Lýsing á heimilum – gló- eða flúrlýsing? 1. október 2009 06:00 Sólin er sá ljósgjafi sem sjón mannsins hefur þróast við frá upphafi. Þar með hlýtur sólin að vera sá ljósgjafi sem best er til þess fallinn að lýsa manninum við hvers kyns sjónstarf. Og þar af leiðir að sá raf-ljósgjafi sem mest líkist sólarljósinu hlýtur því að vera sá heppilegasti af þeirri gerð til að lýsa heimili okkar. Glóperan framleiðir ljós með sömu aðferð og sólin; hitar efni þar til það fer að glóa og sendir þannig frá sér ljós. Það hlýtur þar með að vera óumdeilanlegt að engin önnur aðferð gerir betur. Við getum hins vegar framleitt ódýrara ljós, en er það betra ef það hefur þann eina kost að vera ódýrara? Arnar Þór Hafþórsson forstöðumaður lýsingarsviðs hjá Jóhanni Ólafssyni hf. svarar Kristjáni Kristjánssyni lýsingarhönnuði hjá Lumex sem hafði í grein bent á ótvíræða kosti glóperunnar umfram sparperuna. Og Arnar Þór er ekki sömu skoðunar og Kristján. Mig langar til að leggja þar orð í belg vegna þess að ég hef áhyggjur af þeirri forsjárhyggju sem felst í því að banna glóperuna á þeim forsendum að mögulegt sé að framleiða ljós á ódýrari (ekki endilega hagkvæmari) hátt. Það er kannski rétt að velta fyrir sér spurningunni, hvað er sparpera? Sparpera er ljósgjafi sem framleiðir ljós með því að hleypa rafstraumi um kvikasilfurgufu. Sem sagt kvikasilfurpera. En það er ekki nóg. Til þess að flytja afl kvikasilfurperunnar upp í bylgjulengdir sem augað skynjar sem sýnilegt ljós þarf að húða glerveggi hennar með flúrdufti. Þessari peru sem heitir Compact fluor lamp á ensku, smáflúrpera á íslensku, hefur markaðurinn valið söluvænna heiti, sparpera, og dregur það heiti fram eina kost hennar fram yfir glóperu. Sparnaður er sem sagt eini kosturinn sem smáflúrperan hefur fram yfir glóperu. Við þekkjum öll auglýsingar um útsölu sem segir keyptu og sparaðu 30%. Þess vegna spyrjum við: Hvað kostar sá sparnaður að skipta frá glóperu í smáflúrperu? Því svarar forstöðumaður lýsingarsviðs Jóhanns Ólafssonar sem flytur inn Osram ljósgjafa þannig: 1. Kvikasilfurmagn smáflúrpípu frá gæðaframleiðanda (*sic) er aðeins 2,5-3 mg. Hann getur ekki um það hvert magnið er í smáflúrperum frá þeim sem ekki eru gæðaframleiðendur og hann getur þess heldur ekki hve mikil framleiðsla þessara gæðaframleiðenda er í hlutfalli við hina sem ekki eru gæðaframleiðendur. 2. Forstöðumaðurinn bendir á að við framleiðslu glóperu myndist kvikasilfurútblástur sem sé tvöfalt meiri en kvikasilfur-innihald smáflúrperu að viðbættum kvikasilfurútblæstri við framleiðslu hennar. Einnig fullyrðir hann að smáflúrpípur dugi 6-20 sinnum lengur (er þetta munurinn á gæðaframleiðendum og hinum)? og hljóti því að vera 6-20 sinnum ódýrari í framleiðslu. Þessa fullyrðingu rökstyður hann að sjálfsögðu ekki, en ég vil leyfa mér að draga þessa fullyrðingu forstöðumannsins í efa. Glópera samanstendur af glerhylki, wolfram-glóþræði og málmi í leiðurum og sökkli, ásamt postulíni til einangrunar. Smáflúrpípan er gerð úr þessum sömu efnum, en auk þess flúrdufti og kvikasilfri. Þar fyrir utan þarf efni í straumfestu fyrir smáflúrperuna en í hana eru notuð plastefni og ýmsar málmtegundir, jafnvel þungmálmar. Þá er rétt að það komi fram að gjarnan er miðað við kínverskt kola- eða koxorkuver þegar dregnar eru fram neikvæðar hliðar á notkun raforku við framleiðslu glóperunnar. 3. Förgun kvikasilfursins er í litlu frábrugðin annarri förgun, s.s. á rafhlöðum og hitamælum og öðrum óhollum heimilisvörum, hverjar sem þær eru nú að mati forstöðumannsins. Sannleikurinn er nú samt sá að flúrperur eru í flestum tilfellum einfaldlega bara brotnar og urðaðar. 4. Rétt er að hafa í huga, segir Arnar Þór um almenna mengun og umhverfisvernd, að ein smáflúrpípa endist á við tíu glóperur (áður 6-20). Það er þó rétt að bæta því við að ljósafl smáflúrperunnar sem skráð er utan á pakkanum er það ljósafl sem peran býr yfir í upphafi notkunar. Síðan minnkar aflið allan endingartíma perunnar. Ljósgæði smáflúrpípunnar eru umtalsvert minni en glóperunnar sem þó er hægt að bæta að einhverju marki en þá á kostnað nýtninnar. Tap í straumfestu, sem er nauðsynlegur fylgihluti smáflúrpípunnar, er ekki tekin með í upplýsingum um orkunotkun hennar. Það kæmi mér þess vegna ekki á óvart að sparnaðurinn væri óverulegur þegar allt er tekið til, og jafnvel enginn á smáflúrpípum frá framleiðendum sem ekki flokkast undir skilgreiningu forstöðumanns lýsingarsviðs hjá Jóhanni Ólafssyni sem gæðaframleiðendur. 5. Að lokum segir forstöðumaðurinn. „Þó að Ísland búi við vistvænan orkuiðnað erum við ekki einir í heiminum. Okkar framlag skiptir máli. Svo sparar þetta bara mikinn pening!" Þá spyr ég. Er þá ekki réttara að byrja okkar framlag á virkilegri orkusóun og farga Landkrúserunum og flytja okkur niður á Yaris, já eða kannski bara strætó? Góð lýsing snýst ekki um fjármuni. Góð lýsing snýst um bætta lífshætti og fágun. Góð lýsing er ein af þeim aðstæðum sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að skapa blæ fyrir fagurt umhverfi og vellíðan. Eiginleika til að ná því markmiði hefur glóperan að geyma en kvikasilfur smáflúrpípan miklu síður. Þessir eiginleikar felast í samfelldu litrófi sem er frumskilyrði góðrar litarendurgjafar, mildum ljóslit (2700K) sem hentar vel á heimilum og auðveldri ljósstýringu. Þessir eiginleikar prýða því miður ekki smáflúrpípuna. Framtíðinni fylgir þróun. En sú þróun verður að vera til góðs og henni þarf að fylgja skilningur á þeim verðmætum sem fortíðin hefur fært okkur. Enginn ljósgjafi er alfullkominn. Þegar og ef smáflúrpípan hefur sannað ótvíræða kosti sína fram yfir glóperuna þarf ekkert bann. Markaðslögmálið sér einfaldlega um það hvaða ljósgjafi lifir og hvaða ljósgjafi deyr. Því miður eru stjórnmálamenn og embættismenn hér á villigötum eins og svo víða annarsstaðar. En verst er þó þegar fagmenn éta hugsunarlaust eftir þeim óvitaskapinn. Lýsingarhönnuðir og ljóstæknimenn hér á landi eins og um allan heim fylgjast grannt með þessari þróun. Dæmi um það er að Verkfræðistofan Verkís stendur fyrir opnu málþingi sem nefnist Ljósgæði - Lífsgæði í Laugardalshöll, sal 3 þriðjudaginn 13. október kl. 13.00. Þar verða fyrirlesarar fjórir af þekktustu ljóstæknimönnum heims; dr. Brainard sem er taugalæknir og ráðgjafi hjá NASA, Metre Madsen dagsbirtuarkitekt, Kevin Show lýsingarhönnuður og Martin Lupton, formaður samtaka lýsingarhönnuða PLADA. Höfundur er lýsingarráðgjafi hjá Epal hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sólin er sá ljósgjafi sem sjón mannsins hefur þróast við frá upphafi. Þar með hlýtur sólin að vera sá ljósgjafi sem best er til þess fallinn að lýsa manninum við hvers kyns sjónstarf. Og þar af leiðir að sá raf-ljósgjafi sem mest líkist sólarljósinu hlýtur því að vera sá heppilegasti af þeirri gerð til að lýsa heimili okkar. Glóperan framleiðir ljós með sömu aðferð og sólin; hitar efni þar til það fer að glóa og sendir þannig frá sér ljós. Það hlýtur þar með að vera óumdeilanlegt að engin önnur aðferð gerir betur. Við getum hins vegar framleitt ódýrara ljós, en er það betra ef það hefur þann eina kost að vera ódýrara? Arnar Þór Hafþórsson forstöðumaður lýsingarsviðs hjá Jóhanni Ólafssyni hf. svarar Kristjáni Kristjánssyni lýsingarhönnuði hjá Lumex sem hafði í grein bent á ótvíræða kosti glóperunnar umfram sparperuna. Og Arnar Þór er ekki sömu skoðunar og Kristján. Mig langar til að leggja þar orð í belg vegna þess að ég hef áhyggjur af þeirri forsjárhyggju sem felst í því að banna glóperuna á þeim forsendum að mögulegt sé að framleiða ljós á ódýrari (ekki endilega hagkvæmari) hátt. Það er kannski rétt að velta fyrir sér spurningunni, hvað er sparpera? Sparpera er ljósgjafi sem framleiðir ljós með því að hleypa rafstraumi um kvikasilfurgufu. Sem sagt kvikasilfurpera. En það er ekki nóg. Til þess að flytja afl kvikasilfurperunnar upp í bylgjulengdir sem augað skynjar sem sýnilegt ljós þarf að húða glerveggi hennar með flúrdufti. Þessari peru sem heitir Compact fluor lamp á ensku, smáflúrpera á íslensku, hefur markaðurinn valið söluvænna heiti, sparpera, og dregur það heiti fram eina kost hennar fram yfir glóperu. Sparnaður er sem sagt eini kosturinn sem smáflúrperan hefur fram yfir glóperu. Við þekkjum öll auglýsingar um útsölu sem segir keyptu og sparaðu 30%. Þess vegna spyrjum við: Hvað kostar sá sparnaður að skipta frá glóperu í smáflúrperu? Því svarar forstöðumaður lýsingarsviðs Jóhanns Ólafssonar sem flytur inn Osram ljósgjafa þannig: 1. Kvikasilfurmagn smáflúrpípu frá gæðaframleiðanda (*sic) er aðeins 2,5-3 mg. Hann getur ekki um það hvert magnið er í smáflúrperum frá þeim sem ekki eru gæðaframleiðendur og hann getur þess heldur ekki hve mikil framleiðsla þessara gæðaframleiðenda er í hlutfalli við hina sem ekki eru gæðaframleiðendur. 2. Forstöðumaðurinn bendir á að við framleiðslu glóperu myndist kvikasilfurútblástur sem sé tvöfalt meiri en kvikasilfur-innihald smáflúrperu að viðbættum kvikasilfurútblæstri við framleiðslu hennar. Einnig fullyrðir hann að smáflúrpípur dugi 6-20 sinnum lengur (er þetta munurinn á gæðaframleiðendum og hinum)? og hljóti því að vera 6-20 sinnum ódýrari í framleiðslu. Þessa fullyrðingu rökstyður hann að sjálfsögðu ekki, en ég vil leyfa mér að draga þessa fullyrðingu forstöðumannsins í efa. Glópera samanstendur af glerhylki, wolfram-glóþræði og málmi í leiðurum og sökkli, ásamt postulíni til einangrunar. Smáflúrpípan er gerð úr þessum sömu efnum, en auk þess flúrdufti og kvikasilfri. Þar fyrir utan þarf efni í straumfestu fyrir smáflúrperuna en í hana eru notuð plastefni og ýmsar málmtegundir, jafnvel þungmálmar. Þá er rétt að það komi fram að gjarnan er miðað við kínverskt kola- eða koxorkuver þegar dregnar eru fram neikvæðar hliðar á notkun raforku við framleiðslu glóperunnar. 3. Förgun kvikasilfursins er í litlu frábrugðin annarri förgun, s.s. á rafhlöðum og hitamælum og öðrum óhollum heimilisvörum, hverjar sem þær eru nú að mati forstöðumannsins. Sannleikurinn er nú samt sá að flúrperur eru í flestum tilfellum einfaldlega bara brotnar og urðaðar. 4. Rétt er að hafa í huga, segir Arnar Þór um almenna mengun og umhverfisvernd, að ein smáflúrpípa endist á við tíu glóperur (áður 6-20). Það er þó rétt að bæta því við að ljósafl smáflúrperunnar sem skráð er utan á pakkanum er það ljósafl sem peran býr yfir í upphafi notkunar. Síðan minnkar aflið allan endingartíma perunnar. Ljósgæði smáflúrpípunnar eru umtalsvert minni en glóperunnar sem þó er hægt að bæta að einhverju marki en þá á kostnað nýtninnar. Tap í straumfestu, sem er nauðsynlegur fylgihluti smáflúrpípunnar, er ekki tekin með í upplýsingum um orkunotkun hennar. Það kæmi mér þess vegna ekki á óvart að sparnaðurinn væri óverulegur þegar allt er tekið til, og jafnvel enginn á smáflúrpípum frá framleiðendum sem ekki flokkast undir skilgreiningu forstöðumanns lýsingarsviðs hjá Jóhanni Ólafssyni sem gæðaframleiðendur. 5. Að lokum segir forstöðumaðurinn. „Þó að Ísland búi við vistvænan orkuiðnað erum við ekki einir í heiminum. Okkar framlag skiptir máli. Svo sparar þetta bara mikinn pening!" Þá spyr ég. Er þá ekki réttara að byrja okkar framlag á virkilegri orkusóun og farga Landkrúserunum og flytja okkur niður á Yaris, já eða kannski bara strætó? Góð lýsing snýst ekki um fjármuni. Góð lýsing snýst um bætta lífshætti og fágun. Góð lýsing er ein af þeim aðstæðum sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að skapa blæ fyrir fagurt umhverfi og vellíðan. Eiginleika til að ná því markmiði hefur glóperan að geyma en kvikasilfur smáflúrpípan miklu síður. Þessir eiginleikar felast í samfelldu litrófi sem er frumskilyrði góðrar litarendurgjafar, mildum ljóslit (2700K) sem hentar vel á heimilum og auðveldri ljósstýringu. Þessir eiginleikar prýða því miður ekki smáflúrpípuna. Framtíðinni fylgir þróun. En sú þróun verður að vera til góðs og henni þarf að fylgja skilningur á þeim verðmætum sem fortíðin hefur fært okkur. Enginn ljósgjafi er alfullkominn. Þegar og ef smáflúrpípan hefur sannað ótvíræða kosti sína fram yfir glóperuna þarf ekkert bann. Markaðslögmálið sér einfaldlega um það hvaða ljósgjafi lifir og hvaða ljósgjafi deyr. Því miður eru stjórnmálamenn og embættismenn hér á villigötum eins og svo víða annarsstaðar. En verst er þó þegar fagmenn éta hugsunarlaust eftir þeim óvitaskapinn. Lýsingarhönnuðir og ljóstæknimenn hér á landi eins og um allan heim fylgjast grannt með þessari þróun. Dæmi um það er að Verkfræðistofan Verkís stendur fyrir opnu málþingi sem nefnist Ljósgæði - Lífsgæði í Laugardalshöll, sal 3 þriðjudaginn 13. október kl. 13.00. Þar verða fyrirlesarar fjórir af þekktustu ljóstæknimönnum heims; dr. Brainard sem er taugalæknir og ráðgjafi hjá NASA, Metre Madsen dagsbirtuarkitekt, Kevin Show lýsingarhönnuður og Martin Lupton, formaður samtaka lýsingarhönnuða PLADA. Höfundur er lýsingarráðgjafi hjá Epal hf.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar