Erlent

Bílsprengja í Belfast

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bíllinn sem sprengjan var í.
Bíllinn sem sprengjan var í.

Bílsprengja, sem talið er að hafi vegið um 200 kílógrömm, sprakk fyrir utan lögreglustöðina í Belfast á Norður-Írlandi um kvöldmatarleytið á laugardag. Enginn slasaðist í sprengingunni sem varð eftir að tveir menn óku bíl í gegnum hindrun við lögreglustöðina. Þeir hlupu svo á brott en skömmu seinna gaus upp eldur í bílnum og varð sprengingin í kjölfarið. Lögregla telur víst að lýðveldissinnar standi á bak við sprenginguna en auk hennar er þeim kennt um skotbardaga við lögreglu sem einnig átti sér stað á laugardagskvöldið. Paul Goggins, ráðherra Norður-Írlandsmála í bresku stjórninni, segir í viðtali við Telegraph að árásunum sé greinilega ætlað að gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur við að halda friðinn á Norður-Írlandi undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×