Viðskipti innlent

Efnahagslífið á eðlilegu róli

Efnahagslífið ætti að vera komið í þokkalegt ástand eftir fimm ár, að mati efnahags- og viðskiptaráðherra. Markaðurinn/Anton
Efnahagslífið ætti að vera komið í þokkalegt ástand eftir fimm ár, að mati efnahags- og viðskiptaráðherra. Markaðurinn/Anton
„Efnahagslífið ætti að vera almennt komið í mjög þokkalegt ástand. Auðvitað eru óvissuþættir, sem maður ræður ekki við. En við ættum að verða búin með mesta skaflinn í ríkisfjármálum þótt ríkið verði enn nokkuð skuldsett,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, spurður um útlitið hér eftir fimm ár.

Hann er bjartsýnn um horfurnar. „Við ættum að vera löngu komin úr efnahagsáætlun AGS, gjaldeyrishöftin að baki og jafnvel inn í Evrópusambandið. Það er einn af óvissuþáttunum. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hér verði orðið nokkuð eðlilegt, jafnvel blómlegt ástand,“ segir Gylfi og bendir á að atvinnuleysi kunni að verða í kringum tvö til þrjú prósent, sem sé eðlilegt á íslenskan mælikvarða. Þá megi ekki útiloka að landsframleiðsla verði komin á svipaðar slóðir og á árabilinu 2006 til 2007 eftir samdrátt fram á næsta ár.

„Þetta ætti að ganga upp að því gefnu að frekari stóráföll ríði ekki yfir,“ segir Gylfi Magnússon.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×