Ný stjórn VR og staðan í dag Birgir Már Guðmundsson skrifar 11. maí 2009 06:00 Málefni VR Kæru VR-félagar, eins og okkur er flestum kunnugt tók nýr formaður ásamt nýrri stjórn við eftir síðustu kosningar. Nýja forustan sem kennir sig við lýðræði og umbætur boðaði róttækar breytingar í félaginu sem átti meðal annars að felast í meiri sýnileika á meðal félagsmanna. Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því ný stjórn og formaður hlutu kosningu og enn hefur ekkert til þeirra spurst. Á sama tíma berast okkur reglulega fréttir af félögum okkar sem margir hverjir búa við erfið kjör. Samkvæmt fréttum á heimasíðu VR eru atvinnulausir félagar okkar nú rúmlega 10%. Það eru álíka margir og tóku þátt í síðustu kosningum félagsins. Þrátt fyrir það heyrist lítið frá núverandi formanni okkar og nýrri stjórn. Til að bæta gráu ofan á svart er sú staða komin upp að 40% af atvinnulausum félagsmönnum VR kjósa að greiða ekki félagsgjöld af bótum sínum. Það eru skýr skilaboð til formanns og stjórnar þess efnis að félagsmenn telji hagsmuni sína ekki bættari með aðild að VR. Sennilega má einnig draga þá ályktun að félagsmenn eru í auknum mæli að missa traust sitt á félaginu og forustu þess. Varla er við öðru að búast þegar framkoma við félagsmenn er með þessum hætti. Enn bólar ekkert á sýnileikanum og vinnustaðaheimsóknunum, sem voru hins vegar tíðar í kosningabaráttunni. Ég vil nota tækifærið og benda á hversu afleitt ástandið er orðið. Það segir sig alveg sjálft að félagsmenn sem ekki greiða félagsgjöld tapa dýrmætum réttindum sem eru margfalt verðmætari en sú upphæð sem greiða á í félagsgjöld. Ég skora því á stjórn og formann VR að vakna af þyrnirósarsvefninum og bregðast við þessari afleitu þróun með AÐGERÐUM. Ég vil einnig nota tækifærið og skora á félagsmenn í VR að krefjast þess að haldinn verði félagsfundur hið fyrsta til að krefjast svara. Við þögn og þetta aðgerðaleysi verður ekki búið lengur! Höfundur er trúnaðarmaður VR á vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Málefni VR Kæru VR-félagar, eins og okkur er flestum kunnugt tók nýr formaður ásamt nýrri stjórn við eftir síðustu kosningar. Nýja forustan sem kennir sig við lýðræði og umbætur boðaði róttækar breytingar í félaginu sem átti meðal annars að felast í meiri sýnileika á meðal félagsmanna. Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því ný stjórn og formaður hlutu kosningu og enn hefur ekkert til þeirra spurst. Á sama tíma berast okkur reglulega fréttir af félögum okkar sem margir hverjir búa við erfið kjör. Samkvæmt fréttum á heimasíðu VR eru atvinnulausir félagar okkar nú rúmlega 10%. Það eru álíka margir og tóku þátt í síðustu kosningum félagsins. Þrátt fyrir það heyrist lítið frá núverandi formanni okkar og nýrri stjórn. Til að bæta gráu ofan á svart er sú staða komin upp að 40% af atvinnulausum félagsmönnum VR kjósa að greiða ekki félagsgjöld af bótum sínum. Það eru skýr skilaboð til formanns og stjórnar þess efnis að félagsmenn telji hagsmuni sína ekki bættari með aðild að VR. Sennilega má einnig draga þá ályktun að félagsmenn eru í auknum mæli að missa traust sitt á félaginu og forustu þess. Varla er við öðru að búast þegar framkoma við félagsmenn er með þessum hætti. Enn bólar ekkert á sýnileikanum og vinnustaðaheimsóknunum, sem voru hins vegar tíðar í kosningabaráttunni. Ég vil nota tækifærið og benda á hversu afleitt ástandið er orðið. Það segir sig alveg sjálft að félagsmenn sem ekki greiða félagsgjöld tapa dýrmætum réttindum sem eru margfalt verðmætari en sú upphæð sem greiða á í félagsgjöld. Ég skora því á stjórn og formann VR að vakna af þyrnirósarsvefninum og bregðast við þessari afleitu þróun með AÐGERÐUM. Ég vil einnig nota tækifærið og skora á félagsmenn í VR að krefjast þess að haldinn verði félagsfundur hið fyrsta til að krefjast svara. Við þögn og þetta aðgerðaleysi verður ekki búið lengur! Höfundur er trúnaðarmaður VR á vinnustað.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun