Aðlögun 1. október 2009 06:00 Síðustu árin fyrir hrun lifði íslenska þjóðin um efni fram. Að okkur var haldið erlendu lánsfé, innistæðulaust framboð húsnæðislána einkabanka ýttu undir verðbólgu og eftirspurn og rangar aðgerðir stjórnvalda í skattalækkunum og fjárfestingu kyntu svo enn undir bólunni. Allt þetta hrundi svo á okkur fyrir réttu ári síðan. Fram undan er sársaukafull aðlögun að veruleikanum. Heimilin hafa verið hart leikin og tímabært að koma þeim til aðstoðar. Þær hugmyndir sem ríkisstjórnin kynnir um þessar mundir miða að því að létta fólki greiðslubyrðina og aðstoða heimilin við að komast í gegnum núverandi stöðu, þ.e. háa stöðu lána og lágt mat á eignum. Verði ástandið viðvarandi mun svo koma til afskriftar. Í samvinnu bankakerfis og fyrirtækja er einnig fram undan umfangsmikil aðlögun í einkageiranum. Laga þarf greiðslubyrði lífvænlegra fyrirtækja að getu þeirra til að standa í skilum. Nú er á lokastigum samningaumleitanir sem skýrir eignarhald bankanna. Þá mun staða þeirra skýrast og um leið sjálfstraust starfsmanna til ákvarðana aukast. Það er mikilvægt fyrir alla að fjárfestingar fari aftur að aukast í atvinnulífinu og það tekst ekki nema með samvinnu banka og einkafyrirtækja. Sársaukafull aðlögun er einnig fram undan hjá ríkissjóði. Frá árinu 2008 til 2009 hafa tekjur og gjöld ríkissjóðs versnað til muna. Tekjur hafa minnkað úr 463 milljörðum í 408 milljarða þegar gjöld hafa vaxið úr 485 milljörðum í 580 milljarða. Árið 2009 er því ríkissjóður rekinn með rúmlega 400 milljón króna halla á dag. Slíkur hallarekstur í ár og næstu ár kostar sitt (alls um 345 milljarðar), því hann þarf að fjármagna með lánum. Þessu til viðbótar þurfti ríkissjóður að koma gjaldþrota Seðlabanka til aðstoðar í vetur með ríflega 300 milljarða framlagi. (Af því má sjá að Icesave-skuldin (170-300 milljarðar) er þó ekki meira en 20-30 prósent af heildarskuldum ríkisins.) Að standa í skilum með þessi lán og önnur er ríkið að greiða um 100 milljarða í vexti á þessu ári og því næsta. Þannig fer fjórða hver króna af tekjum ríkisins í vaxtagjöld. Þessu mætti líkja við að fjórða hver króna í tekjum heimilisins færi í að greiða vexti af yfirdrætti. Ef ríkið mun ekki fara í sársaukafulla aðlögun að veruleikanum og skera niður útgjöld sín umtalsvert á næstu árum, og auka tekjur sínar, er ljóst að við erum að velta kostnaðinum af skuldsetningu okkar yfir á næstu kynslóðir. Þannig er ljóst að takist okkur ekki að aðlaga rekstur ríkisins á næstu árum, munum við festast með alltof stórt hlutfall tekna okkar í greiðslu vaxtakostnaðar og þannig ýta vandamálunum á undan okkur. Fyrir slíka pólitík vil ég ekki standa. Að lokum þetta: Gleymum því ekki að þrátt fyrir mikinn niðurskurð í þjónustu munum við á Íslandi áfram búa við eitt besta mennta-, heilbrigðis- og félagslega kerfi í heiminum. Og þrátt fyrir að skatttekjur ríkisins muni þurfa að aukast, munu tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja vera með þeim lægstu á Norðurlöndunum. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu árin fyrir hrun lifði íslenska þjóðin um efni fram. Að okkur var haldið erlendu lánsfé, innistæðulaust framboð húsnæðislána einkabanka ýttu undir verðbólgu og eftirspurn og rangar aðgerðir stjórnvalda í skattalækkunum og fjárfestingu kyntu svo enn undir bólunni. Allt þetta hrundi svo á okkur fyrir réttu ári síðan. Fram undan er sársaukafull aðlögun að veruleikanum. Heimilin hafa verið hart leikin og tímabært að koma þeim til aðstoðar. Þær hugmyndir sem ríkisstjórnin kynnir um þessar mundir miða að því að létta fólki greiðslubyrðina og aðstoða heimilin við að komast í gegnum núverandi stöðu, þ.e. háa stöðu lána og lágt mat á eignum. Verði ástandið viðvarandi mun svo koma til afskriftar. Í samvinnu bankakerfis og fyrirtækja er einnig fram undan umfangsmikil aðlögun í einkageiranum. Laga þarf greiðslubyrði lífvænlegra fyrirtækja að getu þeirra til að standa í skilum. Nú er á lokastigum samningaumleitanir sem skýrir eignarhald bankanna. Þá mun staða þeirra skýrast og um leið sjálfstraust starfsmanna til ákvarðana aukast. Það er mikilvægt fyrir alla að fjárfestingar fari aftur að aukast í atvinnulífinu og það tekst ekki nema með samvinnu banka og einkafyrirtækja. Sársaukafull aðlögun er einnig fram undan hjá ríkissjóði. Frá árinu 2008 til 2009 hafa tekjur og gjöld ríkissjóðs versnað til muna. Tekjur hafa minnkað úr 463 milljörðum í 408 milljarða þegar gjöld hafa vaxið úr 485 milljörðum í 580 milljarða. Árið 2009 er því ríkissjóður rekinn með rúmlega 400 milljón króna halla á dag. Slíkur hallarekstur í ár og næstu ár kostar sitt (alls um 345 milljarðar), því hann þarf að fjármagna með lánum. Þessu til viðbótar þurfti ríkissjóður að koma gjaldþrota Seðlabanka til aðstoðar í vetur með ríflega 300 milljarða framlagi. (Af því má sjá að Icesave-skuldin (170-300 milljarðar) er þó ekki meira en 20-30 prósent af heildarskuldum ríkisins.) Að standa í skilum með þessi lán og önnur er ríkið að greiða um 100 milljarða í vexti á þessu ári og því næsta. Þannig fer fjórða hver króna af tekjum ríkisins í vaxtagjöld. Þessu mætti líkja við að fjórða hver króna í tekjum heimilisins færi í að greiða vexti af yfirdrætti. Ef ríkið mun ekki fara í sársaukafulla aðlögun að veruleikanum og skera niður útgjöld sín umtalsvert á næstu árum, og auka tekjur sínar, er ljóst að við erum að velta kostnaðinum af skuldsetningu okkar yfir á næstu kynslóðir. Þannig er ljóst að takist okkur ekki að aðlaga rekstur ríkisins á næstu árum, munum við festast með alltof stórt hlutfall tekna okkar í greiðslu vaxtakostnaðar og þannig ýta vandamálunum á undan okkur. Fyrir slíka pólitík vil ég ekki standa. Að lokum þetta: Gleymum því ekki að þrátt fyrir mikinn niðurskurð í þjónustu munum við á Íslandi áfram búa við eitt besta mennta-, heilbrigðis- og félagslega kerfi í heiminum. Og þrátt fyrir að skatttekjur ríkisins muni þurfa að aukast, munu tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja vera með þeim lægstu á Norðurlöndunum. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun