Tveir úr peningastefnunefnd voru andvígir ákvörðun Seðlabankans Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. desember 2009 17:05 Seðlabanki Íslands. Tveir nefndarmenn í peningastefnunefnd af fimm greiddu atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að minnka aðhald peningastefnunnar um 0,5 prósentur á síðasta fundi peningastefnunefndar. Þeir vildu taka smærri skref, lækka aðhald peningastefnunnar um 0,25 prósentur. Í fundagerð peningastefnunefndar segir að þeir hafi viljað fara með meiri gát og kusu heldur að lækka innlánsvexti og hámarksvexti innstæðubréfa um 0,25 prósentur í 8,75% og 10,0% hvora fyrir sig. Þeir lögðu einnig til að vextir á lánum gegn veði yrðu aðeins lækkaðir um 0,5 prósentur í 10,5% og daglánavextir um 0,75 prósentur í 12,25%. Þessir tveir nefndarmenn héldu því fram að enn væru nokkur afar mikilvæg mál óleyst sem gæti leitt til hækkandi áhættuálags á fjárskuldbindingar í krónum. Lausn Icesave‐deilunnar, sem væri forsenda þess að hægt væri að skýra skuldastöðu hins opinbera, væri enn ekki í höfn og ekki væri ennþá búið að afgreiða fjárlög fyrir árið 2010. Einn nefndarmaður var þar að auki þeirrar skoðunar að verðbólguhorfur til skemmri tíma væru enn nokkuð óvissar. Því væri ekki hægt að horfa algerlega fram hjá hættunni af annarrar umferðar áhrifum á verðbólgu. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Tveir nefndarmenn í peningastefnunefnd af fimm greiddu atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að minnka aðhald peningastefnunnar um 0,5 prósentur á síðasta fundi peningastefnunefndar. Þeir vildu taka smærri skref, lækka aðhald peningastefnunnar um 0,25 prósentur. Í fundagerð peningastefnunefndar segir að þeir hafi viljað fara með meiri gát og kusu heldur að lækka innlánsvexti og hámarksvexti innstæðubréfa um 0,25 prósentur í 8,75% og 10,0% hvora fyrir sig. Þeir lögðu einnig til að vextir á lánum gegn veði yrðu aðeins lækkaðir um 0,5 prósentur í 10,5% og daglánavextir um 0,75 prósentur í 12,25%. Þessir tveir nefndarmenn héldu því fram að enn væru nokkur afar mikilvæg mál óleyst sem gæti leitt til hækkandi áhættuálags á fjárskuldbindingar í krónum. Lausn Icesave‐deilunnar, sem væri forsenda þess að hægt væri að skýra skuldastöðu hins opinbera, væri enn ekki í höfn og ekki væri ennþá búið að afgreiða fjárlög fyrir árið 2010. Einn nefndarmaður var þar að auki þeirrar skoðunar að verðbólguhorfur til skemmri tíma væru enn nokkuð óvissar. Því væri ekki hægt að horfa algerlega fram hjá hættunni af annarrar umferðar áhrifum á verðbólgu.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira