Aðlögun 1. október 2009 06:00 Síðustu árin fyrir hrun lifði íslenska þjóðin um efni fram. Að okkur var haldið erlendu lánsfé, innistæðulaust framboð húsnæðislána einkabanka ýttu undir verðbólgu og eftirspurn og rangar aðgerðir stjórnvalda í skattalækkunum og fjárfestingu kyntu svo enn undir bólunni. Allt þetta hrundi svo á okkur fyrir réttu ári síðan. Fram undan er sársaukafull aðlögun að veruleikanum. Heimilin hafa verið hart leikin og tímabært að koma þeim til aðstoðar. Þær hugmyndir sem ríkisstjórnin kynnir um þessar mundir miða að því að létta fólki greiðslubyrðina og aðstoða heimilin við að komast í gegnum núverandi stöðu, þ.e. háa stöðu lána og lágt mat á eignum. Verði ástandið viðvarandi mun svo koma til afskriftar. Í samvinnu bankakerfis og fyrirtækja er einnig fram undan umfangsmikil aðlögun í einkageiranum. Laga þarf greiðslubyrði lífvænlegra fyrirtækja að getu þeirra til að standa í skilum. Nú er á lokastigum samningaumleitanir sem skýrir eignarhald bankanna. Þá mun staða þeirra skýrast og um leið sjálfstraust starfsmanna til ákvarðana aukast. Það er mikilvægt fyrir alla að fjárfestingar fari aftur að aukast í atvinnulífinu og það tekst ekki nema með samvinnu banka og einkafyrirtækja. Sársaukafull aðlögun er einnig fram undan hjá ríkissjóði. Frá árinu 2008 til 2009 hafa tekjur og gjöld ríkissjóðs versnað til muna. Tekjur hafa minnkað úr 463 milljörðum í 408 milljarða þegar gjöld hafa vaxið úr 485 milljörðum í 580 milljarða. Árið 2009 er því ríkissjóður rekinn með rúmlega 400 milljón króna halla á dag. Slíkur hallarekstur í ár og næstu ár kostar sitt (alls um 345 milljarðar), því hann þarf að fjármagna með lánum. Þessu til viðbótar þurfti ríkissjóður að koma gjaldþrota Seðlabanka til aðstoðar í vetur með ríflega 300 milljarða framlagi. (Af því má sjá að Icesave-skuldin (170-300 milljarðar) er þó ekki meira en 20-30 prósent af heildarskuldum ríkisins.) Að standa í skilum með þessi lán og önnur er ríkið að greiða um 100 milljarða í vexti á þessu ári og því næsta. Þannig fer fjórða hver króna af tekjum ríkisins í vaxtagjöld. Þessu mætti líkja við að fjórða hver króna í tekjum heimilisins færi í að greiða vexti af yfirdrætti. Ef ríkið mun ekki fara í sársaukafulla aðlögun að veruleikanum og skera niður útgjöld sín umtalsvert á næstu árum, og auka tekjur sínar, er ljóst að við erum að velta kostnaðinum af skuldsetningu okkar yfir á næstu kynslóðir. Þannig er ljóst að takist okkur ekki að aðlaga rekstur ríkisins á næstu árum, munum við festast með alltof stórt hlutfall tekna okkar í greiðslu vaxtakostnaðar og þannig ýta vandamálunum á undan okkur. Fyrir slíka pólitík vil ég ekki standa. Að lokum þetta: Gleymum því ekki að þrátt fyrir mikinn niðurskurð í þjónustu munum við á Íslandi áfram búa við eitt besta mennta-, heilbrigðis- og félagslega kerfi í heiminum. Og þrátt fyrir að skatttekjur ríkisins muni þurfa að aukast, munu tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja vera með þeim lægstu á Norðurlöndunum. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Síðustu árin fyrir hrun lifði íslenska þjóðin um efni fram. Að okkur var haldið erlendu lánsfé, innistæðulaust framboð húsnæðislána einkabanka ýttu undir verðbólgu og eftirspurn og rangar aðgerðir stjórnvalda í skattalækkunum og fjárfestingu kyntu svo enn undir bólunni. Allt þetta hrundi svo á okkur fyrir réttu ári síðan. Fram undan er sársaukafull aðlögun að veruleikanum. Heimilin hafa verið hart leikin og tímabært að koma þeim til aðstoðar. Þær hugmyndir sem ríkisstjórnin kynnir um þessar mundir miða að því að létta fólki greiðslubyrðina og aðstoða heimilin við að komast í gegnum núverandi stöðu, þ.e. háa stöðu lána og lágt mat á eignum. Verði ástandið viðvarandi mun svo koma til afskriftar. Í samvinnu bankakerfis og fyrirtækja er einnig fram undan umfangsmikil aðlögun í einkageiranum. Laga þarf greiðslubyrði lífvænlegra fyrirtækja að getu þeirra til að standa í skilum. Nú er á lokastigum samningaumleitanir sem skýrir eignarhald bankanna. Þá mun staða þeirra skýrast og um leið sjálfstraust starfsmanna til ákvarðana aukast. Það er mikilvægt fyrir alla að fjárfestingar fari aftur að aukast í atvinnulífinu og það tekst ekki nema með samvinnu banka og einkafyrirtækja. Sársaukafull aðlögun er einnig fram undan hjá ríkissjóði. Frá árinu 2008 til 2009 hafa tekjur og gjöld ríkissjóðs versnað til muna. Tekjur hafa minnkað úr 463 milljörðum í 408 milljarða þegar gjöld hafa vaxið úr 485 milljörðum í 580 milljarða. Árið 2009 er því ríkissjóður rekinn með rúmlega 400 milljón króna halla á dag. Slíkur hallarekstur í ár og næstu ár kostar sitt (alls um 345 milljarðar), því hann þarf að fjármagna með lánum. Þessu til viðbótar þurfti ríkissjóður að koma gjaldþrota Seðlabanka til aðstoðar í vetur með ríflega 300 milljarða framlagi. (Af því má sjá að Icesave-skuldin (170-300 milljarðar) er þó ekki meira en 20-30 prósent af heildarskuldum ríkisins.) Að standa í skilum með þessi lán og önnur er ríkið að greiða um 100 milljarða í vexti á þessu ári og því næsta. Þannig fer fjórða hver króna af tekjum ríkisins í vaxtagjöld. Þessu mætti líkja við að fjórða hver króna í tekjum heimilisins færi í að greiða vexti af yfirdrætti. Ef ríkið mun ekki fara í sársaukafulla aðlögun að veruleikanum og skera niður útgjöld sín umtalsvert á næstu árum, og auka tekjur sínar, er ljóst að við erum að velta kostnaðinum af skuldsetningu okkar yfir á næstu kynslóðir. Þannig er ljóst að takist okkur ekki að aðlaga rekstur ríkisins á næstu árum, munum við festast með alltof stórt hlutfall tekna okkar í greiðslu vaxtakostnaðar og þannig ýta vandamálunum á undan okkur. Fyrir slíka pólitík vil ég ekki standa. Að lokum þetta: Gleymum því ekki að þrátt fyrir mikinn niðurskurð í þjónustu munum við á Íslandi áfram búa við eitt besta mennta-, heilbrigðis- og félagslega kerfi í heiminum. Og þrátt fyrir að skatttekjur ríkisins muni þurfa að aukast, munu tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja vera með þeim lægstu á Norðurlöndunum. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar