ábyrgðasjóðs launa um 646 milljónir króna á milli ára. Útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála aukast um 2,0 milljarða kr. milli ára þar sem fjárfesting Landhelgissjóðs í varðskipi og flugvél skýra aukninguna að langstærstu leyti. Breytingar í öðrum málaflokkum eru minni en þau sem áður hafa verið talin.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira