Viðskipti innlent

Spænskur banki vill milljarða vegna föllnu bankanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Spænski Aresbankinn hefur stefnt öllum bönkunum sem reistir voru á grunni föllnu bankanna þriggja vegna peningamarkaðsinnlána. Að auki stefnir hann Fjármálaeftirlitinu og Ríkissjóði Íslands. Fyrirtaka í málinu gegn Landsbankanum fór fram í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Baldvini Birni Haraldssyni, lögmanni Aresbanka, telur bankinn að innstæður Aresbanka í peningamarkaðssjóðum föllnu bankanna hefðu átt að flytjast í nýju bankanna eins og aðrar innistæður.

Samkvæmt kröfulistum Landsbankans og Glitnis sem fréttastofa hefur undir höndum nema kröfur Aresbanka um 7 milljörðum í hvorn banka. Kröfulisti í Kaupþing hefur ekki verið birtur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×