Viðskipti erlent

Noregur og Leichtenstein verða áfram í EES

Stjórnvöld Noregs og Leichtenstein eru sammála um að halda áfram með EES-samninginn þrátt fyrir að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Þetta var niðurstaða fundar Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og Aurelia Frick utanríkisráðherra Leichtenstein á fundi þeirra tveggja í Madrid á Spáni í vikunni.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no er vitnað í viðtal við Störe sem segir að ráðherrarnir hafi rætt ítarlega um þá stöðu sem kynni að koma upp ef Ísland sækir um aðild að ESB. „Bæði löndin eru sammála um að EES verði áfram tenging þeirra við ESB," segir Störe.

Báðir utanríkisráðherrarnir vildu einnig undirstrika að þótt Ísland færi í aðildarviðræður við ESB væri landið áfram aðili að EES þar til niðurstaða um hvort af aðild eða ekki liggur fyrir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
4,14
29
788.349
FESTI
2,49
19
795.994
SYN
2,03
5
84.336
MAREL
1,84
31
1.221.491
HEIMA
1,45
5
12.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,17
6
110.665
TM
-0,74
7
117.685
SJOVA
-0,71
5
55.817
ORIGO
-0,66
1
105
EIM
-0,6
6
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.