Viðskipti innlent

Gengi krónu á aflandsmarkaði að ná lægsta gildi ársins

Gengi krónunnar á aflandsmarkaðinum heldur áfram að lækka og í dag er sölugengið 291 kr. fyrir evruna samkvæmt vefsíðunni keldan.is. Er krónugengið þar með að ná lægst gildi ársins en í mars s.l. voru viðskipti upp á 300 kr. fyrir evruna á þessum markaði.

Eins og áður hefur komið fram í fréttum hér bendir allt til að sú herðing sem varð á gjaldeyrishöftunum fyrir mánuði síðan virki vel ef mið er tekið af gengi krónunnar að undanförnu á aflandsmarkaðinum.

Samkvæmt skráningu þess á vefsíðunni keldan.is var sölugengið á aflandsmarkaðinum komið í 245 kr. fyrir evruna í síðustu viku en var vikuna þar á undan í 232 kr.

Viðskipti með krónuna á aflandsmarkaðinum eru háð framboði og eftirspurn eins og á öðrum mörkuðum. Það að menn bjóði hærra verð í krónum fyrir evrur þar þýðir einfaldlega að framboðið á krónum er meira en eftirspurnin.

Tekið skal fram að viðskipti með krónur á aflandsmarkaði eru mjög ógagnsæ og yfirleitt lítil og stopul. Edftir að hert var á gjaldeyrishöftunum hafa þau nær horfið með öllu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×