Menning og mælingar 17. nóvember 2009 06:15 Við deilum því flest að menningin er okkur mikilvæg, jafnvel þó að við útskýrum það með ólíkum hætti. Hugtakið menning er líka afar opið og breitt og getur innihaldið flest sem okkur dettur í hug. Menning tengist umhverfi okkar, sögu og hegðun fyrr og nú. Menning er þar af leiðandi einhvers konar sameiginleg meðvitund okkar um að við séum af sama uppruna eða í sama mengi og verður ákveðinn samnefnari milli fólks. Menningin er því forsenda samstöðunnar. Á erfiðum tímum eins og nú ganga í garð er samstaðan afar mikilvæg. Menning hefur ekki verið hagfræðingum hugleikin. Leitun er að upplýsingum og tölum um áhrif menningarstarfsemi á samfélagið. Menningargeirinn hefur varla verið álitinn hluti af atvinnulífinu. Erfitt getur verið að skilja hvaða áhrif menningarviðburðir eða starfsemi leiðir af sér. Flestir skilja að þegar viðburðir draga að erlenda ferðamenn hljóta þeir að skila einhverju fjármagni inn í samfélagið með gjaldeyri í verslun og gistinóttum. Hvergi er þó slíkum viðburðum gerð nægilega góð skil hvað hagræn áhrif og tölulegar upplýsingar varðar. Í upplýsingasamfélagi eins og okkar er allt mögulegt mælt. Alls kyns lykiltölur og mælingar. Allt frá því að vera hlutbundnar talningar í huglægar spár. Helsta viðfangsefnið er auðvitað að sjá í hverju skal fjárfesta. Oft hefur sýnin á það verið of þröng, aðeins er horft í bókhald þess sem fjárfestir í ákveðnu verkefni og skili fjárfestingin sér ekki aftur inn í bókhald sama fjárfestis þykir verkefnið ekki verðugt. Menningarverkefni hafa oft verið talin til góðgerðarstarfsemi sem gott er að fjárfesta í til að halda uppi jákvæðri ímynd og orðspori. Í minni mæli hefur verið horft til menningarverkefna sem lausna eða aðgerða sem gætu haft veruleg áhrif á efnahags- eða atvinnulífið. Menningar- og ferðamálaráð hefur nú ákveðið að stíga upphafsskrefið til að reyna að bæta úr ofangreindu. Stofnaður hefur verið starfshópur sem hefur það hlutverk að koma með tillögur að úrbótum svo borgin fái betri yfirsýn yfir þau hagrænu áhrif sem menningarstarfsemi í Reykjavík leiðir af sér. Starfshópurinn mun kalla til sín ýmsa aðila á meðan á vinnunni stendur. Þeim sem telja sig hafa góðar hugmyndir er hér með bent á að hafa samband við undirritaða. Höfundur er formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Við deilum því flest að menningin er okkur mikilvæg, jafnvel þó að við útskýrum það með ólíkum hætti. Hugtakið menning er líka afar opið og breitt og getur innihaldið flest sem okkur dettur í hug. Menning tengist umhverfi okkar, sögu og hegðun fyrr og nú. Menning er þar af leiðandi einhvers konar sameiginleg meðvitund okkar um að við séum af sama uppruna eða í sama mengi og verður ákveðinn samnefnari milli fólks. Menningin er því forsenda samstöðunnar. Á erfiðum tímum eins og nú ganga í garð er samstaðan afar mikilvæg. Menning hefur ekki verið hagfræðingum hugleikin. Leitun er að upplýsingum og tölum um áhrif menningarstarfsemi á samfélagið. Menningargeirinn hefur varla verið álitinn hluti af atvinnulífinu. Erfitt getur verið að skilja hvaða áhrif menningarviðburðir eða starfsemi leiðir af sér. Flestir skilja að þegar viðburðir draga að erlenda ferðamenn hljóta þeir að skila einhverju fjármagni inn í samfélagið með gjaldeyri í verslun og gistinóttum. Hvergi er þó slíkum viðburðum gerð nægilega góð skil hvað hagræn áhrif og tölulegar upplýsingar varðar. Í upplýsingasamfélagi eins og okkar er allt mögulegt mælt. Alls kyns lykiltölur og mælingar. Allt frá því að vera hlutbundnar talningar í huglægar spár. Helsta viðfangsefnið er auðvitað að sjá í hverju skal fjárfesta. Oft hefur sýnin á það verið of þröng, aðeins er horft í bókhald þess sem fjárfestir í ákveðnu verkefni og skili fjárfestingin sér ekki aftur inn í bókhald sama fjárfestis þykir verkefnið ekki verðugt. Menningarverkefni hafa oft verið talin til góðgerðarstarfsemi sem gott er að fjárfesta í til að halda uppi jákvæðri ímynd og orðspori. Í minni mæli hefur verið horft til menningarverkefna sem lausna eða aðgerða sem gætu haft veruleg áhrif á efnahags- eða atvinnulífið. Menningar- og ferðamálaráð hefur nú ákveðið að stíga upphafsskrefið til að reyna að bæta úr ofangreindu. Stofnaður hefur verið starfshópur sem hefur það hlutverk að koma með tillögur að úrbótum svo borgin fái betri yfirsýn yfir þau hagrænu áhrif sem menningarstarfsemi í Reykjavík leiðir af sér. Starfshópurinn mun kalla til sín ýmsa aðila á meðan á vinnunni stendur. Þeim sem telja sig hafa góðar hugmyndir er hér með bent á að hafa samband við undirritaða. Höfundur er formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun