Eftirlitshlutverk Alþingis 31. október 2009 06:00 Íslenskt samfélag stendur á margan hátt á tímamótum. Hrun fjármálakerfisins hér á landi og ein dýpsta kreppa í íslensku efnahagslífi á síðari tímum leiðir ekki aðeins hugann að þeirri óráðsíu sem virðist hafa einkennt rekstur bankanna og margra fyrirtækja sem flugu hátt á veikburða útrásarvængjum heldur einnig að stjórnkerfinu í heild og þeim gildum sem það er reist á. Hrunið hefur enda leitt til mjög mikillar samfélagsumræðu um lýðræði og ríkisvald þar sem hlutverk Alþingis og tengsl þess við framkvæmdarvaldið hefur oft borið á góma. Lýðræðislegur grundvöllur stjórnsýslunnarHér á landi liggur uppspretta opinbers valds hjá þjóðinni. Hún velur sér fulltrúa til setu á Alþingi, ekki aðeins til að ákveða hvaða lög eigi að gilda í landinu og hvernig fjármunum ríkisins skuli ráðstafað, heldur ræður afstaða þingmanna einnig skipun ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar, æðstu handhafar framkvæmdarvalds, verða að hafa traust meirihluta þingmanna og bera ábyrgð á embættisathöfnum sínum gagnvart Alþingi og á þennan hátt fær starfsemi framkvæmdarvaldsins lýðræðislegan grundvöll til að starfa á. Þetta eru allt atriði sem ég tel að standa beri vörð um í okkar stjórnskipun.Ákveðnar skyldur fylgja aftur á móti þessari stöðu Alþingis. Það er hlutverk þess að fylgjast með því að starfsemi ríkisstjórnar og stjórnsýslunnar í heild samrýmist þeim áherslum sem þingið vill að stjórnvöld hafi að leiðarljósi. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að mikil áhersla á myndun meirihlutastjórna hér á landi og flokkshollusta þingmanna getur hamlað því að þingið haldi uppi virku eftirliti með ríkisstjórninni. Því er mikilvægt að Alþingi sé vakandi og hugi stöðugt að því hvernig rækja megi þetta lýðræðislega hlutverk sitt.Reglur um þingeftirlit – ábendingar um úrbæturTil að varpa skýrara ljósi á eftirlitshlutverk þingsins ákvað forsætisnefnd á síðasta ári að frumkvæði forvera míns, Sturlu Böðvarssonar, að fela vinnuhópi undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors og forseta lagadeildar Háskólans á Bifröst, að fara yfir lagareglur sem fjalla um þingeftirlit, bera þær saman við reglur í nágrannaríkjunum og koma með ábendingar um úrbætur. Umboð vinnuhópsins var víðtækt og átti hann að skila forsætisnefnd skýrslu að ári liðnu. Þessi skýrsla liggur núna fyrir og hafa niðurstöður vinnuhópsins verið kynntar fyrir forsætisnefnd. Skýrslan er jafnframt birt á vef Alþingis og þannig aðgengileg almenningi.Í skýrslunni er bent á fjölmörg atriði sem hægt er að bæta og ýmsar hugmyndir reifaðar. Sum atriðin fela í sér tæknilegar lagfæringar en önnur miða að róttækari endurskipulagningu á starfsemi þingsins. Athygli vekur t.d. hversu ófullkomnar reglur um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra eru hér á landi í samanburði við nágrannaríkin. Úr því verður að bæta enda afar mikilvægt að tryggt sé að ávallt séu lagðar réttar og nægilega greinargóðar upplýsingar fyrir Alþingi til að það geti gegnt lýðræðislegu hlutverki sínu.Þá er vert að vekja athygli á þremur atriðum sem koma fram í skýrslunni sem eiga að geta leitt til virkara eftirlits af hálfu þingsins þrátt fyrir ríka hefð fyrir meirihlutastjórnum og flokkshollustu þingmanna.Skýrari línurÍ fyrsta lagi kemur fram í skýrslunni að hér vantar skýrari verkferla fyrir athugun mála þar sem upp koma álitamál um ákvarðanir ráðherra og vinnubrögð í stjórnsýslunni. Samkvæmt núgildandi reglum er óskýrt hver á að hafa frumkvæði í málum af þessu tagi og hvernig þau eru meðhöndluð innan þingsins. Af þessum sökum á þingið erfitt með að komast að sameiginlegri niðurstöðu í slíkum málum sem er í raun óviðunandi fyrir alla aðila. Annars staðar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu hefur meiri rækt verið lögð við þessi atriði og ljósara hvernig þingin standa að athugun á störfum ráðherra og stjórnsýslunnar. Mikilvægt er að skoða reynslu þeirra á þessu sviði. Auka þarf rétt minni hlutansÍ öðru lagi er í skýrslunni bent á að auka megi möguleika stjórnarandstöðunnar til að hefja athugun mála og kalla eftir upplýsingum sérstaklega innan þingnefnda, enda fellur það almennt í hlut stjórnarandstöðunnar að halda uppi virku eftirliti og veita ríkisstjórninni aðhald. Aukin réttindi minni hlutans hljóta að vera sérstaklega mikilvæg hér á landi þar sem hefðin kennir okkur að leiðtogar stjórnmálaflokkanna leggja allt í sölurnar til að mynda sem öflugasta meirihlutastjórn. Þá hafa reglur víða í nágrannaríkjunum verið tekin til endurskoðunar með það að markmiði að tryggja betur réttindi stjórnarandstöðunnar og Evrópuráðið samþykkt tilmæli til aðildarríkjanna í þá veru. Gula spjaldiðÍ þriðja lagi er bent á að beita megi mildari úrræðum en vantrausti eða ákæru til að koma á framfæri athugasemdum eða gagnrýni þingsins á vinnubrögð í stjórnsýslunni, með öðrum orðum að hægt sé að grípa til gula spjaldsins í stað þess að þingmeirihlutinn geti aðeins veifað því rauða. Ef stjórnarþingmenn telja vinnubrögð sem ráðherra ber ábyrgð á ámælisverð er líklegra að þeir geti stutt slíka tillögu fremur en að lýsa yfir vantrausti á ráðherrann. Eins og bent er á í skýrslunni er þó ekki þörf á því að gera breytingar á reglum til að fylgja þessari ábendingu eftir, einstakir þingmenn og þingnefndir geta lagt fram þingsályktunartillögur þar sem viðhorf þingsins til málefna stjórnsýslunnar koma fram. Pólitískar hefðir og núgildandi regluumhverfi ýta þó ekki undir það. Eftirlitshlutverk Alþingis verður að styrkjaHér á landi er of algengt að álitamál um vinnubrögð ráðherra og annarra stjórnvaldshafa, t.d. um embættaveitingar, endi með pólitískum ásökunum í þingsal án sanngjarnrar athugunar og yfirvegaðrar umræðu.Stjórnarmeirihlutinn stendur þá jafnan með ríkisstjórninni og efnisleg niðurstaða fæst ekki í málið. Með því að leggja við hlustir og huga nánar að þeim atriðum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni má ef til vill færa umræðuna upp úr farvegi flokkspólitískra átakastjórnmála af þessu tagi. Til að mæta sívaxandi kröfu um lýðræðisleg og málefnaleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum er mikilvægt að áfram verði unnið með þær ábendingar og tillögur sem koma fram í skýrslu vinnuhópsins. Hefur forsætisnefnd þegar samþykkt að bregðast við ábendingum vinnuhópsins með jákvæðum hætti og er vinna þegar hafin við undirbúning að breytingum á löggjöf sem miða að því að styrkja eftirlitshlutverk Alþingis.Hér er mikilvægt mál á ferðinni sem hefur sérstaka skírskotun til okkar nú. Bæta þarf lagarammann um eftirlit Alþingis með störfum ráðherra og stjórnsýslunnar og styrkja þannig lýðræðislegan grundvöll stjórnskipunarinnar.Höfundur er forseti Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur á margan hátt á tímamótum. Hrun fjármálakerfisins hér á landi og ein dýpsta kreppa í íslensku efnahagslífi á síðari tímum leiðir ekki aðeins hugann að þeirri óráðsíu sem virðist hafa einkennt rekstur bankanna og margra fyrirtækja sem flugu hátt á veikburða útrásarvængjum heldur einnig að stjórnkerfinu í heild og þeim gildum sem það er reist á. Hrunið hefur enda leitt til mjög mikillar samfélagsumræðu um lýðræði og ríkisvald þar sem hlutverk Alþingis og tengsl þess við framkvæmdarvaldið hefur oft borið á góma. Lýðræðislegur grundvöllur stjórnsýslunnarHér á landi liggur uppspretta opinbers valds hjá þjóðinni. Hún velur sér fulltrúa til setu á Alþingi, ekki aðeins til að ákveða hvaða lög eigi að gilda í landinu og hvernig fjármunum ríkisins skuli ráðstafað, heldur ræður afstaða þingmanna einnig skipun ríkisstjórnarinnar. Ráðherrar, æðstu handhafar framkvæmdarvalds, verða að hafa traust meirihluta þingmanna og bera ábyrgð á embættisathöfnum sínum gagnvart Alþingi og á þennan hátt fær starfsemi framkvæmdarvaldsins lýðræðislegan grundvöll til að starfa á. Þetta eru allt atriði sem ég tel að standa beri vörð um í okkar stjórnskipun.Ákveðnar skyldur fylgja aftur á móti þessari stöðu Alþingis. Það er hlutverk þess að fylgjast með því að starfsemi ríkisstjórnar og stjórnsýslunnar í heild samrýmist þeim áherslum sem þingið vill að stjórnvöld hafi að leiðarljósi. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að mikil áhersla á myndun meirihlutastjórna hér á landi og flokkshollusta þingmanna getur hamlað því að þingið haldi uppi virku eftirliti með ríkisstjórninni. Því er mikilvægt að Alþingi sé vakandi og hugi stöðugt að því hvernig rækja megi þetta lýðræðislega hlutverk sitt.Reglur um þingeftirlit – ábendingar um úrbæturTil að varpa skýrara ljósi á eftirlitshlutverk þingsins ákvað forsætisnefnd á síðasta ári að frumkvæði forvera míns, Sturlu Böðvarssonar, að fela vinnuhópi undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors og forseta lagadeildar Háskólans á Bifröst, að fara yfir lagareglur sem fjalla um þingeftirlit, bera þær saman við reglur í nágrannaríkjunum og koma með ábendingar um úrbætur. Umboð vinnuhópsins var víðtækt og átti hann að skila forsætisnefnd skýrslu að ári liðnu. Þessi skýrsla liggur núna fyrir og hafa niðurstöður vinnuhópsins verið kynntar fyrir forsætisnefnd. Skýrslan er jafnframt birt á vef Alþingis og þannig aðgengileg almenningi.Í skýrslunni er bent á fjölmörg atriði sem hægt er að bæta og ýmsar hugmyndir reifaðar. Sum atriðin fela í sér tæknilegar lagfæringar en önnur miða að róttækari endurskipulagningu á starfsemi þingsins. Athygli vekur t.d. hversu ófullkomnar reglur um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra eru hér á landi í samanburði við nágrannaríkin. Úr því verður að bæta enda afar mikilvægt að tryggt sé að ávallt séu lagðar réttar og nægilega greinargóðar upplýsingar fyrir Alþingi til að það geti gegnt lýðræðislegu hlutverki sínu.Þá er vert að vekja athygli á þremur atriðum sem koma fram í skýrslunni sem eiga að geta leitt til virkara eftirlits af hálfu þingsins þrátt fyrir ríka hefð fyrir meirihlutastjórnum og flokkshollustu þingmanna.Skýrari línurÍ fyrsta lagi kemur fram í skýrslunni að hér vantar skýrari verkferla fyrir athugun mála þar sem upp koma álitamál um ákvarðanir ráðherra og vinnubrögð í stjórnsýslunni. Samkvæmt núgildandi reglum er óskýrt hver á að hafa frumkvæði í málum af þessu tagi og hvernig þau eru meðhöndluð innan þingsins. Af þessum sökum á þingið erfitt með að komast að sameiginlegri niðurstöðu í slíkum málum sem er í raun óviðunandi fyrir alla aðila. Annars staðar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu hefur meiri rækt verið lögð við þessi atriði og ljósara hvernig þingin standa að athugun á störfum ráðherra og stjórnsýslunnar. Mikilvægt er að skoða reynslu þeirra á þessu sviði. Auka þarf rétt minni hlutansÍ öðru lagi er í skýrslunni bent á að auka megi möguleika stjórnarandstöðunnar til að hefja athugun mála og kalla eftir upplýsingum sérstaklega innan þingnefnda, enda fellur það almennt í hlut stjórnarandstöðunnar að halda uppi virku eftirliti og veita ríkisstjórninni aðhald. Aukin réttindi minni hlutans hljóta að vera sérstaklega mikilvæg hér á landi þar sem hefðin kennir okkur að leiðtogar stjórnmálaflokkanna leggja allt í sölurnar til að mynda sem öflugasta meirihlutastjórn. Þá hafa reglur víða í nágrannaríkjunum verið tekin til endurskoðunar með það að markmiði að tryggja betur réttindi stjórnarandstöðunnar og Evrópuráðið samþykkt tilmæli til aðildarríkjanna í þá veru. Gula spjaldiðÍ þriðja lagi er bent á að beita megi mildari úrræðum en vantrausti eða ákæru til að koma á framfæri athugasemdum eða gagnrýni þingsins á vinnubrögð í stjórnsýslunni, með öðrum orðum að hægt sé að grípa til gula spjaldsins í stað þess að þingmeirihlutinn geti aðeins veifað því rauða. Ef stjórnarþingmenn telja vinnubrögð sem ráðherra ber ábyrgð á ámælisverð er líklegra að þeir geti stutt slíka tillögu fremur en að lýsa yfir vantrausti á ráðherrann. Eins og bent er á í skýrslunni er þó ekki þörf á því að gera breytingar á reglum til að fylgja þessari ábendingu eftir, einstakir þingmenn og þingnefndir geta lagt fram þingsályktunartillögur þar sem viðhorf þingsins til málefna stjórnsýslunnar koma fram. Pólitískar hefðir og núgildandi regluumhverfi ýta þó ekki undir það. Eftirlitshlutverk Alþingis verður að styrkjaHér á landi er of algengt að álitamál um vinnubrögð ráðherra og annarra stjórnvaldshafa, t.d. um embættaveitingar, endi með pólitískum ásökunum í þingsal án sanngjarnrar athugunar og yfirvegaðrar umræðu.Stjórnarmeirihlutinn stendur þá jafnan með ríkisstjórninni og efnisleg niðurstaða fæst ekki í málið. Með því að leggja við hlustir og huga nánar að þeim atriðum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni má ef til vill færa umræðuna upp úr farvegi flokkspólitískra átakastjórnmála af þessu tagi. Til að mæta sívaxandi kröfu um lýðræðisleg og málefnaleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum er mikilvægt að áfram verði unnið með þær ábendingar og tillögur sem koma fram í skýrslu vinnuhópsins. Hefur forsætisnefnd þegar samþykkt að bregðast við ábendingum vinnuhópsins með jákvæðum hætti og er vinna þegar hafin við undirbúning að breytingum á löggjöf sem miða að því að styrkja eftirlitshlutverk Alþingis.Hér er mikilvægt mál á ferðinni sem hefur sérstaka skírskotun til okkar nú. Bæta þarf lagarammann um eftirlit Alþingis með störfum ráðherra og stjórnsýslunnar og styrkja þannig lýðræðislegan grundvöll stjórnskipunarinnar.Höfundur er forseti Alþingis.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar