Við þurfum sóknaráætlun Þorkell Sigurlaugsson skrifar 8. júlí 2009 05:30 Íslendingar þurfa að sækja fram með nýja atvinnustefnu og sóknaráætlun sem byggir á raunverulegum verðmætum og styrk þjóðarinnar. Við munum ekki vinna okkur út úr erfiðleikunum með skattahækkunum, lágum launum, niðurskurði og háum vöxtum. Ef það verða einu aðgerðir stjórnvalda munum við sökkva dýpra í skuldafenið og verða um langt árabil í hópi fátækustu og einangruðustu ríkja heims. Það eru ekki ný sannindi að okkar framtíð og hagsæld mun byggja á framtaki einstaklinga og þeim verðmætum sem þeir geta skapað fyrir þjóðarbúið. Jón Sigurðsson forseti sagði í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á 19. öld: Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur! Það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi! Það þarf meira en fárra manna afl! Það þarf afl og dug heillar þjóðar! Við erum í svipuðum sporum núna. Sjálfstæðisbarátta okkar snýst um fjárhagslegt sjálfstæði og að tryggja eðlileg samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir. Sú sjálfstæðisbarátta vinnst ekki við ríkisstjórnarborðið eða með því að gera öll meginfyrirtæki landsmanna að ríkisfyrirtækjum. Sú barátta vinnst eingöngu ef sérhver einstaklingur leggur sitt af mörkum og þjóðin öll stendur saman í endurreisn, nýsköpun og sóknarstefnu í atvinnumálum. Það þarf að auka þjóðartekjurnar, auka atvinnu og skapa sterka ímynd fyrir Ísland. Þannig vinnum við okkur út úr vandanum. Núverandi ríkisstjórn, bankakerfið og allt of mörg fyrirtæki og einstaklingar eru of upptekin af vandamálum líðandi stundar. Ísland er einstakt land með gífurleg tækifæri, en það þarf að nýta þau betur: Matvælaiðnaður, ferðaþjónusta, heilbrigðisþjónusta, menntamál, nýting sjálfbærra orkulinda, hátækniiðnaður, menningar- og listastarfsemi og ýmsar skapandi greinar eru dæmi um okkar tækifæri. Hugmyndir um heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga og nýtingu orkuvera fyrir ofurtölvur og netþjónabú, lífrænt ræktuð matvæli í raflýstum gróðurhúsum og rafmagnsbílavæðingu landsins eru dæmi um fjölmargar góðar hugmyndir. Við eigum að leggja áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni og sýna öllum heiminum hvað við getum gert og erum að gera. Við getum orðið öðrum fyrirmynd á fjölmörgum sviðum. Þá þarf þessi liðlega 300.000 manna þjóð ekki að kvíða framtíðinni. Stjórnvöld og forystumenn í atvinnulífinu verða strax að hefja endurreisn atvinnulífsins og sókn í atvinnumálum. Til þess þarf leiðtoga í stjórnmálum og atvinnurekstri, en ekki bara verkstjóra og embættismenn sem sitja í skilanefndum og öðrum nefndum og stefnumótunarhópum. Það er kominn tími til sóknar og aðgerða sem byggja á tækifærum og framtíðarsýn okkar Íslendinga. Nú þarf atorku, ráðdeild, framsýni og þollyndi. Nú dugar ekki lengur hjalið tómt og bölsýni. Þjóðin bíður eftir aðgerðum. Sú bið má ekki vera mikið lengri ef ekki á illa að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar þurfa að sækja fram með nýja atvinnustefnu og sóknaráætlun sem byggir á raunverulegum verðmætum og styrk þjóðarinnar. Við munum ekki vinna okkur út úr erfiðleikunum með skattahækkunum, lágum launum, niðurskurði og háum vöxtum. Ef það verða einu aðgerðir stjórnvalda munum við sökkva dýpra í skuldafenið og verða um langt árabil í hópi fátækustu og einangruðustu ríkja heims. Það eru ekki ný sannindi að okkar framtíð og hagsæld mun byggja á framtaki einstaklinga og þeim verðmætum sem þeir geta skapað fyrir þjóðarbúið. Jón Sigurðsson forseti sagði í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á 19. öld: Það þarf annað en hjalið tómt til að hrinda Íslandi á fætur aftur! Það þarf atorku og ráðdeild og framsýni og þollyndi! Það þarf meira en fárra manna afl! Það þarf afl og dug heillar þjóðar! Við erum í svipuðum sporum núna. Sjálfstæðisbarátta okkar snýst um fjárhagslegt sjálfstæði og að tryggja eðlileg samskipti og viðskipti við aðrar þjóðir. Sú sjálfstæðisbarátta vinnst ekki við ríkisstjórnarborðið eða með því að gera öll meginfyrirtæki landsmanna að ríkisfyrirtækjum. Sú barátta vinnst eingöngu ef sérhver einstaklingur leggur sitt af mörkum og þjóðin öll stendur saman í endurreisn, nýsköpun og sóknarstefnu í atvinnumálum. Það þarf að auka þjóðartekjurnar, auka atvinnu og skapa sterka ímynd fyrir Ísland. Þannig vinnum við okkur út úr vandanum. Núverandi ríkisstjórn, bankakerfið og allt of mörg fyrirtæki og einstaklingar eru of upptekin af vandamálum líðandi stundar. Ísland er einstakt land með gífurleg tækifæri, en það þarf að nýta þau betur: Matvælaiðnaður, ferðaþjónusta, heilbrigðisþjónusta, menntamál, nýting sjálfbærra orkulinda, hátækniiðnaður, menningar- og listastarfsemi og ýmsar skapandi greinar eru dæmi um okkar tækifæri. Hugmyndir um heilbrigðisþjónustu fyrir útlendinga og nýtingu orkuvera fyrir ofurtölvur og netþjónabú, lífrænt ræktuð matvæli í raflýstum gróðurhúsum og rafmagnsbílavæðingu landsins eru dæmi um fjölmargar góðar hugmyndir. Við eigum að leggja áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni og sýna öllum heiminum hvað við getum gert og erum að gera. Við getum orðið öðrum fyrirmynd á fjölmörgum sviðum. Þá þarf þessi liðlega 300.000 manna þjóð ekki að kvíða framtíðinni. Stjórnvöld og forystumenn í atvinnulífinu verða strax að hefja endurreisn atvinnulífsins og sókn í atvinnumálum. Til þess þarf leiðtoga í stjórnmálum og atvinnurekstri, en ekki bara verkstjóra og embættismenn sem sitja í skilanefndum og öðrum nefndum og stefnumótunarhópum. Það er kominn tími til sóknar og aðgerða sem byggja á tækifærum og framtíðarsýn okkar Íslendinga. Nú þarf atorku, ráðdeild, framsýni og þollyndi. Nú dugar ekki lengur hjalið tómt og bölsýni. Þjóðin bíður eftir aðgerðum. Sú bið má ekki vera mikið lengri ef ekki á illa að fara.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar