Perlan í Norðurárdal Jón Ólafsson skrifar 10. október 2009 06:00 Þegar rætt er um íslenska háskóla finnst sumum ofrausn að á Íslandi skuli starfa sjö háskólastofnanir. Það er talað um bruðl og sparnað og það er reiknað út að hagstæðast og best fyrir land og þjóð hljóti að vera að smala öllum sem vilja læra svipaða hluti í eina skemmu og messa yfir þeim í öflugu hátalarakerfi. Slíkar aðferðir eru vissulega ódýrar, en eru þær að sama skapi hagkvæmar? Við, sem störfum við Háskólann á Bifröst, leyfum okkur að efast um að svo sé. Við teljum að gæði í háskólamenntun birtist í því að rækt sé lögð við þroska og þjálfun einstaklingsins. Þessvegna höfum við byggt upp háskóla sem er ekki stærri en svo að hægt er að sinna öllum nemendum sem einstaklingum. Við kennum ekki hjörðum, heldur litlum hópum. Við hvetjum nemendur til að leita beint til kennara sinna um leiðbeiningu og aðstoð, og við næstum drekkjum nemendum okkar í verkefnum sem eru í senn fræðileg, hagnýt og raunhæf. Þetta er kennslufræði Bifrastar og hún hefur staðist próf tímans í því að nemendur okkar ná í flestum tilfellum þeim árangri sem þeir stefna að. Það má alltaf bæta sig, og það má alltaf spara. En hagkvæmast er að hlúa að því sem vel er gert og efla það. Þessvegna breytir engin kreppa þeim áformum Háskólans á Bifröst að halda áfram að byggja upp framúrskarandi háskólanám í Norðurárdal, rétt tæpa 100 kílómetra frá höfuðborginni. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um íslenska háskóla finnst sumum ofrausn að á Íslandi skuli starfa sjö háskólastofnanir. Það er talað um bruðl og sparnað og það er reiknað út að hagstæðast og best fyrir land og þjóð hljóti að vera að smala öllum sem vilja læra svipaða hluti í eina skemmu og messa yfir þeim í öflugu hátalarakerfi. Slíkar aðferðir eru vissulega ódýrar, en eru þær að sama skapi hagkvæmar? Við, sem störfum við Háskólann á Bifröst, leyfum okkur að efast um að svo sé. Við teljum að gæði í háskólamenntun birtist í því að rækt sé lögð við þroska og þjálfun einstaklingsins. Þessvegna höfum við byggt upp háskóla sem er ekki stærri en svo að hægt er að sinna öllum nemendum sem einstaklingum. Við kennum ekki hjörðum, heldur litlum hópum. Við hvetjum nemendur til að leita beint til kennara sinna um leiðbeiningu og aðstoð, og við næstum drekkjum nemendum okkar í verkefnum sem eru í senn fræðileg, hagnýt og raunhæf. Þetta er kennslufræði Bifrastar og hún hefur staðist próf tímans í því að nemendur okkar ná í flestum tilfellum þeim árangri sem þeir stefna að. Það má alltaf bæta sig, og það má alltaf spara. En hagkvæmast er að hlúa að því sem vel er gert og efla það. Þessvegna breytir engin kreppa þeim áformum Háskólans á Bifröst að halda áfram að byggja upp framúrskarandi háskólanám í Norðurárdal, rétt tæpa 100 kílómetra frá höfuðborginni. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar