Viðskipti innlent

Atlantic Airways hagnast um 322 milljónir

Hagnaður færeyska flugfélagsins Atlantic Airways nam 14 milljónum danskra kr. eða 322 milljónum kr. fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar má nefna að félagið skilaði 2,5 milljónum danskra kr. í tap á sama tímabili í fyrra.

Velta félagsins minnkaði á milli tímabilanna úr 112 milljónum danskra kr. í fyrra og í 101 milljón danskra kr. í ár. Hinsvegar minnkaði rekstrarkostnaður félagsins úr 102 milljónum dkr. Í fyrra og niður í 90 milljónir dkr. Í ár.

Agni Arge forstjóri félagsins segir í tilkynningu um uppgjörið að félagið vænti þess að það dragi úr umsvifum þess á árinu miðað við árið í fyrra og að leiguflugsmarkaðurinn verði erfiður. Hinsvegar sé félagið að bregðast við þessum aðstæðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×