Verkefni til úrlausnar 31. október 2009 06:00 Mörg sveitarfélög búa við fjárhagsvanda eftir efnahagshrunið sem má rekja til mistaka við einkavæðingu bankanna og eftirlitsleysi með fjármálastarfi. Eignir sveitarfélaganna rýrnuðu milli áranna 2007 og 2008 um 44 milljarða. Mikill viðsnúningur varð í tekjuafkomu eða um 21 milljarð króna. Mestur var hallinn hjá þeim sveitarfélögum sem voru skuldugust. Á Álftanesi var 392 milljón króna hagnaður árið 2007 en 832 milljón króna tap árið 2008. Eigið fé sem hafði vaxið frá 2006, síðasta ári D-listans, úr 236 milljónum í 706 milljónir, brann upp í hruninu. Ríkisvald sem kemur bönkum og sparisjóðum til aðstoðar hlýtur að taka á vanda sveitarfélaganna sem fara með u.þ.b. 30% af hinni opinberu stjórnsýslu í landinu og þurfa að verja störf og grunnþjónustu. Lán Álftaness voru um 1600 milljónir fyrir hrunið, þar af um 500 milljónir erlend lán. Miðað við gengi í haust voru erlendu lánin orðin um 1200 milljónir. Innlend lán hafa líka hækkað mikið vegna verðbólgu. Leiga íþróttamiðstöðvar sem er í eigu Fasteignar hefur hækkað en leigan er að hálfu gengistryggð. Gengishrunið hefur því valdið miklu tjóni, sérstaklega þar sem fjárhagstaðan var veik fyrir. Með styrkingu krónunnar mun þetta tjón vonandi að hluta til ganga til baka. Í „Árbók sveitarfélaganna 2009“ greinir frá rekstri sveitarfélaganna árið 2008. Í Árbókinni eru upplýsingar um skuldir þeirra með skuldbindingum eins og þær voru í efnahag ársins 2008, í krónum á hvern íbúa. Álftanes er þar með eina milljón króna og er í hópi með átta öðrum sveitarfélögum þar sem skuldir á íbúa eru yfir milljón, í þessum hópi eru m.a. Kópavogur, Hafnarfjörður, Fjarðarbyggð og Grundarfjarðabær, svo dæmi séu nefnd. Nítján sveitarfélög koma svo skammt á eftir með milli 700 þúsund til eina milljón króna á hvern íbúa. Hér að framan eru ekki taldar skuldir utan efnahags s.s. leiguskuldbindingar. Að sjálfsögðu þarf að horfa til þeirra þegar greiðslugeta er metin. Nægilegt veltufé frá rekstri þarf að vera til staðar til að standa undir lánum. Ekkert sveitarfélag getur til lengdar fjármagnað rekstur með lánsfé. Jafnframt þarf að horfa til langtímaáætlana en aðstæður sveitarfélaganna eru ólíkar. Hvað Álftanes varðar þarf ríkisvald að verða við kröfum um auknar jöfnunargreiðslur en til lengri tíma litið munu tekjustofnar styrkjast. Á Álftanesi er áætlað að íbúum fjölgi á næstu árum úr 2500 í 3500 og munu skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa lækka. Skattstofnar munu eflast og breikka með tilkomu atvinnulífs en byggð fyrir atvinnulíf hefur verið skipulögð. Núverandi eignir í lóðum og byggingarlandi munu mæta skuldum með frekari uppbyggingu. Fjárhagsvandi margra sveitarfélaga hefur aukist eftir hrunið. Á Álftanesi varð röng stefna D-listans um árabil til þess að auka á vandann. D-listinn fylgdi markaðshyggju í skipulagsmálum og nýtti ekki hagvaxtarskeiðið frá 2002-2006 til að styrkja eigið fé bæjarsjóðs. Þetta er staðfest í skýrslu endurskoðanda sveitarfélagsins með ársreikningi 2006. Á þessu tímabili fjölgaði íbúum um 50 % og voru byggðar á fjórða hundrað íbúðir og sérbýli. Þó var ekki úthlutað einni einustu lóð, heldur keyptu verktakar allt land til skipulagningar og tóku til sín hagnaðinn af lóðasölu. Áætla má að verktakahagnaður hafi verið 1500 milljónir. Ef hagnaðurinn hefði runnið í bæjarsjóð hefði bæjarsjóður verið skuldlítill þegar hrunið skall á. Fyrir 1500 milljónir hefði mátt byggja öll íþróttamannvirki á Álftanesi. Álftanesingar þurftu hins vegar að taka lán fyrir öllum fjárfestingum sem fjölguninni fylgdu, meðan aðrar bæjarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu skipulögðu lóðir til úthlutunar og nýttu hagnað til að byggja skóla- og íþróttamannvirki. D-listinn vanrækti líka að krefjast endurskoðunar á greiðslum frá Jöfnunarsjóði en rökstutt hefur verið að greiðslur frá honum þyrftu að tvöfaldast til að jafna þann aðstöðumun sem er á milli Álftaness og höfuðborgarsvæðisins. Þessi munur er tilkominn vegna þess að hlutfall barna og unglinga er 40% hærra á Álftanesi en á höfuðborgarsvæðinu. Ef aðstöðumunur væri að fullu jafnaður ætti að greiða til Álftaness um 100-200 milljónir hærra framlag árlega. Ámælisvert er að þetta hafa viðgengist um langt árabil og leitt til þess að bæjarsjóður hefur þurft að selja eignir fyrir rekstri. Framundan er mikið verkefni að endurreisa atvinnulíf í landinu, bæta fjárhag sveitarfélaga og heimila. Sveitarfélagið Álftaness mun vinna sig frá núverandi vanda með stuðningi ríkisvalds sem hlýtur að leiðrétta jöfnunargreiðslur og aðstoða við að draga úr tjóni vegna gengishruns. Álftnesingar hafa líka sýnt það á þessu ári, að þrátt fyrir samdrátt hefur verið seldur byggingaréttur fyrir rúmar 400 milljónir í „grænum miðbæ“. Hrunið hlýtur líka að hvetja til aukinnar samvinnu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu með það markmiði að hagræða, samræma ákvarðanatöku og jafna aðstöðu af ýmsu tagi. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Á-lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mörg sveitarfélög búa við fjárhagsvanda eftir efnahagshrunið sem má rekja til mistaka við einkavæðingu bankanna og eftirlitsleysi með fjármálastarfi. Eignir sveitarfélaganna rýrnuðu milli áranna 2007 og 2008 um 44 milljarða. Mikill viðsnúningur varð í tekjuafkomu eða um 21 milljarð króna. Mestur var hallinn hjá þeim sveitarfélögum sem voru skuldugust. Á Álftanesi var 392 milljón króna hagnaður árið 2007 en 832 milljón króna tap árið 2008. Eigið fé sem hafði vaxið frá 2006, síðasta ári D-listans, úr 236 milljónum í 706 milljónir, brann upp í hruninu. Ríkisvald sem kemur bönkum og sparisjóðum til aðstoðar hlýtur að taka á vanda sveitarfélaganna sem fara með u.þ.b. 30% af hinni opinberu stjórnsýslu í landinu og þurfa að verja störf og grunnþjónustu. Lán Álftaness voru um 1600 milljónir fyrir hrunið, þar af um 500 milljónir erlend lán. Miðað við gengi í haust voru erlendu lánin orðin um 1200 milljónir. Innlend lán hafa líka hækkað mikið vegna verðbólgu. Leiga íþróttamiðstöðvar sem er í eigu Fasteignar hefur hækkað en leigan er að hálfu gengistryggð. Gengishrunið hefur því valdið miklu tjóni, sérstaklega þar sem fjárhagstaðan var veik fyrir. Með styrkingu krónunnar mun þetta tjón vonandi að hluta til ganga til baka. Í „Árbók sveitarfélaganna 2009“ greinir frá rekstri sveitarfélaganna árið 2008. Í Árbókinni eru upplýsingar um skuldir þeirra með skuldbindingum eins og þær voru í efnahag ársins 2008, í krónum á hvern íbúa. Álftanes er þar með eina milljón króna og er í hópi með átta öðrum sveitarfélögum þar sem skuldir á íbúa eru yfir milljón, í þessum hópi eru m.a. Kópavogur, Hafnarfjörður, Fjarðarbyggð og Grundarfjarðabær, svo dæmi séu nefnd. Nítján sveitarfélög koma svo skammt á eftir með milli 700 þúsund til eina milljón króna á hvern íbúa. Hér að framan eru ekki taldar skuldir utan efnahags s.s. leiguskuldbindingar. Að sjálfsögðu þarf að horfa til þeirra þegar greiðslugeta er metin. Nægilegt veltufé frá rekstri þarf að vera til staðar til að standa undir lánum. Ekkert sveitarfélag getur til lengdar fjármagnað rekstur með lánsfé. Jafnframt þarf að horfa til langtímaáætlana en aðstæður sveitarfélaganna eru ólíkar. Hvað Álftanes varðar þarf ríkisvald að verða við kröfum um auknar jöfnunargreiðslur en til lengri tíma litið munu tekjustofnar styrkjast. Á Álftanesi er áætlað að íbúum fjölgi á næstu árum úr 2500 í 3500 og munu skuldir og skuldbindingar á hvern íbúa lækka. Skattstofnar munu eflast og breikka með tilkomu atvinnulífs en byggð fyrir atvinnulíf hefur verið skipulögð. Núverandi eignir í lóðum og byggingarlandi munu mæta skuldum með frekari uppbyggingu. Fjárhagsvandi margra sveitarfélaga hefur aukist eftir hrunið. Á Álftanesi varð röng stefna D-listans um árabil til þess að auka á vandann. D-listinn fylgdi markaðshyggju í skipulagsmálum og nýtti ekki hagvaxtarskeiðið frá 2002-2006 til að styrkja eigið fé bæjarsjóðs. Þetta er staðfest í skýrslu endurskoðanda sveitarfélagsins með ársreikningi 2006. Á þessu tímabili fjölgaði íbúum um 50 % og voru byggðar á fjórða hundrað íbúðir og sérbýli. Þó var ekki úthlutað einni einustu lóð, heldur keyptu verktakar allt land til skipulagningar og tóku til sín hagnaðinn af lóðasölu. Áætla má að verktakahagnaður hafi verið 1500 milljónir. Ef hagnaðurinn hefði runnið í bæjarsjóð hefði bæjarsjóður verið skuldlítill þegar hrunið skall á. Fyrir 1500 milljónir hefði mátt byggja öll íþróttamannvirki á Álftanesi. Álftanesingar þurftu hins vegar að taka lán fyrir öllum fjárfestingum sem fjölguninni fylgdu, meðan aðrar bæjarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu skipulögðu lóðir til úthlutunar og nýttu hagnað til að byggja skóla- og íþróttamannvirki. D-listinn vanrækti líka að krefjast endurskoðunar á greiðslum frá Jöfnunarsjóði en rökstutt hefur verið að greiðslur frá honum þyrftu að tvöfaldast til að jafna þann aðstöðumun sem er á milli Álftaness og höfuðborgarsvæðisins. Þessi munur er tilkominn vegna þess að hlutfall barna og unglinga er 40% hærra á Álftanesi en á höfuðborgarsvæðinu. Ef aðstöðumunur væri að fullu jafnaður ætti að greiða til Álftaness um 100-200 milljónir hærra framlag árlega. Ámælisvert er að þetta hafa viðgengist um langt árabil og leitt til þess að bæjarsjóður hefur þurft að selja eignir fyrir rekstri. Framundan er mikið verkefni að endurreisa atvinnulíf í landinu, bæta fjárhag sveitarfélaga og heimila. Sveitarfélagið Álftaness mun vinna sig frá núverandi vanda með stuðningi ríkisvalds sem hlýtur að leiðrétta jöfnunargreiðslur og aðstoða við að draga úr tjóni vegna gengishruns. Álftnesingar hafa líka sýnt það á þessu ári, að þrátt fyrir samdrátt hefur verið seldur byggingaréttur fyrir rúmar 400 milljónir í „grænum miðbæ“. Hrunið hlýtur líka að hvetja til aukinnar samvinnu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu með það markmiði að hagræða, samræma ákvarðanatöku og jafna aðstöðu af ýmsu tagi. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Á-lista.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar