Þjóðhagslega hagkvæm listamannalaun 26. september 2009 06:00 Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni á Íslandi, og ekki síst beinar tekjur þrátt fyrir að öðru sé stundum haldið fram. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tónleika, í leikhús og flytja inn gjaldeyri í miklu magni, þetta eru beinar tekjur sem verslanir og þjónustufyrirtæki njóta góðs af. Undirstaðan fyrir öllu þessu er listamenn. Þegar myndlistarmaður setur upp sýningu fá allir greitt fyrir sína vinnu nema listamaðurinn. Prentarinn fær greitt fyrir að prenta boðskort og sýningarskrá. Flutningabílstjórinn fær greitt fyrir að flytja verkin á sýninguna. Starfsmenn safnsins fá borgað fyrir að setja sýninguna upp, vakta hana og veita gestum upplýsingar. Sýningarstjórinn fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu, einnig fjölmiðlafulltrúinn og blaðamennirnir sem fjalla um sýninguna. Ræstingafólkið fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu (að vísu allt of lítið). Smiðir og málarar fá greitt fyrir að laga húsnæðið að þörfum sýningarinnar. Veitingamenn fá greitt fyrir seldar veitingar og opnun. Þannig mætti lengi telja. Svo er það bara spurning hvort eitthvað selst af verkunum og þá fær listamaðurinn hluta af því ef hann er svo heppinn. Listamannalaunin eru því kærkomin. Flestir listamenn sem ég þekki eru að vinna aðra vinnu ásamt því að leggja stund á sína list. Starfslaun gera þeim kleift að einbeita sér að listinni í ákveðinn tíma, 6 eða 12 mánuði, og örfáir fá jafnvel tveggja ára starfslaun. Þetta er ekki styrkur heldur laun sem eru greidd sem verktakagreiðsla og af þeim þarf að borga skatta og öll hefðbundin gjöld. Launin fara svo í framleiðslu á verkum og í allan þann kostnað sem fylgir því að setja upp sýningar. Launin fara því beint út í þjóðfélagið aftur. Skila þarf skýrslu um hvernig laununum er varið og hvað listamaðurinn hefur gert. Umsóknarferlið er einnig talsvert og sem betur fer er skipt um fólk í úthlutunarnefnd á hverju ári til að fjölbreytt sjónarmið og viðmið komist að. Útgjöld ríkisins til listamannalauna eru eitthvert ódýrasta framlag til atvinnu- og verðmætasköpunar sem veitt eru af opinberu fé. Hinar skapandi greinar búa til fjölmörg önnur störf og fækka þar með atvinnulausum sem dregur úr bótagreiðslum hins opinbera. Það er því mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera fjölgað þeim mánuðum sem eru til úthlutunar listamannalauna. Listamenn eru snillingar að vinna í sjálfboðavinnu en það gengur auðvitað ekki endalaust. Þess vegna eru smá laun kærkomin. Frestur til að sækja um listamannalaun rennur út 19. október á www.listamannalaun.is og ég hvet alla myndlistarmenn til að sækja um. Höfundur er formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Það eru mikil verðmæti fólgin í menningunni á Íslandi, og ekki síst beinar tekjur þrátt fyrir að öðru sé stundum haldið fram. Ferðamenn streyma til landsins til að njóta tónlistar og myndlistar, fara á söfn og á tónleika, í leikhús og flytja inn gjaldeyri í miklu magni, þetta eru beinar tekjur sem verslanir og þjónustufyrirtæki njóta góðs af. Undirstaðan fyrir öllu þessu er listamenn. Þegar myndlistarmaður setur upp sýningu fá allir greitt fyrir sína vinnu nema listamaðurinn. Prentarinn fær greitt fyrir að prenta boðskort og sýningarskrá. Flutningabílstjórinn fær greitt fyrir að flytja verkin á sýninguna. Starfsmenn safnsins fá borgað fyrir að setja sýninguna upp, vakta hana og veita gestum upplýsingar. Sýningarstjórinn fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu, einnig fjölmiðlafulltrúinn og blaðamennirnir sem fjalla um sýninguna. Ræstingafólkið fær auðvitað greitt fyrir sína vinnu (að vísu allt of lítið). Smiðir og málarar fá greitt fyrir að laga húsnæðið að þörfum sýningarinnar. Veitingamenn fá greitt fyrir seldar veitingar og opnun. Þannig mætti lengi telja. Svo er það bara spurning hvort eitthvað selst af verkunum og þá fær listamaðurinn hluta af því ef hann er svo heppinn. Listamannalaunin eru því kærkomin. Flestir listamenn sem ég þekki eru að vinna aðra vinnu ásamt því að leggja stund á sína list. Starfslaun gera þeim kleift að einbeita sér að listinni í ákveðinn tíma, 6 eða 12 mánuði, og örfáir fá jafnvel tveggja ára starfslaun. Þetta er ekki styrkur heldur laun sem eru greidd sem verktakagreiðsla og af þeim þarf að borga skatta og öll hefðbundin gjöld. Launin fara svo í framleiðslu á verkum og í allan þann kostnað sem fylgir því að setja upp sýningar. Launin fara því beint út í þjóðfélagið aftur. Skila þarf skýrslu um hvernig laununum er varið og hvað listamaðurinn hefur gert. Umsóknarferlið er einnig talsvert og sem betur fer er skipt um fólk í úthlutunarnefnd á hverju ári til að fjölbreytt sjónarmið og viðmið komist að. Útgjöld ríkisins til listamannalauna eru eitthvert ódýrasta framlag til atvinnu- og verðmætasköpunar sem veitt eru af opinberu fé. Hinar skapandi greinar búa til fjölmörg önnur störf og fækka þar með atvinnulausum sem dregur úr bótagreiðslum hins opinbera. Það er því mikið fagnaðarefni að loksins skuli vera fjölgað þeim mánuðum sem eru til úthlutunar listamannalauna. Listamenn eru snillingar að vinna í sjálfboðavinnu en það gengur auðvitað ekki endalaust. Þess vegna eru smá laun kærkomin. Frestur til að sækja um listamannalaun rennur út 19. október á www.listamannalaun.is og ég hvet alla myndlistarmenn til að sækja um. Höfundur er formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar