Ljósleiðarinn – seinni hluti Birgir Rafn Þráinsson skrifar 9. október 2009 06:00 Ljósleiðaravæðing Gagnaveitunnar er nú áformuð til u.þ.b. 65 þúsund heimila á þéttbýlisstöðum tíu sveitarfélaga. Í lok þessa árs verður ljósleiðarinn kominn inn í hús til um 30 þúsund þessara heimila. Langflest þeirra eru í Reykjavík. Þá er ljósleiðarinn kominn til allra heimila á Seltjarnarnesi, á Hellu, á Hvolsvelli og fljótlega á Akranesi. Ljósleiðarinn er einnig kominn til fjölda heimila í Hveragerði og flestra heimila í nýjustu hverfum Kópavogs og Garðabæjar.Um ljósleiðara Gagnaveitunnar býðst heimilum þjónusta frá Vodafone, Tali og Hringiðunni. Með bandvídd ljósleiðarans bjóðast ýmsir tæknilegir möguleikar sem nú þegar eru margir hverjir orðnir að raunveruleika í þjónustuframboði þeirra.Heimilum býðst alvöru háhraða internettenging, þ.e. yfir 10 og allt upp í 100 Mbit/sek. bandvídd, með sama hraða til og frá notanda, stafræn sjónvarpsmóttaka í miklum gæðum sem ekki truflar eða truflast af internetnotkun og margir myndlyklar sem gera heimilinu kleift að taka á móti fjölda sjónvarpsrása eða myndstrauma á sama tíma, t.d. fyrir heimili sem eiga fleiri en eitt sjónvarpstæki. Þá er ljósleiðarinn langbesti kostur til móttöku á háskerpusjónvarpsefni. Notendur upplifa raunverulegan mun á gæðum og áreiðanleika þjónustu sem veitt er um ljósleiðarann. Í raun er enginn ágreiningur meðal þeirra sem til þekkja um tæknilega yfirburði ljósleiðarans hvað háhraða gagnaflutninga varðar. Koparlínur munu aldrei geta uppfyllt þær þarfir sem ljósleiðarinn leysir, þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Þráðlaus tækni á enn langt í land með að ná afkastagetu koparlína, svo ekki sé talað um ljósleiðara.Internettengingar um ADSL eru nú boðnar með allt að 16 Mbit/sek. bandvídd til notanda og innan við 1 Mbit/sek. frá notanda. Gæði koparlína og fjarlægð heimilis frá símstöð hafa mikil áhrif á afköst ADSL-þjónustunnar og því geta söluaðilar ekki tryggt afhendingu á þeirri bandvídd sem viðskiptavinum er seld. Oftar en ekki er hámarkbandvídd í ADSL innan við 8 Mbit/sek.Heimili sem tengjast ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur fá endabúnað sem afkastar nú 100 Mbit/sek. bandvídd, bæði til og frá notanda. Þegar þörf verður á að auka bandvíddina enn frekar þarf einungis að skipta um endabúnað, ekkert þarf að eiga við sjálfan ljósleiðarann. Engin „allt að" bandvídd heldur raunveruleg bandvídd.Þrátt fyrir yfirburði ljósleiðarans hvað afköst og gæði varðar er þjónusta um hann mjög samkeppnisfær í verði.Rekstur Gagnaveitu Reykjavíkur gengur vel og viðskiptavinum fjölgar mikið. Tekjur af ljósleiðaranetinu hafa verið umtalsverðar og vaxandi undanfarin ár. Á síðasta ári voru þær 669 milljónir króna og jukust um rúm 20% milli ára. Stærstur hluti tekna er vegna notkunar fyrirtækja og stofnana á ljósleiðaranetinu, þar sem Gagnaveitan býr við traust viðskiptasambönd til margra ára. Vænta má að tekjur aukist hratt næstu árin í ljósi mikillar fjölgunar heimila sem tekið hafa og taka munu ljósleiðarann í notkun.Á síðasta ári var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) 355 milljónir króna og standa tekjur vel undir öllum útlögðum rekstrargjöldum. Lán vegna framkvæmda eru í erlendri mynt og skýrist bókhaldslegt tap ársins alfarið af hruni íslensku krónunnar. Það tap mun ganga til baka eftir því sem gengi krónunnar vonandi styrkist.Ýmsir telja framtíðarmöguleika Íslendinga, ekki síst í kjölfar þess efnahagshruns sem við eigum við að glíma, felast í atvinnusköpun sem byggir á tæknivæddum innviðum. Undanfarin ár hafa rör verið lögð í jörðu samhliða nýlögnum og endurnýjunum. Með þessu móti er kostnaði og raski vegna jarðvinnu haldið í lágmarki. Á svæðum þar sem endurnýjanir standa ekki til er farið í sérstakar jarðvinnuframkvæmdir. Framkvæmdir hafa verið boðnar út í opnum útboðum og hefur fjöldi verktaka og þjónustuaðila byggt upp þekkingu, verkvit og reynslu þessi fyrstu ár verkefnisins.Í því efnahags- og atvinnuástandi sem þjóðin býr við í dag er áframhaldandi uppbygging slíkra innviða bæði mikilvæg og heppileg. Í henni felst fjöldi starfa fyrir iðnaðarmenn, verkamenn og hönnuði sem nú þegar kunna til verka og hafa yfir nauðsynlegum vinnuvélum og tækjum að ráða. Uppbygging ljósleiðaranetsHeildarkostnaður við ljósleiðaravæðingu heimila ræðst af umfangi hennar, þ.e. til hversu margra heimila verkefnið nær. Vænta má að heildarfjárfestingin verði í kringum 12 milljarða á núverandi verðlagi. Þessi stofnkostnaður við ljósleiðaravæðinguna er vissulega mikill en sú fjárfesting mun nýtast íbúum í áratugi.Uppbygging nýrra innviða samfélagsins á borð við ljósleiðaranetið krefst áræðni þar sem framtíðarsýn og þolinmæði fjármagns skiptir sköpum. Uppbyggingin er vel á veg komin og mun skila tilætlaðri arðsemi þegar upp er staðið, það hafa veitukerfi og grunnnet alltaf gert. Gert er ráð fyrir áframhaldi framkvæmdum til ársins 2014 með tilheyrandi fjárfestingum sem Gagnaveitan hefur alla burði til að standa undir.Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ljósleiðaravæðing Gagnaveitunnar er nú áformuð til u.þ.b. 65 þúsund heimila á þéttbýlisstöðum tíu sveitarfélaga. Í lok þessa árs verður ljósleiðarinn kominn inn í hús til um 30 þúsund þessara heimila. Langflest þeirra eru í Reykjavík. Þá er ljósleiðarinn kominn til allra heimila á Seltjarnarnesi, á Hellu, á Hvolsvelli og fljótlega á Akranesi. Ljósleiðarinn er einnig kominn til fjölda heimila í Hveragerði og flestra heimila í nýjustu hverfum Kópavogs og Garðabæjar.Um ljósleiðara Gagnaveitunnar býðst heimilum þjónusta frá Vodafone, Tali og Hringiðunni. Með bandvídd ljósleiðarans bjóðast ýmsir tæknilegir möguleikar sem nú þegar eru margir hverjir orðnir að raunveruleika í þjónustuframboði þeirra.Heimilum býðst alvöru háhraða internettenging, þ.e. yfir 10 og allt upp í 100 Mbit/sek. bandvídd, með sama hraða til og frá notanda, stafræn sjónvarpsmóttaka í miklum gæðum sem ekki truflar eða truflast af internetnotkun og margir myndlyklar sem gera heimilinu kleift að taka á móti fjölda sjónvarpsrása eða myndstrauma á sama tíma, t.d. fyrir heimili sem eiga fleiri en eitt sjónvarpstæki. Þá er ljósleiðarinn langbesti kostur til móttöku á háskerpusjónvarpsefni. Notendur upplifa raunverulegan mun á gæðum og áreiðanleika þjónustu sem veitt er um ljósleiðarann. Í raun er enginn ágreiningur meðal þeirra sem til þekkja um tæknilega yfirburði ljósleiðarans hvað háhraða gagnaflutninga varðar. Koparlínur munu aldrei geta uppfyllt þær þarfir sem ljósleiðarinn leysir, þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Þráðlaus tækni á enn langt í land með að ná afkastagetu koparlína, svo ekki sé talað um ljósleiðara.Internettengingar um ADSL eru nú boðnar með allt að 16 Mbit/sek. bandvídd til notanda og innan við 1 Mbit/sek. frá notanda. Gæði koparlína og fjarlægð heimilis frá símstöð hafa mikil áhrif á afköst ADSL-þjónustunnar og því geta söluaðilar ekki tryggt afhendingu á þeirri bandvídd sem viðskiptavinum er seld. Oftar en ekki er hámarkbandvídd í ADSL innan við 8 Mbit/sek.Heimili sem tengjast ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur fá endabúnað sem afkastar nú 100 Mbit/sek. bandvídd, bæði til og frá notanda. Þegar þörf verður á að auka bandvíddina enn frekar þarf einungis að skipta um endabúnað, ekkert þarf að eiga við sjálfan ljósleiðarann. Engin „allt að" bandvídd heldur raunveruleg bandvídd.Þrátt fyrir yfirburði ljósleiðarans hvað afköst og gæði varðar er þjónusta um hann mjög samkeppnisfær í verði.Rekstur Gagnaveitu Reykjavíkur gengur vel og viðskiptavinum fjölgar mikið. Tekjur af ljósleiðaranetinu hafa verið umtalsverðar og vaxandi undanfarin ár. Á síðasta ári voru þær 669 milljónir króna og jukust um rúm 20% milli ára. Stærstur hluti tekna er vegna notkunar fyrirtækja og stofnana á ljósleiðaranetinu, þar sem Gagnaveitan býr við traust viðskiptasambönd til margra ára. Vænta má að tekjur aukist hratt næstu árin í ljósi mikillar fjölgunar heimila sem tekið hafa og taka munu ljósleiðarann í notkun.Á síðasta ári var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) 355 milljónir króna og standa tekjur vel undir öllum útlögðum rekstrargjöldum. Lán vegna framkvæmda eru í erlendri mynt og skýrist bókhaldslegt tap ársins alfarið af hruni íslensku krónunnar. Það tap mun ganga til baka eftir því sem gengi krónunnar vonandi styrkist.Ýmsir telja framtíðarmöguleika Íslendinga, ekki síst í kjölfar þess efnahagshruns sem við eigum við að glíma, felast í atvinnusköpun sem byggir á tæknivæddum innviðum. Undanfarin ár hafa rör verið lögð í jörðu samhliða nýlögnum og endurnýjunum. Með þessu móti er kostnaði og raski vegna jarðvinnu haldið í lágmarki. Á svæðum þar sem endurnýjanir standa ekki til er farið í sérstakar jarðvinnuframkvæmdir. Framkvæmdir hafa verið boðnar út í opnum útboðum og hefur fjöldi verktaka og þjónustuaðila byggt upp þekkingu, verkvit og reynslu þessi fyrstu ár verkefnisins.Í því efnahags- og atvinnuástandi sem þjóðin býr við í dag er áframhaldandi uppbygging slíkra innviða bæði mikilvæg og heppileg. Í henni felst fjöldi starfa fyrir iðnaðarmenn, verkamenn og hönnuði sem nú þegar kunna til verka og hafa yfir nauðsynlegum vinnuvélum og tækjum að ráða. Uppbygging ljósleiðaranetsHeildarkostnaður við ljósleiðaravæðingu heimila ræðst af umfangi hennar, þ.e. til hversu margra heimila verkefnið nær. Vænta má að heildarfjárfestingin verði í kringum 12 milljarða á núverandi verðlagi. Þessi stofnkostnaður við ljósleiðaravæðinguna er vissulega mikill en sú fjárfesting mun nýtast íbúum í áratugi.Uppbygging nýrra innviða samfélagsins á borð við ljósleiðaranetið krefst áræðni þar sem framtíðarsýn og þolinmæði fjármagns skiptir sköpum. Uppbyggingin er vel á veg komin og mun skila tilætlaðri arðsemi þegar upp er staðið, það hafa veitukerfi og grunnnet alltaf gert. Gert er ráð fyrir áframhaldi framkvæmdum til ársins 2014 með tilheyrandi fjárfestingum sem Gagnaveitan hefur alla burði til að standa undir.Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar