Enski boltinn

Valið kom Ballack á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank Lampard, leikmaður Chelsea.
Frank Lampard, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Michael Ballack, leikmaður Chelsea, segir að sér hafi komið mjög á óvart að Frank Lampard hafi ekki verið einn þeirra sex sem tilnefndir voru sem leikmaður ársins af samtökum knattspyrnumanna í Englandi.

Tilkynnt verður um niðurstöðu kjörsins á sunnudaginn en fimm leikmenn Manchester United voru tilnefndir sem og Steven Gerrard hjá Liverpool.

Kjörið fór reyndar fram í febrúar síðastliðnum og átti Chelsea fremur erfitt uppdráttar í upphafi árs. Eftir að Guus Hiddink tók við liðinu hefur liðið aðeins tapað einum leik í síðustu þrettán leikjum þess.

„Ég veit ekki af hverju hann var ekki tilnefndur en við hjá Chelsea vitum hversu góður hann er og það er það sem skiptir mestu máli," sagði Ballack í samtali við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×