Viðskipti innlent

KPMG aðstoðar Íslandsbanka

Við bílasöluna Endurskoðunarfyrirtækið KPMG aðstoðar Íslandsbanka í málum Ingvars Helgasonar.Fréttablaðið/Anton
Við bílasöluna Endurskoðunarfyrirtækið KPMG aðstoðar Íslandsbanka í málum Ingvars Helgasonar.Fréttablaðið/Anton

Íslandsbanki hefur fengið endurskoðunarfyrirtækið KPMG til liðs við sig til þess að ljúka við fjárhagslega endurskipulagningu Ingvars Helgasonar ehf., að því er fram kemur í tilkynningu bankans, sem er stærsti lánveitandi umboðsins.

Fram til þessa hefur endurskipulagningin farið fram undir forystu Hauks Guðjónssonar forstjóra og Kristins Þórs Geirssonar stjórnarformanns.

„Þeir hafa nú kosið að stíga til hliðar og eru þeim þökkuð góð störf," segir í tilkynningunni. Fram undan er sagður lokahnykkur endurskipulagningar félagsins. - óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×