Viðskipti innlent

Reyna að bjarga stöðugleikasáttmálanum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Vilhjálmur Egilsson segir að reynt verði til þrautar í dag. Mynd/ Pjetur.
Vilhjálmur Egilsson segir að reynt verði til þrautar í dag. Mynd/ Pjetur.
Reynt verður til þrautar í dag að bjarga stöðugleikasáttmálannum. Ríkisstjórnin ætlar að funda með aðilum vinnumarkaðarins eftir hádegi en framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nauðsynlegt að lækka stýrivexti og ryðja veginn fyrir stóriðjuframkvæmdum.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi og beinlínis vinna gegn stöðugleikasáttmálanum sem undirritaður var fyrr á þessu ári. Meðal annars hefur ákvörðun umhverfisráðherra um suðvesturlínu verið harðlega gagnrýnd.

Stýrivextir eru enn ekki komnir í eins stafs tölu og það ræðst á þriðjudag hvort kjarasamningar halda.

Reynt verður til þrautar í dag að ná sáttum. Aðilar vinnumarkaðarins ganga á fund ríkisstjórnarinnar klukkan þrjú og fundað verður fram eftir degi.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að samstöðu um grundvallar leiðir í skattamálum og eyða óvissu varðandi álver í Helguvík. Hann segir að árangur verði að nást í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×