Viðskipti innlent

Vinnumálastofnun fyrir norðan opnar Facebook síðu

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra hefur opnað Facebook síðu.

Fjallað er um málið á heimasíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að á Facebook síðunni sé hugmyndin að verði hægt að koma á framfæri upplýsingum og tilkynningum varðandi atvinnuleysi, ráðgjöf, námskeið, laus störf og það sem á döfinni er hjá þjónustuskrifstofunni.

Ennfremur verður þar að finna tengla á ýmsar gagnlegar upplýsingar á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Hægt er að finna síðuna ef smellt er á Norðurland vestra og farið inn á tengil sem er neðst til hægri á síðunni eða leita á Facebook að Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×