Viðskipti innlent

CB Holdings fær fjárfestingarbanka til að sjá um sölu West Ham

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Enska knattspyrnufélagið West Ham er komið í söluferli, eftir því sem fullyrt er á vef breska blaðsins Times. Þar segir að CB Holdings, sem er í eigu Straums, hafi ráðið fjárfestingabankana Rothchild og Standard Bank til þess að sjá um söluferlið. Rothschild hefur mörgum sinnum komið að sölu á íþróttafélögum, til dæmis þegar Randy Lerner keypti Aston Villa árið 2006.

Times tekur reyndar líka fram að ónafngreindir heimildarmenn úr röðum West Ham fullyrði að ekki standi til að selja West Ham. Frekar sé horft til þess að fá meðeiganda að félaginu.

CB Holdings var stofnað af Straumi og öðrum kröfuhöfum West Ham í sumar eftir að viðskiptaveldi Björgólfs Guðmundssonar riðaði til falls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×