Handbolti

Lokaumferð þýska handboltans var í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alfreð Gíslason í bjórbaði eftir sigur Kiel í deildinni.
Alfreð Gíslason í bjórbaði eftir sigur Kiel í deildinni. Nordicphotos/GettyImages

Lokaumferð þýska handboltans fór fram í dag. Kiel var löngu búið að tryggja sér titilinn og það var ekki leikið um mikið. Liðið lagði Flensburg örugglega 37-31.

Alexander Petersson átti frábæran leik og var meðal bestu manna vallarins. Hann skoraði átta mörk fyrir Flensburg sem átti litla möguleika gegn hinu magnaða liði Kiel.

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach sem tapaði fyrir Lemgo á útivelli með tveimur mörkum, 26-24. Vignir Svavarsson lék með Lemgo en Logi Geirsson ekki, vegna meiðsla.

Jaliesky Garcia Padron skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem tryggði sér sjötta sætið í deildinni og síðasta sætið í EHF keppninni. Göppingen vann Minden með 10 mörkum, 31-21 en Ingimundur Ingimundarson skoraði eitt marka Minden.

Guðjón Valur Sigursson skoraði fjögur mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem tapaði fyrir Magdeburg 26-21.

Kiel, Hamburg, Rhein-Neckar Löwen og Lemgo fara beint í Meistaradeildina, Flensburg og Göppingen í EHF-keppnina ásamt Gummersbach þar sem það vann þá keppni í ár.

Stralsunder og Essen féllu en Dormagen fer í umspil ásamt Friesenheim og Hannover-Burgdorf sem lentu í öðru sæti sinna riðla í 2. deildinni. Düsseldorf og N-Lübbecke, lið Þóris Ólafssonar, fóru beint upp í úrvalsdeildina eftir sigra í riðlunum.

Allir leikir dagsins unnust á heimavelli.

Úrslit dagsins:

Hamburg 43-16 Stralsunder

Fuchse Berlin 40-33 Melsungen

Lemgo 26-24 Gummersbach

Göppingen 31-21 Minden

Nordhorn 32-30 Balingen

Kiel 37-31 Flensburg

Magdeburg 28-25 Rhein-Neckar Löwen

Grosswalstadt 26-25 Wetzlar

Dormagen 30-21 Essen

Lokastaðan:

1. THW Kiel

2. HSV Hamburg

3. Rhein-Neckar Löwen

4. TBV Lemgo

5. SG Flensburg-Handewitt

6. Frisch Auf Göppingen

7. SC Magdeburg

8. HSG Nordhorn

9. VfL Gummersbach

10. Füchse Berlin

11. MT Melsungen

12. TV Großwallstadt

13. GWD Minden

14. HSG Wetzlar

15. HBW Balingen-Weilstetten

16. TSV Dormagen

17. Stralsunder HV

18. TuSEM Essen








Fleiri fréttir

Sjá meira


×