Hlutabréfamarkaður í London á fljúgandi ferð Gunnar Örn Jónsson skrifar 22. júlí 2009 20:29 FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins." Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins."
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira