Viðskipti innlent

Skuldabréfaveltan sló ársmetið í dag

Skuldabréfaveltan sló ársmetið í dag í kauphöllinni en hún nam 21,3 milljarði kr. Fyrra met í veltunni í ár nam rúmum 18 milljörðum kr.

Úrvalsvísitalan er óbreytt frá því á föstudag í tæpum 807 stigum. Marel hækkaði um tæp 2% og og Föroya Banki um 0,9% en Össur lækkaði um 0,8%.

Hvað skuldabréfaveltuna var hún strax orðin mikil fyrir hádegið þegar ljóst varð að niðurstaða hafði náðst í Icesave málinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×