Kári: Þeir mega berja mig eins og þeir vilja Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 22:42 Kári Kristján í kröppum dansi fyrr í vetur. Mynd/Stefán Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Sjá meira
Það verður seint sagt að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi verið vinsælasti maðurinn í Vodafone-höllinni í kvöld. Það sauð enn á Valsmönnum út af olnbogaskotinu sem Kári gaf Sigurði Eggertssyni í síðasta leik en Sigurður rifbeinsbrotnaði fyrir vikið og spilar ekki meira með. Kári fékk óblíðar móttökur á línunni í kvöld og leikmenn Vals voru duglegir að hvísla einhverju í eyrað á honum allt kvöldið. Voru það eflaust kaldar kveðjur sem Kári var að fá. „Ég ætla ekkert að tjá mig um dómgæslunni og þá er voðalega lítið annað sem ég get verið að spá í," sagði Kári Kristján aðspurður um hvað Haukamenn væru svona ósáttir við en í sama mund kom Þorgeir Haraldsson, fyrrum formaður handknattleiksdeildar Hauka, aðvífandi og minnti Kára á að það ætti ekki að ræða um dómarana. Eins og áður segir stóð Kári í ströngu í línunni. Hvernig fannst honum þessi átök í kvöld? „Þeir ætluðu að hleypa þessu upp í eitthvað bíó. Þeir mega alveg gera það ef þeir vilja. Það er ekkert mál. Þá þarf maður að treysta á að dómararnir vinni sitt verk. Þeir mega berja mig eins og þeir vilja en við sjáum hver stendur uppi sem sigurvegari að lokum," sagði Kári en hann vildi ekki gefa upp hvað Valsmennirnir höfðu við hann að segja. Hann sagðist þó alltaf hafa gaman af glósunum frá Sigfúsi Sigurðssyni. Blaðamaður bar þá undir hann ummæli Sigfúsar að hann væri til í að berja Haukamennina út á plani á Ásvöllum á laugardag. „Ég er klár í þetta," sagði Kári og brosti og var greinilega ekki jafn mikil alvara og Sigfúsi með að mæta í slagsmál út á bílaplani. „Fjölmiðlaumræðan er búin að „hæpa" svolítið varnarleikinn hjá okkur. Eins og við séum að spila taekwondo allan tímann. Ég held að við séum svolítið að gjalda þess. Við höfum spilað þessa vörn í allan vetur og ég skil ekki af hverju menn eru allt í einu farnir að grenja yfir henni núna. „Þú sérð hvernig Valur spilar. Við erum ekkert að væla. Þeir spila af sömu hörku og við og jafnvel meira í kvöld. Við vælum ekki yfir því og vonandi hætta þeir að grenja yfir okkur," sagði Kári Kristján að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti