Viðskipti innlent

Iceland Express fjölgar áfangastöðum í Póllandi

Iceland Express ætlar að hefja flug til Gdansk í Póllandi næsta sumar. Flogið verður einu sinni í viku frá og með júníbyrjun, á föstudögum.

Í tilkynningu segir að Gdansk sé annar áfangastaða félagsins í Póllandi en flogið er vikulega allan ársins hring til Varsjár.

Félagið hefur nýlega tilkynnt um áætlunarflug til New York, Lúxemborgar, Mílanó á Ítalíu, Birmingham í Bretlandi, Osló í Noregi og Rotterdam í Hollandi.

Hafnarborgin Gdansk er í norðurhluta Póllands og eru íbúar borgarinnar um fimm hundruð þúsund talsins. Frægasti sonur borgarinnar er líklega Lech Walesa, sem síðar varð forseti Póllands, en hann stofnaði samvinnuhreyfingu sína í einni af mörgum skipasmíðastöðvum borgarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×