Erlent

Biður Schwarzenegger að loka vændissíðu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Harriet Harman.
Harriet Harman.

Harriet Harman, jafnréttismálaráðherra Bretlands, hefur farið fram á það við Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu, að hann láti loka vefsíðu þar sem fólki, og þá væntanlega aðallega karlmönnum, gefst kostur á að gefa vændiskonum einkunn eftir frammistöðu, þar á meðal nokkrum sem starfa á götum Lundúna en vefsíðan er hýst af fyrirtæki í Kaliforníu. Harman segir vefsíðuna vera ískyggilega þróun á vettvangi vændis og mansals og hefur rætt málið við sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi. Schwarzenegger sjálfur þegir hins vegar þunnu hljóði enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×