Frumskógar- lögmálinu hafnað 26. september 2009 06:00 Árið 1906 sendi bandaríski sósíalistinn Upton Sinclair frá sér skáldsöguna Frumskóginn (e. The Jungle). Í henni segir af ömurlegum lífsaðstæðum innflytjenda úr verkamannastétt í kjötiðnaðarverksmiðjum Chicago. Þótt verkið sé í dag flestum gleymt voru áhrif þess á sínum tíma geysimikil. Hér á landi urðu til dæmis þeir Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness fyrir miklum áhrifum af Frumskóginum, eins og glöggt má sjá í Bréfi til Láru og Sjálfstæðu fólki. Undir lok bókarinnar lætur Sinclair eina aukapersónuna útskýra fyrirkomulagið í hinu fyrirheitna ríki sósíalismans. Þar mun hver iðja það sem honum sýnist og fá fyrir mannsæmandi laun. Fullt launajafnrétti kæmi þó ekki til álita. Hæstu launin hlytu nefnilega þeir að fá sem ynnu erfiðustu, einhæfustu og leiðinlegustu verkamannavinnuna. Hinir, sem veldu sér til dæmis það hlutskipti að stjórna samfélaginu eða semja ljóð og skáldsögur, fengju góða umbun með því að fá að vinna gefandi starf og þyrftu því minna í launaumslagið. Fæstir jafnaðarmenn hafa þorað að ganga jafn langt og Upton Sinclair í hugmyndum sínum um hvernig skipta skuli auðæfum í samfélaginu. Engu síður hefur það lengi fylgt vinstrimönnum að telja það æskilegt að leiðtogar samfélagsins deili sem mest kjörum með almenningi. Þannig þótti það löngum sjálfsagt að ráðherrar breska Verkamannaflokksins sendu börn sín í ríkisskóla í stað einkaskóla. Og á Norðurlöndum stærðu jafnaðarmenn sig af því ef leiðtogar þeirra ferðuðust með almenningsfarartækjum og bjuggu látlaust. Í ljósi þessarar hefðar skýtur skökku við sú áhersla sem sitjandi ríkisstjórn hefur lagt á að engir starfsmenn ríkisins skuli vera á hærri launum en forsætisráðherra. Engin skynsamleg rök hafa verið færð fyrir þessari stefnu önnur en sú hugmynd að sá sem sitji „á toppnum" eigi að fá mest. Hér er í raun á ferðinni sama hugmyndafræði og átti svo stóran þátt í efnahagshruninu á síðasta ári. Ofurlaun og fráleitar bónusgreiðslur voru einmitt réttlættar með því hversu gríðarlega ábyrgðarmikil stjórnendastörfin væru. Ein birtingarmynd þessarar firru var þegar bankastjórar Seðlabankans útskýrðu um árið að þeir hefðu hreinlega neyðst til þess að þiggja kauphækkun til þess að unnt væri að greiða undirmönnum þeirra samkeppnisfær laun! Vissulega er það rétt að laun sumra starfsmanna ríkisins eru of há. Þegar valið stendur á milli þess að þurfa að segja upp fólki á lægstu töxtum eða lækka greiðslurnar til hálaunastarfsmanna ríkisins er ekki erfitt að taka ákvörðun. En þá ætti ríkisstjórnin líka að nálgast málið úr þeirri áttinni. Hæstu laun má lækka með vísun til kjara og starfsöryggis þeirra lægst launuðu. Að leggja áherslu á að forsætisráðherra sé leiðtoginn og eigi því að fá hæstu launin er hins vegar málflutningur sem er ekki vinstrimönnum bjóðandi. Það ætti þvert á móti að vera hugsjón íslenskra sósíaldemókrata og sósíalista að skapa samfélag þar sem forsætisráðherrann fær ekki mest í sinn hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Árið 1906 sendi bandaríski sósíalistinn Upton Sinclair frá sér skáldsöguna Frumskóginn (e. The Jungle). Í henni segir af ömurlegum lífsaðstæðum innflytjenda úr verkamannastétt í kjötiðnaðarverksmiðjum Chicago. Þótt verkið sé í dag flestum gleymt voru áhrif þess á sínum tíma geysimikil. Hér á landi urðu til dæmis þeir Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness fyrir miklum áhrifum af Frumskóginum, eins og glöggt má sjá í Bréfi til Láru og Sjálfstæðu fólki. Undir lok bókarinnar lætur Sinclair eina aukapersónuna útskýra fyrirkomulagið í hinu fyrirheitna ríki sósíalismans. Þar mun hver iðja það sem honum sýnist og fá fyrir mannsæmandi laun. Fullt launajafnrétti kæmi þó ekki til álita. Hæstu launin hlytu nefnilega þeir að fá sem ynnu erfiðustu, einhæfustu og leiðinlegustu verkamannavinnuna. Hinir, sem veldu sér til dæmis það hlutskipti að stjórna samfélaginu eða semja ljóð og skáldsögur, fengju góða umbun með því að fá að vinna gefandi starf og þyrftu því minna í launaumslagið. Fæstir jafnaðarmenn hafa þorað að ganga jafn langt og Upton Sinclair í hugmyndum sínum um hvernig skipta skuli auðæfum í samfélaginu. Engu síður hefur það lengi fylgt vinstrimönnum að telja það æskilegt að leiðtogar samfélagsins deili sem mest kjörum með almenningi. Þannig þótti það löngum sjálfsagt að ráðherrar breska Verkamannaflokksins sendu börn sín í ríkisskóla í stað einkaskóla. Og á Norðurlöndum stærðu jafnaðarmenn sig af því ef leiðtogar þeirra ferðuðust með almenningsfarartækjum og bjuggu látlaust. Í ljósi þessarar hefðar skýtur skökku við sú áhersla sem sitjandi ríkisstjórn hefur lagt á að engir starfsmenn ríkisins skuli vera á hærri launum en forsætisráðherra. Engin skynsamleg rök hafa verið færð fyrir þessari stefnu önnur en sú hugmynd að sá sem sitji „á toppnum" eigi að fá mest. Hér er í raun á ferðinni sama hugmyndafræði og átti svo stóran þátt í efnahagshruninu á síðasta ári. Ofurlaun og fráleitar bónusgreiðslur voru einmitt réttlættar með því hversu gríðarlega ábyrgðarmikil stjórnendastörfin væru. Ein birtingarmynd þessarar firru var þegar bankastjórar Seðlabankans útskýrðu um árið að þeir hefðu hreinlega neyðst til þess að þiggja kauphækkun til þess að unnt væri að greiða undirmönnum þeirra samkeppnisfær laun! Vissulega er það rétt að laun sumra starfsmanna ríkisins eru of há. Þegar valið stendur á milli þess að þurfa að segja upp fólki á lægstu töxtum eða lækka greiðslurnar til hálaunastarfsmanna ríkisins er ekki erfitt að taka ákvörðun. En þá ætti ríkisstjórnin líka að nálgast málið úr þeirri áttinni. Hæstu laun má lækka með vísun til kjara og starfsöryggis þeirra lægst launuðu. Að leggja áherslu á að forsætisráðherra sé leiðtoginn og eigi því að fá hæstu launin er hins vegar málflutningur sem er ekki vinstrimönnum bjóðandi. Það ætti þvert á móti að vera hugsjón íslenskra sósíaldemókrata og sósíalista að skapa samfélag þar sem forsætisráðherrann fær ekki mest í sinn hlut.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar