Danmörk miðstöð fyrir milljarða fjársvik með CO2-kvóta 1. desember 2009 11:15 Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallaða „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. „Við erum meðvitaðir um að á alþjóðavísu fer fram svindl með virðisaukaskatt. Því eru við í miklum mæli að skiptast á upplýsingum við yfirvöld í öðrum löndum," segir Reino Nielsen yfirráðgjafi hjá danska skattinum og sérfræðingur í virðisaukaskatti. Svindlið fer þannig fram að seljandinn á kvótanum á kröfu á endurgreiðslu virðisaukaskattsins í sölulandinu og kaupandinn á svo aftur að greiða skattinn í sínu landi. Með því að skrá söluna á fölsk fyrirtæki eða heimilisföng skilar skattur sér ekki í hús í sölulandinu. Menn geta svo velt þessu áfram til þriðja landsins eða jafnvel þess fjórða. Kvótaskráningin í Danmörku er langt frá því að vera sú umfangsmesta í Evrópu en þar er hinsvegar auðveldara að skrá sig fyrir kaupum og sölum á loftslagskvótum en í öðrum Evrópuríkjum þar sem geta liðið allt að þrír mánuðir með að fá staðfestingu inn á skrárnar. Blaðamenn Ekstra Bladet hafa fundið fjölda dæma í dönsku kvótaskráningunni þar sem seljendur kvótanna hafa gefið upp fölsk heimilisföng eða að viðkomandi fyrirtæki er í skiptameðferð án þess að vera afskráð úr skránni. Meðal þeirra sem stunda viðskiptin og er skráður í kvótaskránni er hinn dansk/ástralski Ned Shelton sem hlotið hefur dóma í bæði borgardómi Kaupmannahafnar og Östre Landsret fyrir gróf fjársvik. Dómarnir hljóðuðu upp á tvö ár í fangelsi. Í dag er Ned Shelton skráður fyrir fimm fyrirtækjum í kvótaskráningunni. Þessi fimm fyrirtæki eiga það sameiginlegt að í þeim finnst engin stjórn, engir starfsmenn og engar skrifstofur. Þrír forstjóra þeirra eru búsettir í Englandi og tveir í Frakklandi. Eitt kvótasvikamálanna sem á rætur að rekja til dönsku kvótaskráningarinnar hljóðar upp á 8,2 milljarða danskra kr. eða um 200 milljarða kr. Það er nú til rannsóknar í Englandi og hafa níu manns verið handteknir í tengslum við þá rannsókn. Í júní s.l. urðu frönsk stjórnvöld vör við þessi svik á CO2-markaðinum þar í landi og gripu strax inn í málið. Á þeim tíma námu viðskiptin með CO"-kvóta á franska markaðinum um 50 milljörðum kr. á dag. Skömmu eftir að svikin voru stöðvuð í Frakklandi var fjöldi falskra fyrirtækja skráður í Kaupmannahöfn sem kvótaviðskiptaaðilar. Þau hafa flest tengingu við svipuð félög í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Markaðurinn með viðskipti á CO2-kvóta hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og áætlað er að þau nemi nú yfir 16.000 milljörðum kr. á ári. Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Danmörk er orðin miðstöð fyrir hundruða milljarða kr. fjársvik með loftslagskvóta eða CO2-kvóta. Þeir sem stunda svikin nýta sér svokallaða „virðisaukskatts-hringekju" í kvótasölunni en samkvæmt grein í danska blaðinu Ekstra Bladet eru lögregluyfirvöld í fleiri Evrópulöndum nú að rannsaka málin sem öll eiga sér upphaf í loftslagskvótaskráningunni í Danmörku. „Við erum meðvitaðir um að á alþjóðavísu fer fram svindl með virðisaukaskatt. Því eru við í miklum mæli að skiptast á upplýsingum við yfirvöld í öðrum löndum," segir Reino Nielsen yfirráðgjafi hjá danska skattinum og sérfræðingur í virðisaukaskatti. Svindlið fer þannig fram að seljandinn á kvótanum á kröfu á endurgreiðslu virðisaukaskattsins í sölulandinu og kaupandinn á svo aftur að greiða skattinn í sínu landi. Með því að skrá söluna á fölsk fyrirtæki eða heimilisföng skilar skattur sér ekki í hús í sölulandinu. Menn geta svo velt þessu áfram til þriðja landsins eða jafnvel þess fjórða. Kvótaskráningin í Danmörku er langt frá því að vera sú umfangsmesta í Evrópu en þar er hinsvegar auðveldara að skrá sig fyrir kaupum og sölum á loftslagskvótum en í öðrum Evrópuríkjum þar sem geta liðið allt að þrír mánuðir með að fá staðfestingu inn á skrárnar. Blaðamenn Ekstra Bladet hafa fundið fjölda dæma í dönsku kvótaskráningunni þar sem seljendur kvótanna hafa gefið upp fölsk heimilisföng eða að viðkomandi fyrirtæki er í skiptameðferð án þess að vera afskráð úr skránni. Meðal þeirra sem stunda viðskiptin og er skráður í kvótaskránni er hinn dansk/ástralski Ned Shelton sem hlotið hefur dóma í bæði borgardómi Kaupmannahafnar og Östre Landsret fyrir gróf fjársvik. Dómarnir hljóðuðu upp á tvö ár í fangelsi. Í dag er Ned Shelton skráður fyrir fimm fyrirtækjum í kvótaskráningunni. Þessi fimm fyrirtæki eiga það sameiginlegt að í þeim finnst engin stjórn, engir starfsmenn og engar skrifstofur. Þrír forstjóra þeirra eru búsettir í Englandi og tveir í Frakklandi. Eitt kvótasvikamálanna sem á rætur að rekja til dönsku kvótaskráningarinnar hljóðar upp á 8,2 milljarða danskra kr. eða um 200 milljarða kr. Það er nú til rannsóknar í Englandi og hafa níu manns verið handteknir í tengslum við þá rannsókn. Í júní s.l. urðu frönsk stjórnvöld vör við þessi svik á CO2-markaðinum þar í landi og gripu strax inn í málið. Á þeim tíma námu viðskiptin með CO"-kvóta á franska markaðinum um 50 milljörðum kr. á dag. Skömmu eftir að svikin voru stöðvuð í Frakklandi var fjöldi falskra fyrirtækja skráður í Kaupmannahöfn sem kvótaviðskiptaaðilar. Þau hafa flest tengingu við svipuð félög í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi. Markaðurinn með viðskipti á CO2-kvóta hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og áætlað er að þau nemi nú yfir 16.000 milljörðum kr. á ári.
Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira