Skuldabréf gömlu bankanna reynast gullnáma 1. október 2009 06:30 Bandarískir vogunarsjóðir hafa sýnt áhuga á að kaupa skuldabréf Glitnis og gamla Kaupþings. Enginn vill sjá bréf Landsbankans.Fréttablaðið/Samsett mynd Bandarískir vogunarsjóðir sjá gróðavon í kaupum á skuldabréfum gömlu bankanna. Bréf gamla Landsbankans þykja verðlausir pappírar sem fáir vilja eiga. Líflegur markaður hefur verið með skuldabréf Glitnis og gamla Kaupþings á erlendum fjármálamörkuðum frá því snemma á árinu. Fjárfestar keyptu bréfin með 95 til 98 prósenta afslætti skömmu eftir ríkisvæðingu bankanna fyrir ári. Verð þeirra hefur margfaldast síðan þá, er nú fjórfalt til ellefufalt hærra. Þetta fer þó bæði eftir þeirra mynt sem bréfin eru í og skuldabréfaflokkum. Eftir því sem næst verður komist er lítil ef nokkur hreyfing á skuldabréfum gamla Landsbankans. Ástæðan er sú að verri tryggingar voru á bak við lán bankans og afar ólíklegt að skuldabréfin skili eigendum þeirra nokkru. Áhættan með kaupum á skuldabréfum gamla Landsbankans er því mun meiri en hinna. Eftir því sem næst verður komist eiga lífeyrissjóðirnir enn skuldabréf gömlu bankanna í krónum. Þeir hafa setið á þeim frá í fyrra og ekki losað sig við þau þrátt fyrir mikið verðfall. Lítil hreyfing hefur því verið á skuldabréfum bankanna í krónum á innlendum mörkuðum. Bandarískir vogunarsjóðir hafa upp á síðkastið leitað eftir því að kaupa skuldabréf gömlu bankanna af evrópskum bönkum og fjármálafyrirtækjum sem vilja losna við bréfin úr bókum sínum. Viðmælendur blaðsins segja ekki loku fyrir það skotið að starfsmenn gömlu bankanna og innlendir aðilar með þekkingu á skuldabréfamarkaði hafi sömuleiðis keypt skuldabréfin í gegnum miðlara. Erfitt er þó að greina hverjir eiginlegir kaupendur eru þar sem kaupin eiga sér alla jafna stað í gegnum verðbréfasjóði og fjármálafyrirtæki jafnt hér sem erlendis og eru fyrirtækin skráðir eigendur bréfanna. Flestir telja að hulunni verði svipt að hluta af raunverulegum eigendum bankanna þegar endanleg aðkoma kröfuhafa að þeim verður tekin. jonab@frettabladid.is Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Bandarískir vogunarsjóðir sjá gróðavon í kaupum á skuldabréfum gömlu bankanna. Bréf gamla Landsbankans þykja verðlausir pappírar sem fáir vilja eiga. Líflegur markaður hefur verið með skuldabréf Glitnis og gamla Kaupþings á erlendum fjármálamörkuðum frá því snemma á árinu. Fjárfestar keyptu bréfin með 95 til 98 prósenta afslætti skömmu eftir ríkisvæðingu bankanna fyrir ári. Verð þeirra hefur margfaldast síðan þá, er nú fjórfalt til ellefufalt hærra. Þetta fer þó bæði eftir þeirra mynt sem bréfin eru í og skuldabréfaflokkum. Eftir því sem næst verður komist er lítil ef nokkur hreyfing á skuldabréfum gamla Landsbankans. Ástæðan er sú að verri tryggingar voru á bak við lán bankans og afar ólíklegt að skuldabréfin skili eigendum þeirra nokkru. Áhættan með kaupum á skuldabréfum gamla Landsbankans er því mun meiri en hinna. Eftir því sem næst verður komist eiga lífeyrissjóðirnir enn skuldabréf gömlu bankanna í krónum. Þeir hafa setið á þeim frá í fyrra og ekki losað sig við þau þrátt fyrir mikið verðfall. Lítil hreyfing hefur því verið á skuldabréfum bankanna í krónum á innlendum mörkuðum. Bandarískir vogunarsjóðir hafa upp á síðkastið leitað eftir því að kaupa skuldabréf gömlu bankanna af evrópskum bönkum og fjármálafyrirtækjum sem vilja losna við bréfin úr bókum sínum. Viðmælendur blaðsins segja ekki loku fyrir það skotið að starfsmenn gömlu bankanna og innlendir aðilar með þekkingu á skuldabréfamarkaði hafi sömuleiðis keypt skuldabréfin í gegnum miðlara. Erfitt er þó að greina hverjir eiginlegir kaupendur eru þar sem kaupin eiga sér alla jafna stað í gegnum verðbréfasjóði og fjármálafyrirtæki jafnt hér sem erlendis og eru fyrirtækin skráðir eigendur bréfanna. Flestir telja að hulunni verði svipt að hluta af raunverulegum eigendum bankanna þegar endanleg aðkoma kröfuhafa að þeim verður tekin. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun