Hugsjónin um Evrópu Oddný Sturludóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifa um Evrópumál skrifar 26. september 2009 06:00 Eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við siðferðislegt hrun í Evrópu. Álfan var í sárum og ljóst var að hörmungar tveggja styrjalda máttu ekki endurtaka sig. Sjö árum eftir styrjaldarlok var Kol- og stálbandalag Evrópu stofnað. Markmið þess var að útiloka að þjóðir Evrópu gætu vígbúist gegn hver annarri. Þá voru sex þjóðir aðilar að bandalaginu. Í dag eru 27 Evrópulönd aðilar að Evrópusambandinu og friður hefur ríkt meðal þeirra frá styrjaldarlokum. Yfir 500 milljónir manna búa í Evrópusambandsríkjum, í 27 fullvalda ríkjum, sem hafa ákveðið að framselja fullveldi sitt í ákveðnum málum til sameiginlegra stofnana Evrópusambandsins. Helstu stofnanir þess eru: Leiðtogaráðið þar sem allir æðstu þjóðhöfðingjarnir sitja, ráðherraráðið, þar sem ráðherrar mismunandi málaflokka sitja, framkvæmdastjórnin þar sem hvert ríki á einn framkvæmdastjóra á ákveðnu sviði og svo þingið. Lýðræðisþróunin síðustu ár hefur styrkt mjög stöðu þingsins og raunar er það svo að allir stórir sáttmálar sem hafa verið samþykktir síðan árið 1986 hafa stóraukið völd þingsins. Smáríki hafa hlutfallslega meira vægi atkvæða í ráðherraráðinu og rík hefð er fyrir því innan Evrópusambandsins að taka tillit til sjónarmiða allra aðildarlanda, stórra sem smárra. Það sem er þó mikilvægast í allri umræðu um Evrópusambandið og virkni þess er sú staðreynd að í 85% tilvika eru mál afgreidd án ágreinings. Þar skiptir miklu tilurð sambandsins sem friðarbandalags Evrópu og samhljómur og samstaða eru því ofar öllu.Árangur samstarfs EvrópuþjóðaSigríður Ingibjörg IngadóttirÁ síðastliðnum 15 árum hafa 25.000 Íslendingar þegið styrki og verið þátttakendur í evrópsku samstarfi á sviðum mennta, vísinda, nýsköpunar og æskulýðsmála. Evrópusambandið er leiðandi í mennta- og nýsköpunarmálum þar sem opið samráð, skilgreind markmið og árangursmat eru lykilþættir. Evrópusambandsríkin eru ótvíræðir leiðtogar í loftslagsmálum. Skiptir þar mestu órofa samstaða Evrópusambandsríkja við ákvarðanatökuborð heimsins, sérstaklega gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2020 náist 20% samdráttur í kolefnislosun og að 20% orkunnar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í þessu starfi og er auk þess eitt örfárra Evrópuríkja sem státa af víðfeðmri, ósnortinni náttúru. Byggðastefna Evrópusambandsins er um margt nútímaleg og ólík því sem við þekkjum. Hún er hugsuð heildrænt, jafnt fyrir strjálbýli sem borgir, hún er ekki hugsuð á þeim núningsnótum að þéttbýli og dreifbýli séu keppinautar. Rúmlega þriðjungur fjárlaga Evrópusambandsins fer til byggðamála, til að jafna kjör íbúa álfunnar. Höfuðmarkmið byggðastefnunnar er samkeppnishæfni, atvinnusköpun og samstarf svæða. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en gott hefði verið að Íslendingar hefðu tamið sér góð vinnubrögð fyrr, nú þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram úr sér í nýbyggingum svo um munar. Samstarf sveitarfélaga er hér hinn mikli galdur og Íslendingar geta lært heilmikið í öguðum vinnubrögðum af öðrum Evrópuþjóðum. Endurheimtum fullveldiðÍslendingar hafa haft mikinn ávinning af alþjóðasamstarfi í gegnum tíðina með margvíslegu samstarfi á ótal sviðum. Við þurfum á alþjóðlegu samstarfi að halda, hér eftir sem hingað til, og það sem meira er um vert - við höfum heilmikið fram að færa á alþjóðavettvangi. Enginn er eyland og rödd Íslands í alþjóðasamfélaginu verður að heyrast. Við erum þjóð meðal þjóða og tökum okkur alvarleg sem slík. Evrópusambandið er ekki fullkomið, ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar, Alþingi Íslendinga eða Norðurlandaráð. En til þess að hafa áhrif á þróun mála í Evrópusambandinu, sem nú þegar hefur mikil áhrif á nær alla þætti íslensks samfélags, verðum við að bera höfuðið hátt og taka þátt. Við erum nú þegar aðilar að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og tökum því upp fjölda tilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög. En við höfum engin áhrif á gerð tilskipananna innan Evrópusambandsins því við stöndum fyrir utan. Við höfum því afsalað okkur fullveldi á ýmsum sviðum en með aðild að Evrópusambandinu værum við að endurheimta fullveldið. Við höfnum því að Ísland standi áfram á hliðarlínunni. Spilum heldur sóknarleik og verum virkir þátttakendur í bandalagi sem var stofnað af Evrópuþjóðum með frið, menningu og lífsgæði borgaranna að leiðarljósi. Verum stolt þjóð meðal þjóða. Oddný er