Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 4,6% milli ára

Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 4,6% frá desember 2008 til jafnlengdar árið 2009. Vinnuliðir vísitölunnar hækkuðu um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,6%) og efnisliðir hækkuðu um 7,5% (4,0%).

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að hagtíðindaheftið Vísitala byggingarkostnaðar 2009 er komið út. Í heftinu eru birtar töflur um breytingar á byggingarvísitölu síðustu 12 mánuði. Hægt er að nálgast heftið á vefsíðunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×