Óvarinn hópur í niðurskurði Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2009 06:00 Háskólamenntaðir launamenn standa nú frammi fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu í tengslum við niðurskurð í opinberum rekstri. Við undirritun stöðugleikasáttmála síðastliðið sumar lögðu fulltrúar launamanna ríka áherslu á að sá gjörningur gæfi innsýn í komandi tíð. Framlag launamanna til stöðugleikasáttmála var að bíða með kjaraleiðréttingar á meðan óvissuástand ríkti í fjármálum landsins. Slík viljayfirlýsing var háð því af hálfu Bandalags háskólamanna (BHM) að stöðugleiki í öðrum kjörum félagsmanna væri sýnilegur og yrði að veruleika. Hvorki ríki né sveitarfélög treystu sér til að fastbinda mikið annað en fyrirheit sem nú er farið að fjara undan á mörgum sviðum. Sveitarfélög hækka gjaldskrár, stytta opnunartíma stofnana og opinberar stofnanir boða nú launaskerðingar. Neyðaraðgerðir eða launastefna?Boðaðar sparnaðaraðgerðir í launakostnaði snúast um að hlífa lægst launuðu hópunum á meðan hærra launaðir axli þyngri byrðar. BHM tók undir þessi sjónarmið hins opinbera við gerð stöðugleikasáttmála með vísan til þeirra stærða sem þá voru til skoðunar, nefnilega að laun upp að 210-220 þúsundum yrðu hækkuð ef svigrúm leyfði.Strax þarna mátti segja að þeir launahærri létu af hendi rakna, enda þeim ætlað að glíma aðstoðarlaust við minnkandi kaupmátt. Ríkið og flest sveitarfélög hafa lagt fram áherslur í skerðingu kjara þeirra hærra launuðu sem beita skal ef nauðsyn krefur. Ríkið setti 400 þúsund króna heildarlaun sem viðmið og hafa sambærileg mörk verið ívið lægri hjá sveitarfélögum.Báðir aðilar leggja til grundvallar að hærri laun skerðist meira en þau lægri. Í öllum tilfellum getur skerðing aðeins náð til ráðningartengdra kjara sem ekki er samið um í kjarasamningi eða stofnanasamningum.Í síðustu kjarasamningum ríkisins við ASÍ og BSRB teygðu launahækkanir sig upp að 310 þúsundum. Þar með var bilið milli skilgreindra lágra og hárra tekna þrengt allverulega, enda annars vegar um að ræða 310 þúsund króna grunnlaun og hins vegar 400 þúsund króna heildarlaun. Samkvæmt viðmiðum hins opinbera í aðhaldsaðgerðum teljast flestir háskólamenntaðir launamenn þola skerðingar, eða í það minnsta frystingu launa. Þetta viðhorf leiðir til þess að menntun, þekking og fagmennska er gengisfelld.BHM varar við þessari þróun og krefst þess að stjórnvöld gæti þess að ekki fjari undan fagmennsku og mannauði við niðurskurð. Ummæli Ögmundar Jónassonar, þá heilbrigðisráðherra, í Fréttablaðinu hinn 23. september síðastliðinn, um að hann hygðist við niðurskurð sérstaklega vernda störf og kjör þeirra sem lægri laun hefðu, vöktu undirritaða til umhugsunar um sýn ráðamanna á þjónustu hins opinbera, ef fagmenntun gæti á einhverjum tímapunkti orðið of dýr í þeirra huga til að standa um hana vörð.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kallar stighækkandi álögur og skerðingar upp eftir tekjustiganum réttláta og sanngjarna stefnu sem fylgi norrænni fyrirmynd. Í slíkum skilgreiningum saknar BHM umfjöllunar um verðmæti þekkingar sem vissulega er aðalsmerki norræns velferðarkerfis og ekki síður metnaðar fyrir hönd fagmennsku í opinberri þjónustu. Samfélagsþjónusta?Meðal leiða sem opinberir aðilar sjá færar til að draga úr launakostnaði er að minnka greiðslur fyrir yfirvinnu. Það er afstaða BHM að þegar yfirvinnugreiðslur skulu skertar, þurfi samsvarandi skerðing vinnuframlags að koma fram. Það sé með öðrum orðum ekki hægt að krefja starfsmann um vinnuframlag sem ekki stendur til að greiða fyrir.Í umræðu um niðurskurð og aukna tekjuöflun hins opinbera virðast tveir aðilar áberandi aflögufærir, lífeyrissjóðir og millitekjufólk. Hafa ber í huga að skuldsetning fólks helst oft í hendur við tekjur. Heimili sem áður höfðu svigrúm í fjármálum sínum og jafnvægi milli tekna og greiðslubyrði eru nú mörg komin á ystu nöf.Ef sífellt verður þrengt að heimilum með meðaltekjur, þannig að ráðstöfunartekjur fólks með framhaldsmenntun verði umtalsvert lægri en í þeim löndum sem næst okkur liggja, er yfirvofandi atgervisflótti. Fólki í framhaldsnámi erlendis verður gert ókleift að flytjast heim og þanþol háskólamenntaðra launamanna er ekki takmarkalaust.Allt frá hruninu síðastliðið haust hafa ráðamenn hampað því að Ísland búi yfir auðlindum sem fleyta muni þjóðinni gegnum erfiðleikaskeið, þar á meðal menntun og mannauði. Varla getur talist ásættanlegt að slíkar auðlindir verði á næstu árum í auknum mæli nýttar og ávaxtaðar fjarri Íslands ströndum.Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Háskólamenntaðir launamenn standa nú frammi fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu í tengslum við niðurskurð í opinberum rekstri. Við undirritun stöðugleikasáttmála síðastliðið sumar lögðu fulltrúar launamanna ríka áherslu á að sá gjörningur gæfi innsýn í komandi tíð. Framlag launamanna til stöðugleikasáttmála var að bíða með kjaraleiðréttingar á meðan óvissuástand ríkti í fjármálum landsins. Slík viljayfirlýsing var háð því af hálfu Bandalags háskólamanna (BHM) að stöðugleiki í öðrum kjörum félagsmanna væri sýnilegur og yrði að veruleika. Hvorki ríki né sveitarfélög treystu sér til að fastbinda mikið annað en fyrirheit sem nú er farið að fjara undan á mörgum sviðum. Sveitarfélög hækka gjaldskrár, stytta opnunartíma stofnana og opinberar stofnanir boða nú launaskerðingar. Neyðaraðgerðir eða launastefna?Boðaðar sparnaðaraðgerðir í launakostnaði snúast um að hlífa lægst launuðu hópunum á meðan hærra launaðir axli þyngri byrðar. BHM tók undir þessi sjónarmið hins opinbera við gerð stöðugleikasáttmála með vísan til þeirra stærða sem þá voru til skoðunar, nefnilega að laun upp að 210-220 þúsundum yrðu hækkuð ef svigrúm leyfði.Strax þarna mátti segja að þeir launahærri létu af hendi rakna, enda þeim ætlað að glíma aðstoðarlaust við minnkandi kaupmátt. Ríkið og flest sveitarfélög hafa lagt fram áherslur í skerðingu kjara þeirra hærra launuðu sem beita skal ef nauðsyn krefur. Ríkið setti 400 þúsund króna heildarlaun sem viðmið og hafa sambærileg mörk verið ívið lægri hjá sveitarfélögum.Báðir aðilar leggja til grundvallar að hærri laun skerðist meira en þau lægri. Í öllum tilfellum getur skerðing aðeins náð til ráðningartengdra kjara sem ekki er samið um í kjarasamningi eða stofnanasamningum.Í síðustu kjarasamningum ríkisins við ASÍ og BSRB teygðu launahækkanir sig upp að 310 þúsundum. Þar með var bilið milli skilgreindra lágra og hárra tekna þrengt allverulega, enda annars vegar um að ræða 310 þúsund króna grunnlaun og hins vegar 400 þúsund króna heildarlaun. Samkvæmt viðmiðum hins opinbera í aðhaldsaðgerðum teljast flestir háskólamenntaðir launamenn þola skerðingar, eða í það minnsta frystingu launa. Þetta viðhorf leiðir til þess að menntun, þekking og fagmennska er gengisfelld.BHM varar við þessari þróun og krefst þess að stjórnvöld gæti þess að ekki fjari undan fagmennsku og mannauði við niðurskurð. Ummæli Ögmundar Jónassonar, þá heilbrigðisráðherra, í Fréttablaðinu hinn 23. september síðastliðinn, um að hann hygðist við niðurskurð sérstaklega vernda störf og kjör þeirra sem lægri laun hefðu, vöktu undirritaða til umhugsunar um sýn ráðamanna á þjónustu hins opinbera, ef fagmenntun gæti á einhverjum tímapunkti orðið of dýr í þeirra huga til að standa um hana vörð.Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kallar stighækkandi álögur og skerðingar upp eftir tekjustiganum réttláta og sanngjarna stefnu sem fylgi norrænni fyrirmynd. Í slíkum skilgreiningum saknar BHM umfjöllunar um verðmæti þekkingar sem vissulega er aðalsmerki norræns velferðarkerfis og ekki síður metnaðar fyrir hönd fagmennsku í opinberri þjónustu. Samfélagsþjónusta?Meðal leiða sem opinberir aðilar sjá færar til að draga úr launakostnaði er að minnka greiðslur fyrir yfirvinnu. Það er afstaða BHM að þegar yfirvinnugreiðslur skulu skertar, þurfi samsvarandi skerðing vinnuframlags að koma fram. Það sé með öðrum orðum ekki hægt að krefja starfsmann um vinnuframlag sem ekki stendur til að greiða fyrir.Í umræðu um niðurskurð og aukna tekjuöflun hins opinbera virðast tveir aðilar áberandi aflögufærir, lífeyrissjóðir og millitekjufólk. Hafa ber í huga að skuldsetning fólks helst oft í hendur við tekjur. Heimili sem áður höfðu svigrúm í fjármálum sínum og jafnvægi milli tekna og greiðslubyrði eru nú mörg komin á ystu nöf.Ef sífellt verður þrengt að heimilum með meðaltekjur, þannig að ráðstöfunartekjur fólks með framhaldsmenntun verði umtalsvert lægri en í þeim löndum sem næst okkur liggja, er yfirvofandi atgervisflótti. Fólki í framhaldsnámi erlendis verður gert ókleift að flytjast heim og þanþol háskólamenntaðra launamanna er ekki takmarkalaust.Allt frá hruninu síðastliðið haust hafa ráðamenn hampað því að Ísland búi yfir auðlindum sem fleyta muni þjóðinni gegnum erfiðleikaskeið, þar á meðal menntun og mannauði. Varla getur talist ásættanlegt að slíkar auðlindir verði á næstu árum í auknum mæli nýttar og ávaxtaðar fjarri Íslands ströndum.Höfundur er formaður Bandalags háskólamanna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar