Viðskipti innlent

Eik Banki hefur sagt upp kauphallaraðild sinni

Eik Banki P/F hefur sagt upp kauphallaraðild að íslenska markaðnum og viðskipti munu hér eftir fara fram í gegnum dótturfélag bankans í Danmörku, Eik Bank Danmark.

Í tilkynningu segir að Eik Banki P/F hefur sagt upp aðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin). Uppsögnin tekur gildi 1. janúar nk.

Eik Banki Group mun áfram vera þátttakandi á íslenska markaðnum í gegnum dótturfélag sitt, Eik Bank Danmark A/S sem er aðili að bæði hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar.

Eik Banki P/F er sem fyrr skráð félag á NASDAQ OMX Iceland.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×