borgarfulltrúi Samfylkingar og Sigríður alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við siðferðislegt hrun í Evrópu. Álfan var í sárum og ljóst var að hörmungar tveggja styrjalda máttu ekki endurtaka sig. Sjö árum eftir styrjaldarlok var Kol- og stálbandalag Evrópu stofnað. Markmið þess var að útiloka að þjóðir Evrópu gætu vígbúist gegn hver annarri. Þá voru sex þjóðir aðilar að bandalaginu. Í dag eru 27 Evrópulönd aðilar að Evrópusambandinu og friður hefur ríkt meðal þeirra frá styrjaldarlokum. Yfir 500 milljónir manna búa í Evrópusambandsríkjum, í 27 fullvalda ríkjum, sem hafa ákveðið að framselja fullveldi sitt í ákveðnum málum til sameiginlegra stofnana Evrópusambandsins. Helstu stofnanir þess eru: Leiðtogaráðið þar sem allir æðstu þjóðhöfðingjarnir sitja, ráðherraráðið, þar sem ráðherrar mismunandi málaflokka sitja, framkvæmdastjórnin þar sem hvert ríki á einn framkvæmdastjóra á ákveðnu sviði og svo þingið. Lýðræðisþróunin síðustu ár hefur styrkt mjög stöðu þingsins og raunar er það svo að allir stórir sáttmálar sem hafa verið samþykktir síðan árið 1986 hafa stóraukið völd þingsins. Smáríki hafa hlutfallslega meira vægi atkvæða í ráðherraráðinu og rík hefð er fyrir því innan Evrópusambandsins að taka tillit til sjónarmiða allra aðildarlanda, stórra sem smárra. Það sem er þó mikilvægast í allri umræðu um Evrópusambandið og virkni þess er sú staðreynd að í 85% tilvika eru mál afgreidd án ágreinings. Þar skiptir miklu tilurð sambandsins sem friðarbandalags Evrópu og samhljómur og samstaða eru því ofar öllu.Árangur samstarfs EvrópuþjóðaSigríður Ingibjörg IngadóttirÁ síðastliðnum 15 árum hafa 25.000 Íslendingar þegið styrki og verið þátttakendur í evrópsku samstarfi á sviðum mennta, vísinda, nýsköpunar og æskulýðsmála. Evrópusambandið er leiðandi í mennta- og nýsköpunarmálum þar sem opið samráð, skilgreind markmið og árangursmat eru lykilþættir. Evrópusambandsríkin eru ótvíræðir leiðtogar í loftslagsmálum. Skiptir þar mestu órofa samstaða Evrópusambandsríkja við ákvarðanatökuborð heimsins, sérstaklega gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2020 náist 20% samdráttur í kolefnislosun og að 20% orkunnar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í þessu starfi og er auk þess eitt örfárra Evrópuríkja sem státa af víðfeðmri, ósnortinni náttúru. Byggðastefna Evrópusambandsins er um margt nútímaleg og ólík því sem við þekkjum. Hún er hugsuð heildrænt, jafnt fyrir strjálbýli sem borgir, hún er ekki hugsuð á þeim núningsnótum að þéttbýli og dreifbýli séu keppinautar. Rúmlega þriðjungur fjárlaga Evrópusambandsins fer til byggðamála, til að jafna kjör íbúa álfunnar. Höfuðmarkmið byggðastefnunnar er samkeppnishæfni, atvinnusköpun og samstarf svæða. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en gott hefði verið að Íslendingar hefðu tamið sér góð vinnubrögð fyrr, nú þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram úr sér í nýbyggingum svo um munar. Samstarf sveitarfélaga er hér hinn mikli galdur og Íslendingar geta lært heilmikið í öguðum vinnubrögðum af öðrum Evrópuþjóðum. Endurheimtum fullveldiðÍslendingar hafa haft mikinn ávinning af alþjóðasamstarfi í gegnum tíðina með margvíslegu samstarfi á ótal sviðum. Við þurfum á alþjóðlegu samstarfi að halda, hér eftir sem hingað til, og það sem meira er um vert - við höfum heilmikið fram að færa á alþjóðavettvangi. Enginn er eyland og rödd Íslands í alþjóðasamfélaginu verður að heyrast. Við erum þjóð meðal þjóða og tökum okkur alvarleg sem slík. Evrópusambandið er ekki fullkomið, ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar, Alþingi Íslendinga eða Norðurlandaráð. En til þess að hafa áhrif á þróun mála í Evrópusambandinu, sem nú þegar hefur mikil áhrif á nær alla þætti íslensks samfélags, verðum við að bera höfuðið hátt og taka þátt. Við erum nú þegar aðilar að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og tökum því upp fjölda tilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög. En við höfum engin áhrif á gerð tilskipananna innan Evrópusambandsins því við stöndum fyrir utan. Við höfum því afsalað okkur fullveldi á ýmsum sviðum en með aðild að Evrópusambandinu værum við að endurheimta fullveldið. Við höfnum því að Ísland standi áfram á hliðarlínunni. Spilum heldur sóknarleik og verum virkir þátttakendur í bandalagi sem var stofnað af Evrópuþjóðum með frið, menningu og lífsgæði borgaranna að leiðarljósi. Verum stolt þjóð meðal þjóða. Oddný er borgarfulltrúi Samfylkingar og Sigríður alþingismaður.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun