Viðskipti innlent

Kaupmáttur launa ekki verið minni síðan 2002

Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun jókst kaupmáttur launa um 0,2% á milli júní og júlí. Greiningardeild Íslandsbanka telur að hækkunin boði engan sérstakan viðsnúning í kaupmáttarþróuninni heldur var meginskýring hennar útsöluáhrif í verðbólgumælingu júlímánaðar. Kaupmáttur launa hefur ekki verið minni síðan í árslok 2002.

Greiningardeildin telur að kaupmáttur launa haldi áfram að rýrna á næstu mánuðum. Á sama tíma og launahækkanir hafa verið litlar hefur verðbólgan geisað, sem gerir það að verkum að kaupmáttur launa hefur minnkað hratt og hefur nú ekki verið lægri hér á landi síðan í árslok 2002.

Undanfarna 12 mánuði hefur kaupmáttur launa dregist saman um 7,8% og frá því að kaupmáttur launa náði hámarki í byrjun síðasta árs hefur hann minnkað um 11,5%.



Spá 0,7% hækkun verðbólgu í ágúst - 12 mánaða verðbólga lækkar

Í vikunni verður fjöldi hagvísa af ýmsu tagi birtur og má segja að staða hagkerfisins skýrist nokkuð á næstu dögum. Á fimmtudagsmorgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir ágústmánuð.

Greiningardeildin spáir 0,7% hækkun frá júlímælingunni, en óvissan liggur að þeirra mati fremur á þann veg að hækkunin kunni að verða meiri. Gangi spá Greiningardeildarinnar eftir hjaðnar ársverðbólgan og fer úr 11,3% í 11,1%






Tengdar fréttir

Launavísitala hefur hækkað um 2,6% undanfarið ár

Launavísitala í júlí 2009 er 358 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,6%. Hagstofan greinir frá þessu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×