Viðskipti innlent

Segir lausafjárskort ekki hafa fellt bankakerfið

Vilhjálmur Bjarnason, lektor við háskóla Íslands, segir að bankalán, sem menn fengu til að til að kaupa hlutabréf í bönkum, með veð í þeim sjálfum, felldu bankakerfið, en ekki lausafjárskortur. Sautján hundruð milljarðar króna hafi farið úr bönkunum í svona lán.

Fram kom í fréttum okkar í gær að þrjú félög sem voru í eigu Sigurðar Bollasonar, sonu Bolla þess sem kenndur er við Sautján,skildi eftir sig ellefu milljarða króna skuldir; vegna kaupa á hlutabréfum með lánum sem aftur voru með veði í bréfunum sjálfum. Samkvæmt ársreikningum félaganna þriggja er þar ekkert eftir nema skuldirnar; en í reikningunum kemur ekkert fram um hvort Sigurður hafi sjálfur lagt fram peninga í viðskiptunum eða frekari veð.

Þetta sé meira eða minna tapað. Það sé ekki hægt að álasa þeim sem tekur lánið; heldur þeim sem lánar; enda þótt fyrir láni af þessu tagi kunni að hafa verið viðbótartryggingar í formi sams konar bréfa. Áhættan sé eingöngu bankans sem veitir lánið.

Þetta séu mál af því tagi sem Fjármálaeftirlit og sérstakur saksóknari rannsaki sem markaðsmisnotkun; með því að koma í veg fyrir að hlutabréf séu til sölu; markaðurinn sé þurrkaður upp.

„Íslenska bankakerfið það var ekki þurrkað upp af alþjóðlegri fjármálakreppu heldur með svona útlánum," segir Vilhjálmur.

Sigurður Bollason vill koma því á framfæri að persónulegt tap hans í viðskiptunum sem nefnd voru í fréttinni hafi verið verulegt, vegna lána til félaga sinna þriggja og annarra ábyrgða. Einnig vildi hann taka fram að það væri rangt, sem sagt var í fréttum í gær, að kreditkortanotkun hans væri til rannsóknar hjá skattyfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×