Handbolti

Þýska handboltanum lokið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð og félagar voru langbestir.
Alfreð og félagar voru langbestir. Nordic Photos/Getty Images

Þýsku úrvalsdeildinni lauk um helgina. Úrslit voru reyndar löngu ljós þar sem Kiel rúllaði upp deildinni og setti nýtt stigamet. Liðið tapaði aðeins þremur stigum allan veturinn.

Hamburg náði öðru sæti og RN Löwen varð í þriðja. Lemgo endaði svo í fjórða sæti og Flensburg í því fimmta.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4/2 mörk fyrir Löwen sem tapaði fyrir Magdeburg, 28-25.

Vignir Svavarsson komst ekki á blað hjá Lemgo sem lagði Gummersbach, 26-24. Róbert Gunnarsson var aftur á móti með 4 mörk fyrir Gummersbach.

Jaliesky Garcia Padron skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem lagði Minden, 31-21. Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Minden og Ingimundur Ingimundarson eitt.

Alexander Petersson skoraði svo sjö mörk fyrir Flensburg sem tapaði gegn Kiel, 37-31. Góð tíðindi það fyrir íslenska landsliðið sem á erfiða leiki framundan í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×