Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað lítil í ágúst 7. september 2009 12:33 Inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði í ágúst voru þau minnstu í hlutfalli við heildarveltu markaðarins frá mars síðastliðnum. Bankinn varði þó 6,8 milljónum evra, jafnvirði 1,2 milljarði kr., af gjaldeyrisforðanum í þá viðleitni sína að styðja við gengi krónu í síðasta mánuði samkvæmt yfirliti yfir millibankamarkað með gjaldeyri sem birt var nýverið á heimasíðu hans. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að miðað við stærð hvers inngrips, sem jafnan felst í sölu á 250 þús. evrum til hvers viðskiptavakanna þriggja, var því um 9 inngrip að ræða í ágúst. Var það röskur fimmtungur af heildarveltu á millibankamarkaði með gjaldeyri í mánuðinum. Þessi inngrip bankans nægðu til þess að veiking krónu, sem átt hafði sér stað á seinni hluta ágústmánaðar, gekk til baka rétt fyrir mánaðamótin. Það er hins vegar áhyggjuefni að afskipti Seðlabankans skyldi þurfa til að krónan héldi sjó í síðasta mánuði, þegar afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði var væntanlega með mesta móti og vaxtagreiðslur til erlendra aðila í lágmarki. Alls hefur Seðlabankinn selt ríflega 67 milljónir evra, jafnvirði 11,4 milljarða kr., á gjaldeyrismarkaði það sem af er árinu. Bankinn hefur þó enn sem komið er úr nógu að moða til frekari inngripa á gjaldeyrismarkaði. Í ágústlok var skammtíma gjaldeyrisstaða nettó hjá Seðlabankanum189 milljarða kr., jafngildi 1.053 milljóna evra., samkvæmt nýbirtu efnahagsyfirliti bankans. Gjaldeyrisforði brúttó var þó meira en tvöfalt meiri, en hann nam 432 milljörðum kr. (2.407 milljónir evra) um síðustu mánaðamót. Auk þess hefur bankinn enn aðgang að lánalínum við norræna starfsbræður sína, sem aðeins var dregið á að hluta í fyrrahaust. Síðast en ekki síst mun vopnabúr hans enn stækka þegar næsti hluti láns AGS, ásamt fjórðungi af lánum nágrannalanda til Íslands sem um var samið á vordögum, verður afgreiddur, en það veltur á samþykkt AGS á fyrstu endurskoðun aðgerðaráætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Hluti heildarforðans er þó vart tiltækur til aðgerða á borð við inngrip þar sem á móti honum standa skammtímaskuldir á borð við gjaldeyrisreikninga innlánsstofnana hjá Seðlabanka og aðrar erlendar skuldir til skamms tíma. Einnig verður að hafa í huga að áformað var að Seðlabankinn legði til gjaldeyri til greiðslu á 150 milljónum evra erlendu láni ríkissjóðs nú í haust, auk þess sem hann hefur skuldbundið sig til að láta Landsvirkjun í té allt að 300 milljónir dollara gegn krónum eða skuldabréfum ef þess verður þörf á næstu tveimur árum. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði í ágúst voru þau minnstu í hlutfalli við heildarveltu markaðarins frá mars síðastliðnum. Bankinn varði þó 6,8 milljónum evra, jafnvirði 1,2 milljarði kr., af gjaldeyrisforðanum í þá viðleitni sína að styðja við gengi krónu í síðasta mánuði samkvæmt yfirliti yfir millibankamarkað með gjaldeyri sem birt var nýverið á heimasíðu hans. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að miðað við stærð hvers inngrips, sem jafnan felst í sölu á 250 þús. evrum til hvers viðskiptavakanna þriggja, var því um 9 inngrip að ræða í ágúst. Var það röskur fimmtungur af heildarveltu á millibankamarkaði með gjaldeyri í mánuðinum. Þessi inngrip bankans nægðu til þess að veiking krónu, sem átt hafði sér stað á seinni hluta ágústmánaðar, gekk til baka rétt fyrir mánaðamótin. Það er hins vegar áhyggjuefni að afskipti Seðlabankans skyldi þurfa til að krónan héldi sjó í síðasta mánuði, þegar afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði var væntanlega með mesta móti og vaxtagreiðslur til erlendra aðila í lágmarki. Alls hefur Seðlabankinn selt ríflega 67 milljónir evra, jafnvirði 11,4 milljarða kr., á gjaldeyrismarkaði það sem af er árinu. Bankinn hefur þó enn sem komið er úr nógu að moða til frekari inngripa á gjaldeyrismarkaði. Í ágústlok var skammtíma gjaldeyrisstaða nettó hjá Seðlabankanum189 milljarða kr., jafngildi 1.053 milljóna evra., samkvæmt nýbirtu efnahagsyfirliti bankans. Gjaldeyrisforði brúttó var þó meira en tvöfalt meiri, en hann nam 432 milljörðum kr. (2.407 milljónir evra) um síðustu mánaðamót. Auk þess hefur bankinn enn aðgang að lánalínum við norræna starfsbræður sína, sem aðeins var dregið á að hluta í fyrrahaust. Síðast en ekki síst mun vopnabúr hans enn stækka þegar næsti hluti láns AGS, ásamt fjórðungi af lánum nágrannalanda til Íslands sem um var samið á vordögum, verður afgreiddur, en það veltur á samþykkt AGS á fyrstu endurskoðun aðgerðaráætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Hluti heildarforðans er þó vart tiltækur til aðgerða á borð við inngrip þar sem á móti honum standa skammtímaskuldir á borð við gjaldeyrisreikninga innlánsstofnana hjá Seðlabanka og aðrar erlendar skuldir til skamms tíma. Einnig verður að hafa í huga að áformað var að Seðlabankinn legði til gjaldeyri til greiðslu á 150 milljónum evra erlendu láni ríkissjóðs nú í haust, auk þess sem hann hefur skuldbundið sig til að láta Landsvirkjun í té allt að 300 milljónir dollara gegn krónum eða skuldabréfum ef þess verður þörf á næstu tveimur árum.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira