Viðskipti innlent

Enn hækkar Úrvalsvísitalan

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í rúmlega 24 milljón króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 772 stigum. Á mánudaginn í síðustu viku endaði vísitalan í 745,5 stigum. Hefur vísitalan því hækkað um 3,6% á  tæplega tveimur vikum.

Mest hækkuðu bréf Century Aluminium, um 1,66% og Össur hækkaði um 0,85%. Marel lækkaði um 0,17% en gengi annarra félaga breyttist ekki.

Skuldabréfavelta nam rúmum 8,3 milljörðum króna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×