Viðskipti innlent

Nauðungarsölur fasteigna orðnar 182 í borginni á árinu

Í lok október höfðu 182 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu 2009. Þar af í janúar 6, febrúar 29, mars 37, apríl 20, maí 15, júní 11, júlí 9, ágúst 1, september 38, október 16.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins í Reykjavík. Þar segir að skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru í lok ágúst 2.039. þar af í janúar 216, febrúar 156, mars 187, apríl 134, maí 207, júní 225, júlí 112, ágúst 140, september 278, október 384.

161 fasteign var seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Í allt voru 2.277 nauðungarsölubeiðnir skráðar árið 2008.

Í lok október 2009 höfðu 357 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík.

903 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru skráðar hjá embættinu í janúar til október 2009.

Alls var 491 bifreið seld á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Annað selt lausafé var 30 stk. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru 2.019 allt árið og beiðnir vegna annars lausafjár voru 130.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×