Viðskipti innlent

Launakostnaður Exista nam 5,4 milljörðum í fyrra

Launakostnaður Exista nam 29,2 milljónum evra eða um 5,4 milljörðum kr. á síðasta ári. Af þessari upphæð voru laun 25 milljónir evra og launatengd gjöld rúmlega 4 milljónir evra.

Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2008. Þar segir ennfremur að laun sem greidd voru stjórn félagsins og æðstu stjórnendum, og æðstu stjórnenda dótturfélaga Exista, hafi numið 2,7 milljónum evra eða um 500 milljónum kr.

Starfsmenn Exista á síðasta ári voru 420 talsins þannig að meðallaun hjá félaginu hafa numið tæpum 13 milljónum kr. eða yfir milljón á mánuði að meðaltali.

Tekið skal fram að fyrrgreindar upphæðir eru reiknaðar út frá gengi evrunnar í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×