Viðskipti innlent

Nauðungarsölum á fasteignum í Reykjavík fjölgar um 25% í ár

Í lok nóvember höfðu 205 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu 2009. Allt árið í fyrra voru þessar nauðungarsölur 161 talsins þannig að þeim hefur fjölgað um ríflega 25% á milli áranna.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins í Reykjavík. Hvað einstaka mánuði varðar voru nauðungarsölurnar 6 í janúar , 29 í febrúar, 37 í mars, 20 í apríl, 15 í maí, 11 í júní, 9 í júlí , 1 í ágúst, 38 í september, 16 í október og 23 í nóvember.

Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru í lok nóvember 2.242; janúar 216, febrúar 156, mars 187, apríl 134, maí 207, júní 225, júlí 112, ágúst 140, september 278, október 384, nóvember 203.

161 fasteign var seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Í allt voru 2.277 nauðungarsölubeiðnir skráðar árið 2008.

Þegar kemur að nauðungarsölum á bifreiðum er þróunin á hinn veginn, þ.e. þeim fækkar milli ára. Í lok nóvember 2009 höfðu 357 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. 1.050 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru skráðar hjá embættinu í janúar til nóvember 2009.

Alls var 491 bifreið seld á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Annað selt lausafé var 30 stk. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru 2.019 allt árið og beiðnir vegna annars lausafjár voru 130.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×