Sáttmáli um yfirfæranlegt tap almennings 1. október 2009 05:45 Það er ljóst að æ fleiri almennir borgarar eiga í greiðsluerfiðleikum, hvort sem um ræðir íbúðalán eða lán til neyslu. Vandinn er stór og enn hefur engin fær leið fundist sem leysir vandann sársaukalaust. Við, skattborgararnir, munum í öllum tilvikum borga þennan bannsetta brúsa, hvort sem það er í gegnum eiginfjármögnun bankakerfisins eða með beinni skattheimtu gegnum velferðarkerfið. Það er engin ókeypis töfralausn til. Við verðum að borga skuldir þjóðarinnar. Vandinn minnkar ekki við að flýja land. Eini kosturinn er að taka á þessu eins og fullorðið fólk, sem samhent þjóð í sjálfstæðu ríki. Eftir raunverulegar náttúruhamfarir er hjálp veitt úr sameiginlegum viðlagasjóði þjóðarinnar. Þessi sjóður er fjármagnaður af skattfé okkar til að bæta þann skaða sem einstaklingar urðu fyrir, skaða sem ekki með nokkru móti getur talist sjálfskapaður. Rétt eins og við, í sameiningu, greiðum kostnað þeirra sem lenda í alvarlegum slysum eða fá illvíga sjúkdóma án þess að spyrja um lífsstíl eða ábyrgð viðkomandi, þá verðum við nú, í sameiningu, að bæta öllum sinn skaða án þess að spyrja hvort lánin voru nauðsynleg eða ekki. Það er til leið sem spyr ekki um ástæður vandans en gengur langt til að leysa hann og tryggir jafnframt ákveðið réttlæti. Stór og smá fyrirtæki hafa notað sér þessa leið með löglegum hætti og í fullkominni sátt við skattyfirvöld og samfélagið. Á skattamáli heitir þetta „ónotað og yfirfæranlegt tap“ sem fyrirtækjum er leyfilegt að nýta sér í allt að 10 ár til frádráttar frá hagnaði af rekstri. Nú er kominn tími til að almenningur njóti reynslu viðskiptalífsins. Framkvæmdin yrði þessi: Alþingi setur sérstök „Lög um samhjálp vegna efnahagserfiðleika“ þess efnis að sérstakur skattur er lagður á þá sem a) eru aflögufærir og b) þurfa ekki sértæka aðstoð vegna greiðsluvanda. Þessi skattur yrði lagður á í 10 ár og sérmerktur í skattframtali ekki ósvipað og framlagið í framkvæmdasjóð aldraðra sem allir þurfa að greiða óháð aldri. Þeir sem þurfa aðstoð, niðurfellingu skulda eða greiðsluhjálp munu fá raunverulega hjálp sem kemur í veg fyrir að þeir missi húsnæði sitt. Þeir sem borga skattinn munu í staðinn fá sitt réttlæti, nefnilega að færa t.d. 80 prósent af upphæðinni sem „ónotað yfirfæranlegt tap“ í skattframtali sínu, tap sem þeir geta svo nýtt til skattafrádráttar á móti skattstofni sínum eftir 10 ár, árlega í alls 10 ár þar á eftir. Upphæðin yrði tengd launavísitölu en vaxtalaus að öðru leyti. Kosturinn við þessa lausn er að hún þarfnast ekki gjaldeyris, hún tekur á vandanum strax (hægt að innheimta þetta nú þegar við staðgreiðslu launa) og þegar 10 ár eru liðin mun þetta „ónotaða og yfirfæranlega tap“ virka sem innspýting í hagkerfið, í formi aukinnar neyslu. Þetta er ekki frestun á vandanum og þetta er ekki töfralausn því hún kostar peninga, mikla peninga. Þetta er hinsvegar sáttmáli um samhjálp, nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel af óblíðum kynnum okkar við náttúruöfl landsins gegnum tíðina. Greinarhöfundur er, eins og fjölmargir samborgarar hans, enn aflögufær, þarf ekki (enn sem komið er) aðstoð þrátt fyrir íbúðalán og naut að takmörkuðu leyti margnefnds „góðæris“. Hann er tilbúinn að borga slíkan sértækan skatt til að létta byrðarnar, líka byrðar þeirra sem hægt er að sýna fram á að fóru offari í lántökum og neyslu og með enn glaðara geði mun hann borga svona skatt ef hann fær að njóta þess réttlætis sem felst í framangreindri lausn. Höfundur er verkefnastjóri Hugals ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að æ fleiri almennir borgarar eiga í greiðsluerfiðleikum, hvort sem um ræðir íbúðalán eða lán til neyslu. Vandinn er stór og enn hefur engin fær leið fundist sem leysir vandann sársaukalaust. Við, skattborgararnir, munum í öllum tilvikum borga þennan bannsetta brúsa, hvort sem það er í gegnum eiginfjármögnun bankakerfisins eða með beinni skattheimtu gegnum velferðarkerfið. Það er engin ókeypis töfralausn til. Við verðum að borga skuldir þjóðarinnar. Vandinn minnkar ekki við að flýja land. Eini kosturinn er að taka á þessu eins og fullorðið fólk, sem samhent þjóð í sjálfstæðu ríki. Eftir raunverulegar náttúruhamfarir er hjálp veitt úr sameiginlegum viðlagasjóði þjóðarinnar. Þessi sjóður er fjármagnaður af skattfé okkar til að bæta þann skaða sem einstaklingar urðu fyrir, skaða sem ekki með nokkru móti getur talist sjálfskapaður. Rétt eins og við, í sameiningu, greiðum kostnað þeirra sem lenda í alvarlegum slysum eða fá illvíga sjúkdóma án þess að spyrja um lífsstíl eða ábyrgð viðkomandi, þá verðum við nú, í sameiningu, að bæta öllum sinn skaða án þess að spyrja hvort lánin voru nauðsynleg eða ekki. Það er til leið sem spyr ekki um ástæður vandans en gengur langt til að leysa hann og tryggir jafnframt ákveðið réttlæti. Stór og smá fyrirtæki hafa notað sér þessa leið með löglegum hætti og í fullkominni sátt við skattyfirvöld og samfélagið. Á skattamáli heitir þetta „ónotað og yfirfæranlegt tap“ sem fyrirtækjum er leyfilegt að nýta sér í allt að 10 ár til frádráttar frá hagnaði af rekstri. Nú er kominn tími til að almenningur njóti reynslu viðskiptalífsins. Framkvæmdin yrði þessi: Alþingi setur sérstök „Lög um samhjálp vegna efnahagserfiðleika“ þess efnis að sérstakur skattur er lagður á þá sem a) eru aflögufærir og b) þurfa ekki sértæka aðstoð vegna greiðsluvanda. Þessi skattur yrði lagður á í 10 ár og sérmerktur í skattframtali ekki ósvipað og framlagið í framkvæmdasjóð aldraðra sem allir þurfa að greiða óháð aldri. Þeir sem þurfa aðstoð, niðurfellingu skulda eða greiðsluhjálp munu fá raunverulega hjálp sem kemur í veg fyrir að þeir missi húsnæði sitt. Þeir sem borga skattinn munu í staðinn fá sitt réttlæti, nefnilega að færa t.d. 80 prósent af upphæðinni sem „ónotað yfirfæranlegt tap“ í skattframtali sínu, tap sem þeir geta svo nýtt til skattafrádráttar á móti skattstofni sínum eftir 10 ár, árlega í alls 10 ár þar á eftir. Upphæðin yrði tengd launavísitölu en vaxtalaus að öðru leyti. Kosturinn við þessa lausn er að hún þarfnast ekki gjaldeyris, hún tekur á vandanum strax (hægt að innheimta þetta nú þegar við staðgreiðslu launa) og þegar 10 ár eru liðin mun þetta „ónotaða og yfirfæranlega tap“ virka sem innspýting í hagkerfið, í formi aukinnar neyslu. Þetta er ekki frestun á vandanum og þetta er ekki töfralausn því hún kostar peninga, mikla peninga. Þetta er hinsvegar sáttmáli um samhjálp, nokkuð sem við Íslendingar þekkjum vel af óblíðum kynnum okkar við náttúruöfl landsins gegnum tíðina. Greinarhöfundur er, eins og fjölmargir samborgarar hans, enn aflögufær, þarf ekki (enn sem komið er) aðstoð þrátt fyrir íbúðalán og naut að takmörkuðu leyti margnefnds „góðæris“. Hann er tilbúinn að borga slíkan sértækan skatt til að létta byrðarnar, líka byrðar þeirra sem hægt er að sýna fram á að fóru offari í lántökum og neyslu og með enn glaðara geði mun hann borga svona skatt ef hann fær að njóta þess réttlætis sem felst í framangreindri lausn. Höfundur er verkefnastjóri Hugals ehf.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun