Skuldabréf gömlu bankanna reynast gullnáma 1. október 2009 06:30 Bandarískir vogunarsjóðir hafa sýnt áhuga á að kaupa skuldabréf Glitnis og gamla Kaupþings. Enginn vill sjá bréf Landsbankans.Fréttablaðið/Samsett mynd Bandarískir vogunarsjóðir sjá gróðavon í kaupum á skuldabréfum gömlu bankanna. Bréf gamla Landsbankans þykja verðlausir pappírar sem fáir vilja eiga. Líflegur markaður hefur verið með skuldabréf Glitnis og gamla Kaupþings á erlendum fjármálamörkuðum frá því snemma á árinu. Fjárfestar keyptu bréfin með 95 til 98 prósenta afslætti skömmu eftir ríkisvæðingu bankanna fyrir ári. Verð þeirra hefur margfaldast síðan þá, er nú fjórfalt til ellefufalt hærra. Þetta fer þó bæði eftir þeirra mynt sem bréfin eru í og skuldabréfaflokkum. Eftir því sem næst verður komist er lítil ef nokkur hreyfing á skuldabréfum gamla Landsbankans. Ástæðan er sú að verri tryggingar voru á bak við lán bankans og afar ólíklegt að skuldabréfin skili eigendum þeirra nokkru. Áhættan með kaupum á skuldabréfum gamla Landsbankans er því mun meiri en hinna. Eftir því sem næst verður komist eiga lífeyrissjóðirnir enn skuldabréf gömlu bankanna í krónum. Þeir hafa setið á þeim frá í fyrra og ekki losað sig við þau þrátt fyrir mikið verðfall. Lítil hreyfing hefur því verið á skuldabréfum bankanna í krónum á innlendum mörkuðum. Bandarískir vogunarsjóðir hafa upp á síðkastið leitað eftir því að kaupa skuldabréf gömlu bankanna af evrópskum bönkum og fjármálafyrirtækjum sem vilja losna við bréfin úr bókum sínum. Viðmælendur blaðsins segja ekki loku fyrir það skotið að starfsmenn gömlu bankanna og innlendir aðilar með þekkingu á skuldabréfamarkaði hafi sömuleiðis keypt skuldabréfin í gegnum miðlara. Erfitt er þó að greina hverjir eiginlegir kaupendur eru þar sem kaupin eiga sér alla jafna stað í gegnum verðbréfasjóði og fjármálafyrirtæki jafnt hér sem erlendis og eru fyrirtækin skráðir eigendur bréfanna. Flestir telja að hulunni verði svipt að hluta af raunverulegum eigendum bankanna þegar endanleg aðkoma kröfuhafa að þeim verður tekin. jonab@frettabladid.is Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Bandarískir vogunarsjóðir sjá gróðavon í kaupum á skuldabréfum gömlu bankanna. Bréf gamla Landsbankans þykja verðlausir pappírar sem fáir vilja eiga. Líflegur markaður hefur verið með skuldabréf Glitnis og gamla Kaupþings á erlendum fjármálamörkuðum frá því snemma á árinu. Fjárfestar keyptu bréfin með 95 til 98 prósenta afslætti skömmu eftir ríkisvæðingu bankanna fyrir ári. Verð þeirra hefur margfaldast síðan þá, er nú fjórfalt til ellefufalt hærra. Þetta fer þó bæði eftir þeirra mynt sem bréfin eru í og skuldabréfaflokkum. Eftir því sem næst verður komist er lítil ef nokkur hreyfing á skuldabréfum gamla Landsbankans. Ástæðan er sú að verri tryggingar voru á bak við lán bankans og afar ólíklegt að skuldabréfin skili eigendum þeirra nokkru. Áhættan með kaupum á skuldabréfum gamla Landsbankans er því mun meiri en hinna. Eftir því sem næst verður komist eiga lífeyrissjóðirnir enn skuldabréf gömlu bankanna í krónum. Þeir hafa setið á þeim frá í fyrra og ekki losað sig við þau þrátt fyrir mikið verðfall. Lítil hreyfing hefur því verið á skuldabréfum bankanna í krónum á innlendum mörkuðum. Bandarískir vogunarsjóðir hafa upp á síðkastið leitað eftir því að kaupa skuldabréf gömlu bankanna af evrópskum bönkum og fjármálafyrirtækjum sem vilja losna við bréfin úr bókum sínum. Viðmælendur blaðsins segja ekki loku fyrir það skotið að starfsmenn gömlu bankanna og innlendir aðilar með þekkingu á skuldabréfamarkaði hafi sömuleiðis keypt skuldabréfin í gegnum miðlara. Erfitt er þó að greina hverjir eiginlegir kaupendur eru þar sem kaupin eiga sér alla jafna stað í gegnum verðbréfasjóði og fjármálafyrirtæki jafnt hér sem erlendis og eru fyrirtækin skráðir eigendur bréfanna. Flestir telja að hulunni verði svipt að hluta af raunverulegum eigendum bankanna þegar endanleg aðkoma kröfuhafa að þeim verður tekin. jonab@frettabladid.is
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira