Bankar hafa ekki þörf fyrir lausafé frá Seðlabankanum 24. september 2009 11:13 „Sakir rúmrar lausafjárstöðu bankakerfisins hafa bankar almennt ekki haft þörf fyrir lausafjárfyrirgreiðslu Seðlabankans. Frá aprílmánuði 2009 hafa því þeir Seðlabankavextir sem mest áhrif hafa á aðra skammtímavexti, t.d. peningamarkaðsvexti og innlánsvexti í bankakerfinu, verið vextir á innlánsreikningum bankans." Þetta segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt hefur verið á heimasíðu Seðlabankans. Þar segir að eins og áður hefur komið fram eru þessir vextir 9,5%. Vísbendingar eru um að miðað við þá vexti sé umframlausafé til staðar, sem er ástæða þess að efnt verður til útboðs innstæðubréfa. „Gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun hinn 13. ágúst, þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr inngripum Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Velta á gjaldeyrismarkaði hefur einnig aukist. Gengi krónunnar hefur þó áfram verið lágt, sem hefur hægt á hjöðnun verðbólgunnar. Eigi að síður er þess vænst að sökum mikils slaka í efnahagslífinu, sem dregur úr hættu á því að nýlegar hækkanir vindi upp á sig, muni verðbólga hjaðna ört á ný síðar á árinu," segir í yfirlýsingunni. „Ýmis jákvæð teikn eru á lofti. Á sama tíma og dregið hefur úr þörf fyrir inngrip hefur afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd verið nokkru meiri en vænst var. Uppsöfnun á gjaldeyrisinnstæðureikningum fyrirtækja í bönkunum hefur stöðvast. Útflutningsverðlag hefur styrkst. Einnig hefur áhættuálag á krónueignir haldið áfram að minnka, eins og m.a. birtist í lækkandi skuldatryggingarálagi. Að farið sé í kringum gjaldeyrishöftin hefur lengi verið áhyggjuefni og stuðlað að lágu gengi krónunnar. Til viðbótar því að tryggja næga ávöxtun krónueigna hefur Seðlabankinn því gripið til aðgerða er miða að því að efla eftirlit og framfylgd haftanna. Skilyrði fyrir því að hægt sé að byrja að afnema höft á fjármagnshreyfingar í áföngum gætu bráðlega verið til staðar, að því gefnu að tvíhliða og fjölþjóða fjármögnun sé tryggð. Meðal annarra skilyrða má nefna að stjórnvöld haldi áfram að fylgja eftir langtímaáætlun í ríkisfjármálum, eins og þau hafa skuldbundið sig til, og að endurskipulagning fjármálakerfisins sé langt komin. Í meginatriðum hefur þessum markmiðum verið náð. Í því sambandi er rétt að leggja áherslu á að fyrsta endurskoðun framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun stjórnvalda er mikilvægt skref í þá átt að auka tiltrú á íslenskt efnahagslíf og er því forsenda þess að afnám fjármagnshafta takist vel. Á meðan á umbreytingaskeiðinu stendur munu ákvarðanir í peningamálum taka mið af því markmiði að stuðla að stöðugu gengi krónunnar." Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Sakir rúmrar lausafjárstöðu bankakerfisins hafa bankar almennt ekki haft þörf fyrir lausafjárfyrirgreiðslu Seðlabankans. Frá aprílmánuði 2009 hafa því þeir Seðlabankavextir sem mest áhrif hafa á aðra skammtímavexti, t.d. peningamarkaðsvexti og innlánsvexti í bankakerfinu, verið vextir á innlánsreikningum bankans." Þetta segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt hefur verið á heimasíðu Seðlabankans. Þar segir að eins og áður hefur komið fram eru þessir vextir 9,5%. Vísbendingar eru um að miðað við þá vexti sé umframlausafé til staðar, sem er ástæða þess að efnt verður til útboðs innstæðubréfa. „Gengi krónunnar hefur haldist nokkuð stöðugt frá síðustu vaxtaákvörðun hinn 13. ágúst, þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr inngripum Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Velta á gjaldeyrismarkaði hefur einnig aukist. Gengi krónunnar hefur þó áfram verið lágt, sem hefur hægt á hjöðnun verðbólgunnar. Eigi að síður er þess vænst að sökum mikils slaka í efnahagslífinu, sem dregur úr hættu á því að nýlegar hækkanir vindi upp á sig, muni verðbólga hjaðna ört á ný síðar á árinu," segir í yfirlýsingunni. „Ýmis jákvæð teikn eru á lofti. Á sama tíma og dregið hefur úr þörf fyrir inngrip hefur afgangur á vöru- og þjónustujöfnuði við útlönd verið nokkru meiri en vænst var. Uppsöfnun á gjaldeyrisinnstæðureikningum fyrirtækja í bönkunum hefur stöðvast. Útflutningsverðlag hefur styrkst. Einnig hefur áhættuálag á krónueignir haldið áfram að minnka, eins og m.a. birtist í lækkandi skuldatryggingarálagi. Að farið sé í kringum gjaldeyrishöftin hefur lengi verið áhyggjuefni og stuðlað að lágu gengi krónunnar. Til viðbótar því að tryggja næga ávöxtun krónueigna hefur Seðlabankinn því gripið til aðgerða er miða að því að efla eftirlit og framfylgd haftanna. Skilyrði fyrir því að hægt sé að byrja að afnema höft á fjármagnshreyfingar í áföngum gætu bráðlega verið til staðar, að því gefnu að tvíhliða og fjölþjóða fjármögnun sé tryggð. Meðal annarra skilyrða má nefna að stjórnvöld haldi áfram að fylgja eftir langtímaáætlun í ríkisfjármálum, eins og þau hafa skuldbundið sig til, og að endurskipulagning fjármálakerfisins sé langt komin. Í meginatriðum hefur þessum markmiðum verið náð. Í því sambandi er rétt að leggja áherslu á að fyrsta endurskoðun framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun stjórnvalda er mikilvægt skref í þá átt að auka tiltrú á íslenskt efnahagslíf og er því forsenda þess að afnám fjármagnshafta takist vel. Á meðan á umbreytingaskeiðinu stendur munu ákvarðanir í peningamálum taka mið af því markmiði að stuðla að stöðugu gengi krónunnar."
Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent